Segir meira gróða hér af Airbnb en annars staðar

Mikill vöxtur ferðaþjónustunnar hefur haft mikil neikvæða áhrif á húsnæðismarkaði, segir rannsakandi á málefnum ferðaþjónustunnar.

airbnb
Auglýsing

Íslenskir gest­gjafar græða ­meira á Air­bnb en kollegar þeirra í öðrum lönd­um  eða að með­al­tali 16.500 doll­ara, sem  jafn­gild­ir  1,6 milljón króna, á ári á hverja  íbúð í mið­bæn­um. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag, og er vitnað til rann­sóknar dr. Jer­oen A. Oskam, sem rann­sakað hefur þróun í ferða­þjón­ustu og stýrir und­ir­stofnun Stendan háskól­ans í Hollandi.

Heild­ar­tekjur reyk­vískra ­gest­gjafa voru 5,3 millj­arð­ar­ króna á síð­asta ári, að því er fram kemur í Frétta­blað­inu, en gróði þeirra sem leigja út í gegnum Air­bnb er sagður vera að með­al­tali um 350 þús­und krónum meiri á Íslandi en í vin­sælum hverfum í London. 

Gest­gjafar í Barcelona, sem hefur notið gríð­ar­lega mik­ils ferða­manna­straum­s um margra ára bil, græða um 8.600 doll­ara á ári, tæp­lega helm­ingi minna en íslenskir ­gest­gjaf­ar. „Það sem kemur mest á óvart varð- andi Reykja­vík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlut­fall gesta ­sem nota Air­bnb í engu sam­ræmi við aðrar borg­ir. Árið 2015 var 1,1 millj­- ón Air­bn­b-­gesta í Am­ster­dam en á sama tíma voru Air­bn­b-­gestir um 200 þús­und í Reykja­vík. Reykja­vík­ er einn sjötti af stærð Amster­dam,“ ­segir Oskam í við­tali við Frétta­blað­ið. 

Auglýsing

Oskam segir í við­tali við Frétta­blaðið að mik­ill vöxtur Air­bnb hafi nei­kvæðar hlið­ar­verk­anir á fast­eigna­mark­aði. „Þetta hefur nei­kvæð áhrif á hús­næð­is­mark­að­inn. Hús­næð­is­verð hækkar því leigj­endur eru í beinn­i ­sam­keppni við ferða­manna­straum­inn.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent