Kaupum á Birtingi rift

Slæm fjárhagsstaða Pressunnar er ástæðan fyrir því að kaupum á tímaritaútgáfunni Birtingin hefur verið rift. Rekstur Pressunnar er í molum.

7DM_0803_raw_2404.JPG
Auglýsing

Kaupum Pressunnar á öllu hlutafé tíma­rita­út­gáf­unnar Birt­ingi hefur verið rift. Ástæðan er slæmt fjár­hags­staða Pressunn­ar, en eins og greint var frá að vef Kjarn­ans í morgun þá hafa allir hlut­haf­ar, sem til­kynnt var um að myndu leggja félag­inu til um 300 millj­ónir króna, hætt við þátt­töku og er rekstur félags­ins nú í upp­námi.Í bréfi sem sent var til starfs­fólks Birt­ings, segir að eig­endur Birtíngs ehf. hafi „kom­ist að sam­komu­lagi við eig­endur Pressunnar ehf um riftun á kaupum Pressunnar á öllu hlutafé í Birtíngi ehf. Aðilar und­ir­rit­uðu þessa riftun þann 10. maí síð­ast­lið­inn. Ástæða rift­un­ar­innar eru fyr­ir­sjá­an­legar van­efndir á greiðslu kaup­verðs vegna mjög slæmrar fjár­hags­stöðu Pressunnar ehf. Það verður því ekk­ert úr fyr­ir­hug­aðri sam­ein­ingu Birtíngs við sam­stæðu Pressunnar ehf. Birtíngur stendur eftir traustum fótum og er verið að tryggja fjár­hags­lega stöðu félags­ins.“

Félag í eigu Hall­­­­dórs Krist­­manns­­son­­ar, Róberts Wessman, Árna Harð­­­­ar­­­­son­­­­ar, Hilm­­­­­­­ars Þórs Krist­ins­­­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­­­son­­­­ar, Fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagið Dal­­­­ur­inn ehf., ætl­­­aði að verða langstærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­­­ónir króna af nýju hluta­­fé. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans til­­kynntu for­svar­s­­menn þess félags núver­andi stjórn­­endum Pressunnar í síð­­­ustu viku að þeir og aðrir sem ætl­­uðu að koma inn í rekst­­ur­inn sam­hliða þeim myndu draga sig út og að ekk­ert yrði að hluta­fjár­­aukn­ing­unni.

Auglýsing

Skuldir Pressunnar reynd­ust vera, þegar búið var að rýna í stöðu þess, rúm­­lega 700 millj­­ónir króna og að það var mat þeirra, sem ætl­uðu að koma að félag­inu, að sam­­bæri­­lega upp­­hæð þurfi til að koma Pressu­­sam­­stæð­unni á réttan kjöl. 

Af þessum skuldum séu um 300 millj­­ónir króna við líf­eyr­is­­sjóði, stétt­­ar­­fé­lög og vegna van­­gold­inna opin­berra gjalda, svo­­kall­aðra rimla­gjalda. Hin ætl­­aða hluta­fjár­­aukn­ing hefði því ekki dugað fyrir því að greiða þær skuld­ir, og hvað þá aðr­­ar. 

Þá átti auk þess eftir að taka inn í dæmið fjár­­­fest­ingu í rekstr­in­um, sem reiknað var með að þyrfti á ein­hverjum tíma­­punkti að vera umtals­verð, sér­­stak­­lega í ljósi þess að búið var að skera rekstur rit­­stjórna mið­l­anna sem heyra undir sam­­stæð­una „al­­veg inn að bein­i,“ líkt og einn við­­mæl­andi Kjarn­ans sagði.

Meira úr sama flokkiInnlent