#stjórnmál#viðskipti

Kaupum á Birtingi rift

Slæm fjárhagsstaða Pressunnar er ástæðan fyrir því að kaupum á tímaritaútgáfunni Birtingin hefur verið rift. Rekstur Pressunnar er í molum.

Kaupum Pressunnar á öllu hlutafé tíma­rita­út­gáf­unnar Birt­ingi hefur verið rift. Ástæðan er slæmt fjár­hags­staða Pressunn­ar, en eins og greint var frá að vef Kjarn­ans í morgun þá hafa allir hlut­haf­ar, sem til­kynnt var um að myndu leggja félag­inu til um 300 millj­ónir króna, hætt við þátt­töku og er rekstur félags­ins nú í upp­námi.Í bréfi sem sent var til starfs­fólks Birt­ings, segir að eig­endur Birtíngs ehf. hafi „kom­ist að sam­komu­lagi við eig­endur Pressunnar ehf um riftun á kaupum Pressunnar á öllu hlutafé í Birtíngi ehf. Aðilar und­ir­rit­uðu þessa riftun þann 10. maí síð­ast­lið­inn. Ástæða rift­un­ar­innar eru fyr­ir­sjá­an­legar van­efndir á greiðslu kaup­verðs vegna mjög slæmrar fjár­hags­stöðu Pressunnar ehf. Það verður því ekk­ert úr fyr­ir­hug­aðri sam­ein­ingu Birtíngs við sam­stæðu Pressunnar ehf. Birtíngur stendur eftir traustum fótum og er verið að tryggja fjár­hags­lega stöðu félags­ins.“

Félag í eigu Hall­­­­dórs Krist­­manns­­son­­ar, Róberts Wessman, Árna Harð­­­­ar­­­­son­­­­ar, Hilm­­­­­­­ars Þórs Krist­ins­­­­sonar og Jóhanns G. Jóhanns­­­­son­­­­ar, Fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagið Dal­­­­ur­inn ehf., ætl­­­aði að verða langstærsti eig­andi Pressunnar og koma inn með 155 millj­­­­ónir króna af nýju hluta­­fé. 

Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans til­­kynntu for­svar­s­­menn þess félags núver­andi stjórn­­endum Pressunnar í síð­­­ustu viku að þeir og aðrir sem ætl­­uðu að koma inn í rekst­­ur­inn sam­hliða þeim myndu draga sig út og að ekk­ert yrði að hluta­fjár­­aukn­ing­unni.

Auglýsing

Skuldir Pressunnar reynd­ust vera, þegar búið var að rýna í stöðu þess, rúm­­lega 700 millj­­ónir króna og að það var mat þeirra, sem ætl­uðu að koma að félag­inu, að sam­­bæri­­lega upp­­hæð þurfi til að koma Pressu­­sam­­stæð­unni á réttan kjöl. 

Af þessum skuldum séu um 300 millj­­ónir króna við líf­eyr­is­­sjóði, stétt­­ar­­fé­lög og vegna van­­gold­inna opin­berra gjalda, svo­­kall­aðra rimla­gjalda. Hin ætl­­aða hluta­fjár­­aukn­ing hefði því ekki dugað fyrir því að greiða þær skuld­ir, og hvað þá aðr­­ar. 

Þá átti auk þess eftir að taka inn í dæmið fjár­­­fest­ingu í rekstr­in­um, sem reiknað var með að þyrfti á ein­hverjum tíma­­punkti að vera umtals­verð, sér­­stak­­lega í ljósi þess að búið var að skera rekstur rit­­stjórna mið­l­anna sem heyra undir sam­­stæð­una „al­­veg inn að bein­i,“ líkt og einn við­­mæl­andi Kjarn­ans sagði.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Joanne Rowling, höfundur Harry Potter- bókanna.
Tvær nýjar galdrabækur væntanlegar frá J.K. Rowling
Útgáfufyrirtæki J.K. Rowling birti yfirlýsingu um að tvær bækur tengdar Harry Potter- seríunni yrðu gefnar út þann 20. október næstkomandi.
22. júlí 2017
Sean Spicer stjórnar blaðamannafundi.
Sean Spicer hættur sem fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins
Spicer var fjölmiðlafulltrúi Trumps í sex mánuði og var margsinnis uppvís að augljósum rangfærslum. Hann hættir vegna ágreinings við nýskipaðan yfirmann sinn.
21. júlí 2017
Elon Musk er forstjóri fyrirtækisins Tesla.
Áhætta fólgin í fjárfestingu í Tesla
Neikvætt fjárstreymi Tesla gerir það að verkum að Citi-bankinn telur mikla áhættu fólgna í fjárfestingu í rafbílaframleiðandanum.
21. júlí 2017
Eignir Skúla í Subway kyrrsettar
Lögmaður Skúla og félags hans mótmælir kyrrsetningunni kröftuglega og segir að málinu verði vísað fyrir dóm.
21. júlí 2017
Norður-Kórea hleypir fáum ferðamönnum til landsins á hverju ári og þeir sem fá að heimsækja landið þurfa að uppfylla allskyns skilyrði.
Bandaríkjamönnum bannað að ferðast til Norður-Kóreu
Bandarískir ferðamenn verða að drífa sig ef þeir ætla að ferðast til Norður-Kóreu því brátt verður þeim bannað að fara þangað.
21. júlí 2017
Björn Teitsson
Um Borgarlínu, snakk og ídýfu og bíla sem eru samt bílar
21. júlí 2017
Reykjanesbær var skuldsettasta sveitarfélagið árið 2015.
Skuld Reykjanesbæjar var 249% af eignum
Skuldahlutfall A og B- hluta Reykjanesbæjar var 249% árið 2015, hæst allra sveitarfélaga. Gerð var sérstök grein fyrir stöðu þeirra í skýrslu innanríkisráðuneytisins.
21. júlí 2017
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.
Augljósar deilur ríkisstjórnarflokka um krónuna
Innan ríkisstjórnarinnar eru augljóslega deildar meiningar um gjaldmiðlamál.
21. júlí 2017
Meira úr sama flokkiInnlent