Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum

Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Aðgerð­ar­hópur fjög­urra ráð­herra vegna neyð­ar­á­stands í hús­næð­is­málum vinnur að fjórtán mis­mun­andi aðgerðum til að bregð­ast við neyð­ar­á­standi á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Ein þeirra aðgerða snýst um að ríkið selji sveit­ar­fé­lögum lóðir til íbúða­upp­bygg­ing­ar. 

Þetta kemur fram í pistli sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur birt á heima­síðu Við­reisnar þar sem hann fer yfir lof­orð flokks­ins og efndir það sem af er kjör­tíma­bili.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun aðgerð­ar­hóp­ur­inn kynna aðgerð­ar­á­ætlun sína í þess­ari viku eða snemma í þeirri næstu. Á meðal þess sem þar verður lagt til er að bygg­ing­ar­reglu­gerðir verði ein­fald­að­ar, að gjald­töku sveit­ar­fé­laga vegna lóða­út­hlut­ana verði tak­mörkuð eða breytt og frek­ari tak­mark­anir á útleigu íbúð­ar­hús­næðis til ferða­manna til að mæta hús­næð­is­vanda Íslend­inga.

Auk þess er búist við því að bætt verði enn frekar í aðgerðir til að tryggja tekju­lágum hús­næði, til dæmis með áfram­hald­inu upp­bygg­ingu svo­kall­aðra leigu­heim­ila. 

Vantar níu þús­und íbúðir

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöð­una á hús­næð­is­mark­aði í sjón­varps­þætti sínum á Hring­braut í apríl og í frétta­skýr­ingu sem birt var í kjöl­far­ið.Þar kom fram að fjórar sam­hang­andi ástæður hafa gert það að verkum að ungt og/eða efna­lítið fólk getur ekki kom­ist inn á hús­næð­is­mark­að, þrátt fyrir lang­vinnt góð­æri. Allar stuðla þær að því að aðrir hópar hagn­ast á neyð þeirra sem koma ekki þaki yfir höf­uð­ið. Farið var yfir málið í nýjum sjón­varps­þætti Kjarn­ans.

Meg­in­á­stæðan er skortur á fram­boði. Mestu sök­ina þar bera stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins, sem hafa ekki tryggt nægt bygg­ing­ar­land til að halda í við eft­ir­spurn eftir hús­næði. Nýleg grein­ing Íbúða­lána­sjóðs, sem gerð var fyrir aðgerð­ar­hóp félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sýndi þessa stöðu svart á hvít­u. Sam­kvæmt henni vantar nú þegar 4.600 íbúðir og byggja þarf níu þús­und íbúðir til loka árs 2018 til að ná jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Hinar þrjár ástæð­urnar sem leggja sitt að mörkum til að skapa það ástand sem er á hús­næð­is­mark­aði eru gríð­ar­stór leigu­fé­lög sem rekin eru með hagn­að­ar­sjón­ar­miði, útleiga á þús­undum íbúða til ferða­manna sem þá nýt­ast ekki íbúum lands­ins og aðgerðir rík­is­stjórna á borð við Leið­rétt­ing­una, sem olli ruðn­ings­á­hrifum á hús­næð­is­mark­aði og stuðl­aði þannig að hærra hús­næð­is­verði en ella hefði orð­ið.

Vill tak­marka Air­bnb

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sagði í þætt­inum að meg­in­vand­inn væri fram­boðsvandi og að hraða þurfi fram­kvæmd­um. Í því sam­hengi sé verið að skoða að selja stórar jarð­eignir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem í dag eru í eigu rík­is­ins til sveit­ar­fé­laga svo hægt sé að nota þær undir íbúða­byggð­ir. Þegar hafi Víf­il­stað­ar­landið í Garðabæ verið selt og einnig sé horft á t.d. Keldna­holt, Land­helg­is­gæslu­reit, Veð­ur­stofu­reit og landið í kringum gamla SS-­húsið í Laug­ar­dal í þessu sam­hengi. Þor­steinn sagði einnig breyta þyrfti bygg­ing­ar­reglu­gerð­um, taka á gjald­töku sveit­ar­fé­laga, halda áfram öfl­ugri upp­bygg­ingu leigu­heim­ila og tak­marka Air­bn­b-út­­­leig­u.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent