#fjölmiðlar#viðskipti

Fjarskipti: Það verði ekki hópuppsagnir í tengslum við samrunann við 365

Fækka á stöðugildum hjá sameinuðu félagi Fjarskipta og 365 um 41, og sú fækkun á að eiga sér stað 365 megin. Fjarskipti segja að þetta verði gert í gegnum starfsmannaveltu á 12-18 mánuðum. Fækkunin sparar 275 milljónir á ári.

Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fo­ne, vill koma því á fram­færi að ekki verði hóp­upp­sagnir í tengslum við sam­runa félags­ins og 365 miðla. Þeim stöðu­gildum sem fækkað verð­ur, alls 41 tals­ins, verður fækkað í gegnum starfs­manna­veltu á 12-18 mán­aða tíma­bili en ekki með upp­sögn­um. 

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í dag að í trún­að­ar­upp­lýs­ingum sem birtar voru í sam­runa­skrá félag­anna tveggja komi fram að „vegna sam­­legð­­ar­á­hrifa er það mat Fjar­­skipta að stöð­u­­gildum á ein­ingum sem fær­­ast yfir til Fjar­­skipta hf. frá 365 muni fækka um 41.“ Þetta á að spara sam­ein­uðu félagi 275 millj­ónir króna á ári vegna sparn­aðar í launum og starfs­manna­kostn­að­i. 

Með sam­run­­anum eykst velta Fjar­­skipta um 8,5 millj­­arða króna og stöð­u­­gildum á Íslandi fjölgar um 68 pró­­sent, úr 305 stöð­u­­gildum í 512.

Í fyrstu útgáf­unni af sam­runa­­skránni sem eft­ir­litið birti voru trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ingar úr skránni aðgeng­i­­leg­­ar, þar á meðal upp­­lýs­ingar um hversu mörg stöð­u­­gildi myndu hverfa við sam­run­ann. Ný útgáfa án trún­­að­­ar­­upp­­lýs­ing­anna var sett á vef­inn í stað hinnar síðar sama dag. Kjarn­inn hefur upp­­runa­­legu útgáf­una undir hönd­um og þar koma meðal ann­ars fram upp­lýs­ing­arnar um vænta fækkun stöðu­gilda og þann sparnað sem það á að skila. 

Auglýsing

Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri Fjar­skipta, sagði í Kast­ljósi 1. mars síð­ast­lið­inn að ekki stæði til að segja upp fólki. Þar sagði Stef­án: „Við tökum alla starfs­menn­ina yfir­.[...]Og í raun­inni verður engum sagt upp en við gerum ráð fyrir því að með tím­anum náum við þess­ari hag­ræð­ingu. Við tökum tólf til átján mán­uði í þetta. En þetta er ekki sam­ein­ing til að segja upp fólki heldur erum við að ná hag­kvæmi í tækni­legum innvið­um, við munum ná hag­kvæmni í eig­in­lega öllum okkar stoð­ein­ingum með tím­anum en upp­sagnir eru ekki í deigl­unn­i.“

Í sam­runa­­skránni segir að alls eigi að nást kostn­að­ar­sam­legð upp á rúman millj­arð króna. Af þeirri tölu á að nást fram 562 millj­­óna króna í tækn­i­­legri sam­­legð.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Hrafn Jónsson
500.000 króna fíllinn í herberginu
25. maí 2017 kl. 10:00
May krefst skýringa frá Trump á leka leyniþjónustunnar
Myndir og gögn sem tengjast sprengjuárásinni í Manchester láku frá leyniþjónustuaðilum Bandaríkjanna.
25. maí 2017 kl. 9:00
Sigmundur Davíð segir fyrrverandi formenn hafa farið gegn sér
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er ósáttur við stöðu Framsóknarflokksins.
25. maí 2017 kl. 8:00
Haukur Guðmundsson skipaður ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu
24. maí 2017 kl. 20:18
Bjarni Jónsson
Lokun Fossvogskirkju kemur ekki til greina
24. maí 2017 kl. 17:00
Sigmundur Davíð boðar stofnun Framfarafélagsins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hópur Framsóknarmanna og aðrir stofnuðu Framfarafélagið á fæðingardegi Jónasar frá Hriflu. Félagið á að vera vettvangur til að stuða að framförum á öllum sviðum samfélagsins.
24. maí 2017 kl. 16:56
Innrás Costco gott „spark í rassinn“ á íslenskri verslun
Costco mun ekki éta íslenskan verslunarmarkað með húð og hári, en líklegt er að íslensk verslunarfyrirtæki bregðist við innkomu þess með betri þjónustu og meiri fjölbreytni.
24. maí 2017 kl. 15:00
Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum
Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.
24. maí 2017 kl. 13:00
Meira úr sama flokkiInnlent