Stjórn NS segir Ólaf hafa leynt upplýsingum

Stjórn Neytendasamtakanna harmar deilur og karp við formann í fjölmiðlum.

ÓlafurArnarson
Auglýsing

Meiri­hluti stjórnar Neyt­enda­sam­tak­anna (NS) harmar að traust ríki ekki milli for­manns og ann­arra í stjórn. Unnið er í að leysa málin og er stjórn sam­mála for­manni um að ekki stóð til í að standa í karpi í fjöl­miðl­u­m. 

Þetta kemur fram í ítar­legri yfir­lýs­ingu stjórna­manna Neyt­enda­sam­tak­anna, að und­an­skildum Ólafi Arn­ar­syni, for­manni, en meiri­hluti stjórnar sagði honum upp störfum vegna ósættis um fjár­mál, en Ólafur hefur hafnað því að hafa farið á bak við stjórn­ina eða gert nokkuð rangt.

Í yfir­lýs­ing­unni segir meðal ann­ars að Ólafur hafi leynt stjórn­ina upp­lýs­ingum og skuld­bundið sam­tökin um efni fram.

Auglýsing

Ítar­leg yfir­lýs­ing NS fer hér orð­rétt að neð­an:

„Meiri­hluti stjórnar harmar þær rang­færsl­ur, sem komið hafa fram í frétta­flutn­ingi um sam­skipti í stjórn félags­ins og sér sig knúna til að senda frá sér yfir­lýs­ingu.  

Í fyrri yfir­lýs­ingu segir að megin ástæða þess að stjórn lýsti yfir van­trausti á for­mann hafi verið sú að fjár­hags­staða sam­tak­anna leyfði ekki þær skuld­bind­ingar sem for­maður stofn­aði til og fóru langt fram úr þeim heim­ildum sem for­maður hafði sam­kvæmt ráðn­ing­ar­samn­ingi. Ákvarð­anir voru ýmist teknar fram­hjá stjórn eða með því að halda frá stjórn mik­il­vægum upp­lýs­ing­um.

Neyt­enda­sam­tökin eru öflug hópsam­tök sem standa á traustum grunni. En eins og í öllum rekstri þá þarf að stíga var­lega til jarðar í að efla þau og styrkja. Huga þarf að jafn­vægi í tekjum og útgjöldum og byggja breyt­ingar á mark­vissri áætl­ana­gerð.

Starfs­kjara­nefnd



Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar kom for­maður fram með til­lögu, sem sam­þykkt var af stjórn, um að setja af stað starfskjarna­nefnd, sem hefði það hlut­verk að fara yfir launa­mál starfs­fólks NS og for­manns. Þann 27. jan­úar skil­aði starfs­kjara­nefnd áliti sínu.

Álit starfs­kjara­nefndar var ekki sent með fund­ar­boði til stjórnar þegar ráðn­ing­ar­mál voru afgreidd 15. febr­úar 2017.  Það er þvert á lög sam­tak­anna og lof­orð for­manns um að álitið yrði borið undir stjórn.

Þess ber að geta að álit starfs­kjara­nefndar er ekki á nokkurn hátt bind­andi fyrir stjórn.

Launa­mál



Stjórn gerði þau mis­tök að veita vara­for­manni umboð til að und­ir­rita hefð­bund­inn ráðn­ing­ar­samn­ing við for­mann, án þess að nákvæmt efni samn­ings hefði verið lagt fyrir stjórn. Í fund­ar­gerð kemur fram að gerður yrði hefð­bund­inn samn­ingur við for­mann. Þegar rætt var um hefð­bund­inn samn­ing, var talað um að hann væri í sam­ræmi við launa­kjör og starfs­skyldur fyrr­ver­andi for­manns. 



Í ljós kom að samn­ing­ur­inn reynd­ist ekki vera hefð­bund­inn í þeim skiln­ingi. Í kjöl­farið fékk for­maður und­ir­mann sinn til að leið­rétta laun sín aft­ur­virkt, án vit­neskju og heim­ildar stjórn­ar. Að mati meiri­hluta stjórnar er alvar­leg­ast að for­maður lét und­ir­mann sinn greiða sér því sem nemur tæp­lega þriggja mán­aða launum fyr­ir­fram (að frá­dregnum sköttum og launa­tengdum gjöld­um), án vit­neskju og heim­ildar stjórn­ar.



Leiga á bíl



Stjórn sam­þykkti til­lögu for­manns um leigu á bif­reið fyrir starfs­fólk og for­mann NS. Stjórn setti skýran fyr­ir­vara (bæði í tölvu­pósti og á stjórn­ar­fundi) um að fjár­hags­staða NS þyrfti að leyfa slíkt. Stjórn sam­þykkti að leita ann­arra leiða um val á bif­reið og leigu­leiðum en for­maður ákvað að fara. Fram komu nokkrar athuga­semdir við  fund­ar­gerð m.a. um fyr­ir­vara og hefur upp­færð fund­ar­gerð ekki verið borin upp til sam­þykkt­ar.  Þegar stjórn fékk loks upp­lýs­ingar um stöðu sam­tak­anna kom í ljós að fjár­hags­staða þeirra leyfði ekki leigu á bif­reið og því skýrt að grund­völlur umboðs­ins var aldrei fyrir hendi. Þá hefur starfs­fólk NS hefur aldrei haft aðgang að bif­reið­inni. Stjórn NS hefur sam­þykkt að segja upp leigu á bif­reið­inni.



Smá­forrit

For­maður gekk til samn­inga um rekstur smá­forrits með þeim orðum að það yrði að kostn­að­ar­lausu fyrir sam­tök­in. Síðar kom í ljós að smá­forritið er kostn­að­ar­samt. For­maður hafði ekki umboð til að ganga til fjár­hags­skuld­bind­inga vegna smá­forrits­ins.



Rekst­ara­á­ætlun

Stjórn hefur ítrekað kallað eftir rekstr­ar­á­ætlun frá og með fyrsta stjórn­ar­fundi. Óskað hefur verið eftir að í þeirri áætlun fram komi fram fjár­hags­leg staða sam­tak­anna, sem og áætl­anir um aukin útgjöld og áætl­anir um tíma­setn­ingu auk­inna tekna. Þessi umleitan hefur ekki borið árang­ur. Fjár­mála­stjóri sendi stjórn drög þann 2. apríl  2017 en engin end­an­leg áætlun hefur verið send til stjórn­ar.



Umboð for­manns

For­maður var kos­inn til tveggja ára á þingi sam­tak­anna í októ­ber 2016. Í lögum sam­tak­anna segir ekk­ert til um hvort for­maður eigi að vera laun­aður starfs­mað­ur, þiggja laun eða ekki. Það er því alfarið ákvörðun stjórnar að ákveða laun og starfs­hlut­fall. Þingið kýs for­mann en ekki starfs­fólk NS.



Trún­að­ar­brestur

Þegar í ljós kom að for­maður hafði ítrekað leynt stjórn upp­lýs­ingum og skuld­bundið sam­tökin um efni fram, lýsti yfir­gnæf­andi meiri­hluti stjórnar yfir van­trausti á sitj­andi for­mann. Stjórn axlar ábyrgð og vinnur hörðum höndum við að vinda ofan af mál­inu. Það hefur meðal ann­ars verið gert með því að sam­þykktar hafa verið nýjar starfs- og siða­regl­ur. Einnig hefur verið skipað fjár­mála­ráð sem sam­anstendur af þremur stjórn­ar­mönn­um.    

Sam­þykkt af öllum stjórn­ar­mönnum Neyt­enda­sam­tak­anna nema for­manni:

Ása St. Atla­dóttir  

Björn Þór Karls­son

Dom­in­ique Plé­del Jóns­son

Fríða Vala Ásbjörns­dóttir

Gunnar Alex­ander Ólafs­son

Guðni Gunn­ars­son

Katrín Þor­valds­dóttir

Ragnar Unn­ars­son

Sig­urður Más­son

Stefán Hrafn Jóns­son

Stella Hrönn Jóhanns­dóttir

Þórey S. Þór­is­dótt­ir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent