Aðgerðarhópur í húsnæðismálum vinnur að fjórtán aðgerðum

Búist er við því að aðgerðaáætlun til að taka á neyðarástandi á húsnæðismarkaði verði kynnt í þessari viku eða þeirri næstu. Ríkið mun selja sveitarfélögum lóðir til íbúðaruppbyggingar til að mæta ástandinu.

_abh3592_9954417613_o.jpg
Auglýsing

Aðgerð­ar­hópur fjög­urra ráð­herra vegna neyð­ar­á­stands í hús­næð­is­málum vinnur að fjórtán mis­mun­andi aðgerðum til að bregð­ast við neyð­ar­á­standi á íslenskum hús­næð­is­mark­aði. Ein þeirra aðgerða snýst um að ríkið selji sveit­ar­fé­lögum lóðir til íbúða­upp­bygg­ing­ar. 

Þetta kemur fram í pistli sem Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur birt á heima­síðu Við­reisnar þar sem hann fer yfir lof­orð flokks­ins og efndir það sem af er kjör­tíma­bili.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans mun aðgerð­ar­hóp­ur­inn kynna aðgerð­ar­á­ætlun sína í þess­ari viku eða snemma í þeirri næstu. Á meðal þess sem þar verður lagt til er að bygg­ing­ar­reglu­gerðir verði ein­fald­að­ar, að gjald­töku sveit­ar­fé­laga vegna lóða­út­hlut­ana verði tak­mörkuð eða breytt og frek­ari tak­mark­anir á útleigu íbúð­ar­hús­næðis til ferða­manna til að mæta hús­næð­is­vanda Íslend­inga.

Auk þess er búist við því að bætt verði enn frekar í aðgerðir til að tryggja tekju­lágum hús­næði, til dæmis með áfram­hald­inu upp­bygg­ingu svo­kall­aðra leigu­heim­ila. 

Vantar níu þús­und íbúðir

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöð­una á hús­næð­is­mark­aði í sjón­varps­þætti sínum á Hring­braut í apríl og í frétta­skýr­ingu sem birt var í kjöl­far­ið.Þar kom fram að fjórar sam­hang­andi ástæður hafa gert það að verkum að ungt og/eða efna­lítið fólk getur ekki kom­ist inn á hús­næð­is­mark­að, þrátt fyrir lang­vinnt góð­æri. Allar stuðla þær að því að aðrir hópar hagn­ast á neyð þeirra sem koma ekki þaki yfir höf­uð­ið. Farið var yfir málið í nýjum sjón­varps­þætti Kjarn­ans.

Meg­in­á­stæðan er skortur á fram­boði. Mestu sök­ina þar bera stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins, sem hafa ekki tryggt nægt bygg­ing­ar­land til að halda í við eft­ir­spurn eftir hús­næði. Nýleg grein­ing Íbúða­lána­sjóðs, sem gerð var fyrir aðgerð­ar­hóp félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sýndi þessa stöðu svart á hvít­u. Sam­kvæmt henni vantar nú þegar 4.600 íbúðir og byggja þarf níu þús­und íbúðir til loka árs 2018 til að ná jafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Hinar þrjár ástæð­urnar sem leggja sitt að mörkum til að skapa það ástand sem er á hús­næð­is­mark­aði eru gríð­ar­stór leigu­fé­lög sem rekin eru með hagn­að­ar­sjón­ar­miði, útleiga á þús­undum íbúða til ferða­manna sem þá nýt­ast ekki íbúum lands­ins og aðgerðir rík­is­stjórna á borð við Leið­rétt­ing­una, sem olli ruðn­ings­á­hrifum á hús­næð­is­mark­aði og stuðl­aði þannig að hærra hús­næð­is­verði en ella hefði orð­ið.

Vill tak­marka Air­bnb

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, sagði í þætt­inum að meg­in­vand­inn væri fram­boðsvandi og að hraða þurfi fram­kvæmd­um. Í því sam­hengi sé verið að skoða að selja stórar jarð­eignir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem í dag eru í eigu rík­is­ins til sveit­ar­fé­laga svo hægt sé að nota þær undir íbúða­byggð­ir. Þegar hafi Víf­il­stað­ar­landið í Garðabæ verið selt og einnig sé horft á t.d. Keldna­holt, Land­helg­is­gæslu­reit, Veð­ur­stofu­reit og landið í kringum gamla SS-­húsið í Laug­ar­dal í þessu sam­hengi. Þor­steinn sagði einnig breyta þyrfti bygg­ing­ar­reglu­gerð­um, taka á gjald­töku sveit­ar­fé­laga, halda áfram öfl­ugri upp­bygg­ingu leigu­heim­ila og tak­marka Air­bn­b-út­­­leig­u.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
Kjarninn 15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
Kjarninn 15. nóvember 2019
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent