Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum

Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Aðgerð­ar­hópur fjög­urra ráð­herra vegna neyð­ar­á­stands í hús­næð­is­málum vinnur að fjórtán mis­mun­andi aðgerðum til að bregð­ast við neyð­ar­á­standi á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Ein þeirra aðgerða snýst um að ríkið selji sveit­ar­fé­lögum lóðir til íbúða­upp­bygg­ing­ar. 

Þetta kemur fram í pistli sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur birt á heima­síðu Við­reisnar þar sem hann fer yfir lof­orð flokks­ins og efndir það sem af er kjör­tíma­bili.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun aðgerð­ar­hóp­ur­inn kynna aðgerð­ar­á­ætlun sína í þess­ari viku eða snemma í þeirri næstu. Á meðal þess sem þar verður lagt til er að bygg­ing­ar­reglu­gerðir verði ein­fald­að­ar, að gjald­töku sveit­ar­fé­laga vegna lóða­út­hlut­ana verði tak­mörkuð eða breytt og frek­ari tak­mark­anir á útleigu íbúð­ar­hús­næðis til ferða­manna til að mæta hús­næð­is­vanda Íslend­inga.

Auk þess er búist við því að bætt verði enn frekar í aðgerðir til að tryggja tekju­lágum hús­næði, til dæmis með áfram­hald­inu upp­bygg­ingu svo­kall­aðra leigu­heim­ila. 

Vantar níu þús­und íbúðir

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöð­una á hús­næð­is­mark­aði í sjón­varps­þætti sínum á Hring­braut í apríl og í frétta­skýr­ingu sem birt var í kjöl­far­ið.Þar kom fram að fjórar sam­hang­andi ástæður hafa gert það að verkum að ungt og/eða efna­lítið fólk getur ekki kom­ist inn á hús­næð­is­mark­að, þrátt fyrir lang­vinnt góð­æri. Allar stuðla þær að því að aðrir hópar hagn­ast á neyð þeirra sem koma ekki þaki yfir höf­uð­ið. Farið var yfir málið í nýjum sjón­varps­þætti Kjarn­ans.

Meg­in­á­stæðan er skortur á fram­boði. Mestu sök­ina þar bera stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins, sem hafa ekki tryggt nægt bygg­ing­ar­land til að halda í við eft­ir­spurn eftir hús­næði. Nýleg grein­ing Íbúða­lána­sjóðs, sem gerð var fyrir aðgerð­ar­hóp félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sýndi þessa stöðu svart á hvít­u. Sam­kvæmt henni vantar nú þegar 4.600 íbúðir og byggja þarf níu þús­und íbúðir til loka árs 2018 til að ná jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Hinar þrjár ástæð­urnar sem leggja sitt að mörkum til að skapa það ástand sem er á hús­næð­is­mark­aði eru gríð­ar­stór leigu­fé­lög sem rekin eru með hagn­að­ar­sjón­ar­miði, útleiga á þús­undum íbúða til ferða­manna sem þá nýt­ast ekki íbúum lands­ins og aðgerðir rík­is­stjórna á borð við Leið­rétt­ing­una, sem olli ruðn­ings­á­hrifum á hús­næð­is­mark­aði og stuðl­aði þannig að hærra hús­næð­is­verði en ella hefði orð­ið.

Vill tak­marka Air­bnb

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sagði í þætt­inum að meg­in­vand­inn væri fram­boðsvandi og að hraða þurfi fram­kvæmd­um. Í því sam­hengi sé verið að skoða að selja stórar jarð­eignir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem í dag eru í eigu rík­is­ins til sveit­ar­fé­laga svo hægt sé að nota þær undir íbúða­byggð­ir. Þegar hafi Víf­il­stað­ar­landið í Garðabæ verið selt og einnig sé horft á t.d. Keldna­holt, Land­helg­is­gæslu­reit, Veð­ur­stofu­reit og landið í kringum gamla SS-­húsið í Laug­ar­dal í þessu sam­hengi. Þor­steinn sagði einnig breyta þyrfti bygg­ing­ar­reglu­gerð­um, taka á gjald­töku sveit­ar­fé­laga, halda áfram öfl­ugri upp­bygg­ingu leigu­heim­ila og tak­marka Air­bn­b-út­­­leig­u.

Meira úr sama flokkiInnlent