Trump og tvö prósentin

Donald Trump kom á fund NATO ríkja í Brussel með látum og boðaði þar hluti sem margir áttu erfitt með að átta sig á.

Donald trump
Auglýsing

Á leið­toga­fundi aðild­ar­ríkja Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í Brus­sel síð­ast­lið­inn fimmtu­dag sagði Don­ald Trump for­seti Banda­ríkj­anna að  flest aðild­ar­ríki NATO skuldi veru­legar fjár­hæðir sem þau hafi skuld­bundið sig til að verja til varn­ar­mála. Hvert og eitt aðild­ar­ríki hafi fyrir mörgum árum lof­að, sagði for­set­inn, að árlega skyldu tvö pró­sent af lands­fram­leiðslu renna til varn­ar-og örygg­is­mála en það hafi ekki gengið eft­ir. Þessi full­yrð­ing Banda­ríkja­for­seta, um lof­orð­ið, virð­ist stang­ast á við raun­veru­leik­ann.

Don­ald Trump kom við í Brus­sel í sinni fyrstu utan­lands­ferð eftir að hann tók við völdum í jan­ú­ar. Við þetta tæki­færi var tekin í notkun ný bygg­ing sem hýsir höf­uð­stöðvar Atl­ants­hafs­banda­lags­ins í Brus­sel, gamla aðal­bygg­ingin er frá 1967 og var þá sögð til bráða­birgða. Trump hrós­aði nýbygg­ing­unni en sagð­ist ekki þora að spyrja um kostn­að­inn.

NATO er rottu­hola

Leið­togar NATO ríkj­anna höfðu beðið komu for­set­ans með eft­ir­vænt­ingu. Í kosn­inga­bar­átt­unni fór Trump hörð­um, og á köflum niðr­andi, orðum um NATO. Kall­aði banda­lagið rottu­holu og úrelt fyr­ir­bæri. Mörg fleiri orð, nei­kvæð, við­hafði for­set­inn um NATO meðan kosn­inga­bar­áttan stóð yfir. Í ljósi þess­ara ummæla vissu leið­tog­arnir ekki við hverju þeir mættu búast í ræðu for­set­ans í Brus­sel. Héldu kannski að hann myndi nota tæki­færið til að lýsa yfir ein­dregnum stuðn­ingi við NATO sam­starfið en ræða for­set­ans var mest­an­part á öðrum nót­um.

Auglýsing

Skulda millj­arða

Eins og vænta mátti fór Don­ald Trump mik­inn í ræðu sinni og spar­aði ekki stóru orð­in. Athygli vöktu ummæli hans um Rúss­land, ,,Rúss­land er ógn“ sagði for­set­inn, sem fór jafn­framt mörgum orðum um hryðju­verkaógn­ina sem hann sagði mestu áskorun NATO. Síðan sneri hann tal­inu að fjár­hag NATO, það kom ekki á óvart. Trump hefur margoft rætt um þann ójöfnuð sem ríkir í fram­lögum aðild­ar­ríkj­anna þar sem hlutur Banda­ríkj­anna vegur lang þyngst. Trump sagði 23 af 28 aðild­ar­ríkjum banda­lags­ins skulda millj­arða á millj­arða ofan til sam­eig­in­legra sjóða. ,,Margra ára upp­söfnuð skuld“ sagði for­set­inn. Mörgum sem hlýddu á ræð­una kom á óvart hvað for­set­anum varð tíð­rætt um hin svo­nefndu tvö pró­sent eins og þau væru eins konar árgjald eða félags­gjald. Hvort hann vissi ekki betur eða vildi útleggja hlut­ina með þessum hætti vissi eng­inn við­staddra.

Tvö pró­sentin fyrst nefnd um síð­ustu alda­mót

Fram­lag sem næmi tveimur pró­sentum árlegrar þjóð­ar­fram­leiðslu var fyrst nefnt, sem æski­legt við­mið, innan aðild­ar­ríkja NATO árið 2001, á leið­toga­fundi í Prag. Þá höfðu Banda­ríkin miklar áhyggjur af árvissum nið­ur­skurði evr­ópskra ríkja til varn­ar­mála. Bretar og Frakkar studdu við­horf Banda­ríkja­manna en þeir síð­ast­nefndu standa í dag straum af um 70 pró­sentum útgjalda banda­lags­ins. Á áður­nefndum fundi var engin form­leg ákvörðun tekin en í fund­ar­gerð talað um ,,heið­urs­manna­sam­komu­lag“.  ,,Tvö pró­sent­in“ voru næst rædd á leið­toga­fundi í Riga í Lett­landi árið 2006, áhyggj­urnar þær sömu  og fimm árum fyrr: nið­ur­skurð­ur. Bæði George W. Bush og Barack Obama lýstu marg­sinnis óánægju sinni með það sem þeir köll­uðu vilja­leysi Evr­ópu­ríkj­anna til að leggja sitt af mörkum til varn­ar­mála. Það gerði Hill­ary Clinton líka í kosn­inga­bar­átt­unni fyrir for­seta­kosn­ing­arnar vestra í fyrra. Leið­togar flestra ríkj­anna innan NATO litu þannig á, eftir að járn­tjaldið féll, að ekki væri sama þörf og áður fyrir að halda uppi fjöl­mennum her. Mörg ríki skáru niður fjár­veit­ingar til her­mála, það bitn­aði ekki síst á tækja­kaup­um. Nið­ur­skurð­ur­inn jókst svo til muna eftir árið 2003. Umræðan um tvö pró­sentin var sprottin úr þessum jarð­vegi.

Hót­anir Trumps

Þótt fyrr­ver­andi for­setar Banda­ríkj­anna hafi verið ósáttir við nið­ur­skurð NATO ríkj­anna í Evr­ópu hafa þeir aldrei talað um annað en sam­stöðu: einn fyrir alla og allir fyrir einn. Fyrr en nú. Don­ald Trump hefur að und­an­förnu margoft sagt að það sé spurn­ing hversu miklar skuld­bind­ingar Banda­ríkja­menn vilji og geti tekið á sig gagn­vart þeim ríkjum sem ekki standi við tveggja pró­senta fram­lag­ið.  Þessar yfir­lýs­ingar for­set­ans hafa væg­ast sagt mælst illa fyrir hjá leið­togum ann­arra NATO ríkja sem segja þetta ekk­ert annað en hót­an­ir.

Af hverju tvö pró­sent?

Danska dag­blaðið Politi­ken fjall­aði fyrir nokkrum dögum ítar­lega um ,,t­veggja pró­senta ákvörð­un­ina“. Í sam­tölum við fyrr­ver­andi og núver­andi starfs­menn NATO hefur komið í ljós þegar þeir skoð­uðu fram­lög ríkj­anna til varn­ar­mála á árunum kringum alda­mót­in, og fram til árs­ins 2003, að í  flestum til­vikum námu fram­lögin í kringum tvö pró­sent. Sum ríki voru tals­vert undir tveimur pró­sentum og önnur nokkuð yfir. Þannig var við­miðið fund­ið. Don­ald Trump hefur hins­vegar talað um tvö pró­sentin sem fast­lagt árgjald sem flestir hafi svo svik­ist um að greiða.

Óeðli­legt við­mið

Í við­töl­um, meðal ann­ars við blaða­menn Politi­ken, hafa margir lýst þeirri skoðun að þjóð­ar­fram­leiðsla sé óeðli­legt við­mið þegar kemur að fram­lögum til varn­ar­mála. Bent hefur verið á að þegar kreppan skall á í Grikk­landi og þjóð­ar­fram­leiðslan hrundi var landið skyndi­lega komið langt yfir tveggja pró­senta við­mið­ið, þótt fram­lagið væri hið sama og áður. Svo annað dæmi sé nefnt hefur fram­lag Dana í krónum talið hækk­að, þótt pró­sentu­talan hafi lækk­að, aukin þjóð­ar­fram­leiðsla veldur þessu.

Nið­ur­staðan í Brus­sel

Eins og áður sagði ríkti mikil eft­ir­vænt­ing meðal leið­toga NATO ríkj­anna þegar Don­ald Trump hóf ræðu sína í nýjum höf­uð­stöðvum banda­lags­ins. Eft­irá voru flestir sáttir við sumt í ræðu for­set­ans, en ekki jafn hrifnir af öðru. Þau ummæli for­set­ans að af Rúss­landi stafi ógn þóttu jákvæð, eins þegar hann sagði að allir yrðu að standa saman í bar­átt­unni gegn hryðju­verk­um. Leið­tog­unum þótti líka gott að heyra að for­set­inn tal­aði á allt öðrum, og jákvæð­ari nótum um NATO, en hann hafði áður gert. Það nei­kvæða var umfjöll­unin (sem sumir köll­uðu skammar­ræðu) um fjár­málin og að hann skyldi ekki afdrátt­ar­laust lýsa yfir að NATO ríkin stæðu sam­an, öll sem eitt, ef á þyrfti að halda. Margir þjóð­ar­leið­tog­anna sem voru á fund­inum í Brus­sel hafa, í við­tölum heima fyr­ir, lýst sig sam­þykka því að auka fram­lög til varn­ar­mála, heims­myndin sé óneit­an­lega önnur en hún var fyrir örfáum árum. Einn ráðherranna sem var í Brus­sel orð­aði þessa breyttu heims­mynd svo: ,,rúss­neski björn­inn hefur rumskað og skriðið úr hýði sínu. Hvort og hvenær hann rís upp á aft­ur­lapp­irn­ar, rymur og slær með hramm­inum er óvíst. En ef það ger­ist er betra að vera við­bú­inn.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar