Ísland vann Króatíu með marki á lokamínútunni

Ísland vann loksins Króatíu með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrir framan troðfullan Laugardalsvöll.

Hörður Björgvin Magnússon skoraði mark Íslands.
Hörður Björgvin Magnússon skoraði mark Íslands.
Auglýsing

Ísland vann Króa­tíu á Laug­ar­dals­velli í kvöld 1-0 með marki Harðar Björg­vins Magn­ús­sonar á síð­ustu mín­útu leiks­ins. Um var að ræða sjötta leik beggja liða í und­ankeppni fyrir heims­meist­ar­mótið í knatt­spyrnu sem fer fram í Rúss­landi á næsta ári. Eftir leik­inn eru Króatar í efsta sæti rið­ils­ins með 13 stig en Ísland er í öðru sæt­inu með jafn mörg stig en lak­ari marka­tölu. Næsti leikur Íslands er gegn Finnum úti 2. sept­em­ber.

Veðrið gott og Laug­ar­dals­völlur auð­vitað troð­full­ur. Þótt mælir­inn sýndi 16 gráður var hins vegar að venju skít­kalt í stærri stúkunni, enda skuggi yfir henni. En kaffið í blaða­manna­stúkunni var enn jafn dásam­lega vont og veit­ing­arnar að mestu búnar þegar leið að leik, þannig að það var óhjá­kvæmi­legt að spara sér þau maga­vand­ræði.

Það er auð­vitað hell­ings­saga milli þjóð­anna tveggja á und­an­förnum árum. Króatar unnu Ísland í umspili um sæti á síð­ustu heims­meist­ara­keppni með því að sigra heima­leik sinn 2-0, eftir marka­laust jafn­tefli á Laug­ar­dals­velli. Um miðjan nóv­em­ber 2016 mætt­ust liðin svo í fyrri leik sínum í yfir­stand­andi und­ankeppni. Króa­tía vann þann leik 2-0. Ísland lék án nokk­­urra reglu­­legra byrj­­un­­ar­liðs­­manna í þeim leik. Fram­herj­­­arnir Kol­beinn Sig­þór­s­­son og Alfreð Finn­­boga­­son voru ekki með vegna meiðsla, eins og miðju­­mað­­ur­inn Emil Hall­freðs­­son. Ari Freyr Skúla­­son, vinstri bak­vörð­­ur, spil­aði heldur ekki en hann glímdi við sýk­ingu í fæti.

Auglýsing

Liðið nú var heil­legra, þótt Kol­beinn sé enn frá vegna meiðsla. Alfreð var með og bæði Birkir Bjarna­son og Jóhann Berg Guð­munds­son, sem glímt hafa við meiðsli eftir ára­mót, voru á sínum stað í byrj­un­ar­lið­inu. Það vakti hins vegar athygli að Ari Freyr byrj­aði ekki leik­inn, þrátt fyrir að vera leik­fær. Í hans stað byrj­aði Hörður Björg­vin Magn­ús­son í vinstri bak­verð­in­um. Þá spil­aði Gylfi Sig­urðs­son í fremstu víg­línu en ekki á miðj­unni líkt og hann er van­ur. Þess í stað lék Emil Hall­freðs­son, sem hefur leikið mjög vel fyrir Udi­nese í efstu deild á Ítal­íu, á mið­svæð­inu ásamt Aroni Ein­ari Gunn­ars­syni. Vörnin var að öðru leyti hefð­bund­in, þ.e. fyrir utan fjar­veru Ara Freys.

Fyrir leik­inn voru liðin tvö í efstu sætum I-rið­ils. Króa­tía á toppnum með 13 stig en Íslands í öðru sæti með 10 stig. Úkra­ína kom sér reyndar einu stigi fyrir ofan Ísland með 1-2 úti­sigri á Finnum fyrr í dag, en þá aug­ljós­lega með einum leik meira leikn­um.

Press­að, hægt á og loks­ins skorað

Ísland byrj­aði með látum og press­aði Króata fram­ar­lega á vell­in­um. Emil Hall­freðs­son fór mik­inn og náði að hleypa lífi í stúk­una með hálf­færi og svo kröft­ugu hlaupi upp kant­inn. Hvor­ugt skil­aði þó neinu.

Fátt annað mark­vert gerð­ist framan af fyrri hálf­leik. Íslend­ingar voru betri og héldu bolta vel. Liðið press­aði annað veifið og gerði það með miklum sóma. Þess á milli hægði liðið á leiknum þegar hent­aði. Báðar þessar áherslur virt­ust henta Króötum illa.

Gylfi átti tvær hættu­legar auka­spyrnur þegar leið á hálf­leik­inn. Hann skaut úr annarri og bolt­inn fór rétt fram hjá. Hin flaut glæsi­lega inn á svæðið milli mark­varðar og varnar en ein­hvern veg­inn náði eng­inn íslensku leik­mann­anna sem voru í hlaupum að tengja.

Seinni hálf­leikur hófst í takt við þann fyrri, Ísland með frum­kvæðið en lítil mark­verð hætta sem skap­að­ist við hvor­ugt mark­ið. Það breytt­ist á 55 mín­útu þegar Per­isic áttu hættu­lega fyr­ir­gjöf sem mætt var á mark­teig af Kal­inic en bolt­inn fór rétt fram hjá. Íslend­ingar brun­uðu upp völl­inn og Birkir Bjarna­son átti lík­lega hættu­leg­asta skot liðs­ins fram til þessa, en það fór líka rétt fram hjá.

Aron Einar Gunnarsson er fyrirliði Íslands.

Leik­ur­inn breytti aðeins um takt þegar líða tók á síð­ari hálf­leik og Króatar fóru að taka meira og meira yfir sam­hliða því að íslenska liðið varð þreytt­ara. Á 66 mín­útu áttu þeir hættu­legt lang­skot sem Hannes Þór Hall­dórs­son þurfti að hafa sig allan við til að verja.

Við tók hræði­leg­ur, eða dásam­leg­ur, kafli þar sem ekk­ert gekk á báða bóga. Mikið af háum og löngum bolt­um, mis­heppn­uðum send­ingum og tæpum tæk­ling­um. Ísland átti svo góða skynd­i­sókn á 79 mín­útu en Gylfi skaut yfir úr þröngu færi eftir að hafa verið tíaður upp af Jóhann Berg Guð­munds­syni. Gylfi átti annað ágæt­is­færi undir lok leiks en inn vildi bolt­inn ekki. Jóhann Berg fékk dauða­færi undir lok leiks sem mark­vörður Króata varði í horn. Úr horn­inu skor­aði svo Hörður Björg­vin Magn­ús­son, af öllum mönn­um, sig­ur­mark­ið.

Leikmenn Íslands fagna eftir að flautað var til leiksloka.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent