Kaupum á Birtingi rift

Slæm fjárhagsstaða Pressunnar er ástæðan fyrir því að kaupum á tímaritaútgáfunni Birtingin hefur verið rift. Rekstur Pressunnar er í molum.

7DM_0803_raw_2404.JPG
Auglýsing

Kaupum Pressunnar á öllu hlutafé tíma­rita­út­gáf­unnar Birt­ingi hefur verið rift. Ástæðan er slæmt fjár­hags­staða Pressunn­ar, en eins og greint var frá að vef Kjarn­ans í morgun þá hafa allir hlut­haf­ar, sem til­kynnt var um að myndu leggja félag­inu til um 300 millj­ónir króna, hætt við þátt­töku og er rekstur félags­ins nú í upp­námi.Í bréfi sem sent var til starfs­fólks Birt­ings, segir að eig­endur Birtíngs ehf. hafi „kom­ist að sam­komu­lagi við eig­endur Pressunnar ehf um riftun á kaupum Pressunnar á öllu hlutafé í Birtíngi ehf. Aðilar und­ir­rit­uðu þessa riftun þann 10. maí síð­ast­lið­inn. Ástæða rift­un­ar­innar eru fyr­ir­sjá­an­legar van­efndir á greiðslu kaup­verðs vegna mjög slæmrar fjár­hags­stöðu Pressunnar ehf. Það verður því ekk­ert úr fyr­ir­hug­aðri sam­ein­ingu Birtíngs við sam­stæðu Pressunnar ehf. Birtíngur stendur eftir traustum fótum og er verið að tryggja fjár­hags­lega stöðu félags­ins.“

Félag í eigu Hall­­­­dórs Krist­­manns­­son­­ar, Róberts Wessman, Árna Harð­­­­ar­­­­son­­­­ar, Hilm­­­­­­­ars Þórs Krist­ins­­­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­­­son­­­­ar, Fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagið Dal­­­­ur­inn ehf., ætl­­­aði að verða langstærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­­­ónir króna af nýju hluta­­fé. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans til­­kynntu for­svar­s­­menn þess félags núver­andi stjórn­­endum Pressunnar í síð­­­ustu viku að þeir og aðrir sem ætl­­uðu að koma inn í rekst­­ur­inn sam­hliða þeim myndu draga sig út og að ekk­ert yrði að hluta­fjár­­aukn­ing­unni.

Auglýsing

Skuldir Pressunnar reynd­ust vera, þegar búið var að rýna í stöðu þess, rúm­­lega 700 millj­­ónir króna og að það var mat þeirra, sem ætl­uðu að koma að félag­inu, að sam­­bæri­­lega upp­­hæð þurfi til að koma Pressu­­sam­­stæð­unni á réttan kjöl. 

Af þessum skuldum séu um 300 millj­­ónir króna við líf­eyr­is­­sjóði, stétt­­ar­­fé­lög og vegna van­­gold­inna opin­berra gjalda, svo­­kall­aðra rimla­gjalda. Hin ætl­­aða hluta­fjár­­aukn­ing hefði því ekki dugað fyrir því að greiða þær skuld­ir, og hvað þá aðr­­ar. 

Þá átti auk þess eftir að taka inn í dæmið fjár­­­fest­ingu í rekstr­in­um, sem reiknað var með að þyrfti á ein­hverjum tíma­­punkti að vera umtals­verð, sér­­stak­­lega í ljósi þess að búið var að skera rekstur rit­­stjórna mið­l­anna sem heyra undir sam­­stæð­una „al­­veg inn að bein­i,“ líkt og einn við­­mæl­andi Kjarn­ans sagði.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent