Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum

Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Aðgerð­ar­hópur fjög­urra ráð­herra vegna neyð­ar­á­stands í hús­næð­is­málum vinnur að fjórtán mis­mun­andi aðgerðum til að bregð­ast við neyð­ar­á­standi á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Ein þeirra aðgerða snýst um að ríkið selji sveit­ar­fé­lögum lóðir til íbúða­upp­bygg­ing­ar. 

Þetta kemur fram í pistli sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur birt á heima­síðu Við­reisnar þar sem hann fer yfir lof­orð flokks­ins og efndir það sem af er kjör­tíma­bili.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun aðgerð­ar­hóp­ur­inn kynna aðgerð­ar­á­ætlun sína í þess­ari viku eða snemma í þeirri næstu. Á meðal þess sem þar verður lagt til er að bygg­ing­ar­reglu­gerðir verði ein­fald­að­ar, að gjald­töku sveit­ar­fé­laga vegna lóða­út­hlut­ana verði tak­mörkuð eða breytt og frek­ari tak­mark­anir á útleigu íbúð­ar­hús­næðis til ferða­manna til að mæta hús­næð­is­vanda Íslend­inga.

Auk þess er búist við því að bætt verði enn frekar í aðgerðir til að tryggja tekju­lágum hús­næði, til dæmis með áfram­hald­inu upp­bygg­ingu svo­kall­aðra leigu­heim­ila. 

Vantar níu þús­und íbúðir

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöð­una á hús­næð­is­mark­aði í sjón­varps­þætti sínum á Hring­braut í apríl og í frétta­skýr­ingu sem birt var í kjöl­far­ið.Þar kom fram að fjórar sam­hang­andi ástæður hafa gert það að verkum að ungt og/eða efna­lítið fólk getur ekki kom­ist inn á hús­næð­is­mark­að, þrátt fyrir lang­vinnt góð­æri. Allar stuðla þær að því að aðrir hópar hagn­ast á neyð þeirra sem koma ekki þaki yfir höf­uð­ið. Farið var yfir málið í nýjum sjón­varps­þætti Kjarn­ans.

Meg­in­á­stæðan er skortur á fram­boði. Mestu sök­ina þar bera stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins, sem hafa ekki tryggt nægt bygg­ing­ar­land til að halda í við eft­ir­spurn eftir hús­næði. Nýleg grein­ing Íbúða­lána­sjóðs, sem gerð var fyrir aðgerð­ar­hóp félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sýndi þessa stöðu svart á hvít­u. Sam­kvæmt henni vantar nú þegar 4.600 íbúðir og byggja þarf níu þús­und íbúðir til loka árs 2018 til að ná jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Hinar þrjár ástæð­urnar sem leggja sitt að mörkum til að skapa það ástand sem er á hús­næð­is­mark­aði eru gríð­ar­stór leigu­fé­lög sem rekin eru með hagn­að­ar­sjón­ar­miði, útleiga á þús­undum íbúða til ferða­manna sem þá nýt­ast ekki íbúum lands­ins og aðgerðir rík­is­stjórna á borð við Leið­rétt­ing­una, sem olli ruðn­ings­á­hrifum á hús­næð­is­mark­aði og stuðl­aði þannig að hærra hús­næð­is­verði en ella hefði orð­ið.

Vill tak­marka Air­bnb

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sagði í þætt­inum að meg­in­vand­inn væri fram­boðsvandi og að hraða þurfi fram­kvæmd­um. Í því sam­hengi sé verið að skoða að selja stórar jarð­eignir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem í dag eru í eigu rík­is­ins til sveit­ar­fé­laga svo hægt sé að nota þær undir íbúða­byggð­ir. Þegar hafi Víf­il­stað­ar­landið í Garðabæ verið selt og einnig sé horft á t.d. Keldna­holt, Land­helg­is­gæslu­reit, Veð­ur­stofu­reit og landið í kringum gamla SS-­húsið í Laug­ar­dal í þessu sam­hengi. Þor­steinn sagði einnig breyta þyrfti bygg­ing­ar­reglu­gerð­um, taka á gjald­töku sveit­ar­fé­laga, halda áfram öfl­ugri upp­bygg­ingu leigu­heim­ila og tak­marka Air­bn­b-út­­­leig­u.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent