#dómsmál#viðskipti

Fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore stefnir fyrirtækinu

Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu vegna meintra vanefnda í uppsagnarfresti. Fáfnir Offshore hefur gert gagnkröfu á Steingrím, meðal annars fyrir brot á trúnaðarskyldu.

Polarsyssel er eina skip Fáfnis Offshore sem er fullsmíðað og með verkefni.
Polarsyssel er eina skip Fáfnis Offshore sem er fullsmíðað og með verkefni.

Stein­grímur Erlings­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Fáfnis Offs­hore, hefur stefnt fyr­ir­tæk­inu og vill að það greiði sér sex mán­aða upp­sagna­frest og orlof. Málið verður tekið fyrir í hér­aðs­dómi Reykja­víkur 22. júní næst­kom­andi. Núver­andi stjórn­endur Fáfnis hafna þessu og gera gagn­kröfu á Stein­grím. Þeir telja að hann hafi ekki staðið við skyldur sínar á upp­sagn­ar­fresti. Stein­grímur hafi brotið trún­að­ar­skyldu og tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis án leyfis þegar hann hætti störf­um. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Stjórn Fáfnis Offs­hore rak Stein­grím, sem var bæði for­­stjóri og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, um miðjan des­em­ber 2015. Heim­ildir Kjarn­ans hermdu að miklir sam­­starfs­erf­ið­­leikar hefðu verið milli stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms und­an­far­ið.

Fáfnir Offs­hore sér­­hæfir sig í þjón­­ustu við olíu- og gas­­bor­p­alla auk ann­­arra verk­efna á norð­lægum slóð­­um.  Stein­grím­­ur, sem á enn 21 pró­­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, stofn­aði það árið 2012.

Auglýsing

Var talað um að skrá fyr­ir­tækið á markað

Síðla árs 2014 þótti Fáfn­ir Offs­hore afar áhuga­verður fjár­fest­inga­kost­ur. Íslenskir fjár­­­fest­­ar, aðal­­­lega líf­eyr­is­­sjóðir í gegnum fram­taks­­sjóði, keppt­ust við að fjár­­­festa í fyr­ir­tæk­inu fyrir millj­­arða króna. Það var „hiti“ í kringum fyr­ir­tækið og menn létu það ekk­ert mikið á sig fá þótt heims­­mark­aðs­verð á olíu hefði hrunið úr um 115 dölum á tunnu sum­­­arið 2014 í um 60 dali í jan­úar 2015. Her­­mann Þór­is­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Horns II, tal­aði meira að segja um það í við­tali við Mark­að­inn, fylg­i­­blað Frétta­­blaðs­ins um efna­hags­­mál og við­­skipti, í þeim mán­uði að Fáfnir væri „fyr­ir­tæki sem mjög áhuga­vert væri að sjá fara á mark­að. Vissu­­lega eru erf­iðar mark­aðs­að­­stæður í olíu­­­geir­­anum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir sex mán­uð­u­m.“ Her­­mann sagði að ef ytri aðstæður myndu batna þá gæti Fáfn­ir Offs­hore vel verið nógu stórt til að fara á mark­að.

Ári síðar var heims­­mark­aðs­verð á olíu komið niður í 26,7 dali á tunnu. Það er tæp­­lega fjórð­ungur þess sem það var sum­­­arið 2014. Þum­al­putta­reglan er sú að til að olíu­­vinnsla á norð­lægum slóðum borgi sig þurfi heims­­mark­aðs­verð á olíu að vera að minnsta kosti 60 dalir á tunnu. Tugir skipa sem gera út á sama markað og Fáfn­ir Offs­hore hefur verið lagt og fyr­ir­tækin sem eiga þau glíma nú við mik­inn rekstr­­ar­­vanda. Þá hefur olíu­­­borpöllum í Norð­­ur­­sjó fækkað mik­ið.

Skip sem kost­aði yfir fimm millj­­arða

Fáfn­ir Offs­hore á skip­ið Pol­­ar­­sys­­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­­arða króna og er dýrasta skip Íslands­­­sög­unn­­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með þjón­ust­u­­samn­ing við sýslu­emb­ættið á Sval­barða til tíu ára um birgða­­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit. Sá samn­ingur gengur út á að sýslu­­manns­emb­ættið hefur skipið til umráða að lág­­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uði árs­ins stóð til að nota skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­­að­inum í Norð­­ur­­sjó.

Í októ­ber 2015 var gerður nýr samn­ingur við sýslu­­manns­emb­ættið á Sval­barða. Hann átti að tryggja Pol­­ar­­sys­­sel verk­efni í níu mán­uði á ári og var síðan stað­­festur í febr­­úar 2016. Þessi samn­ingur er eina verk­efni Fáfn­is Offs­hore sem stendur og því gríð­­ar­­lega mik­il­væg­­ur.  

Fáfn­ir Offs­hore var stór­huga verk­efni og fyr­ir­tækið ætl­­aði sér stóra hlut­i. ­Stein­grím­­ur, sem stofn­aði fyr­ir­tæk­ið, þykir mjög dríf­andi eld­hugi og náði að sann­­færa ansi marga á árinu 2014 um þau tæki­­færi sem biðu handan við horn­ið. Í nóv­­em­ber 2014 var Stein­grímur við­­mæl­andi á fræðslu­fundi VÍB, sem er hluti af Íslands­­­banka. Þar sagði hann meðal ann­­ars að Fáfn­ir Offs­hore stefndi að því að vera með 3-4 skip í rekstri á næstu árum. Úr því varð hins vegar ekki og Fáfnir Offs­hore tap­aði um tveimur millj­örðum króna á árinu 2015.

Afhend­ing á seinna skipi Fáfnis tafð­ist mikið

Sam­hliða lækk­­and­i ol­­íu­verð­i jókst vandi Fáfn­is Offs­hore jafnt og þétt. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun des­em­ber 2015 að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfn­is Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. Skipið átti að afhend­­ast í mars 2016 en sam­­kvæmt sam­komu­lagi milli Fáfnis og norsku skipa­­smíða­­stöðv­­­ar­inn­ar Hay­vard Ship Technologies AS var síðar ákveðið að afhend­ing þess myndi frest­­ast fram til jún­í­mán­aðar 2017. Í fyrra­haust var enn ákveðið að fresta afhend­ingu skips­ins, nú til apríl 2019. Því sam­komu­lagi fylgdi þó krafa um að gengið yrði frá fyr­ir­fram­greiðslu á hluta ­kaup­verðs­ins í byrjun jan­úar 2017. Það gekk ekki eftir og í febr­úar 2017 var til­kynnt að Hay­vard hefði rift samn­ingum við Fáfni Offs­hore, að skipa­smíða­stöð­inn ætli að sækja bætur og selja skip­ið, sem er að hluta byggt, upp í skuld­­ir.

Á enn hlut í fyr­ir­tæk­inu

Stein­grím­­ur, sem á enn 21 pró­­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu sam­­kvæmt fyr­ir­tækja­­skrá, stofn­aði Fáfni Offs­hore árið 2012. Hann reyndi í jan­úar 2016 að kaupa hlut tveggja stærstu hlut­hafa Fáfn­is Offs­hore, sjóð­anna Akurs og Horns II, sem eru í eigu íslenskra líf­eyr­is­­sjóða, banka og VÍS, fyrir brota­brot af því fé sem sjóð­irnir hafa lagt í fyr­ir­tæk­ið. Sam­­kvæmt fréttum DV um málið hafði Stein­grímur tryggt sér fjár­­­mögnun hjá kanadíska fjár­­­mála­­fyr­ir­tæk­inu Prospect Fin­ancial Group. Hall­­dór J. Krist­jáns­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Lands­­banka Íslands, er starfs­­mað­ur Prospect Fin­ancial Group. Til­­­boð­i ­Stein­gríms var hafn­að.

Íslenskir bankar tapa á íslensku olíu­­út­­rásinni

Íslenskir bankar veðj­uðu umtals­verðum fjár­­munum á útrás í norska olíu­­iðn­­að­inn. bæði Arion banki og Íslands­­­banki lán­uðu sam­tals um 5,7 millj­­arða króna á árunum 2013 og 2014 til norska félags­­ins Havila Shipp­ing ASA, sem var end­ur­skipu­lagt í fyrra vegna slæmrar fjár­hags­stöðu.

Íslands­­­­­banki hefur ekki viljað upp­­­lýsa um hvert ætlað tap bank­ans á lánum til Havila er. Í árs­­­reikn­ingi bank­ans fyrir árið 2015, sem birtur var í febr­­­úar 2016,  kom fram að bank­inn hefði bók­að virð­is­rýrnun á stöðu sína á lánum til fyr­ir­tækja sem þjón­usta olíu­­­­iðn­­­­að­inn. ­Ljóst er að sú rýrnun snýr að ann­­­­ars vegar að lánum til Havila og hins vegar til Fáfn­is Offs­hore, sem Íslands­­­banki fjár­­­magn­aði. Í reikn­ingnum kom fram að eitt pró­­­­sent af útlána­safni bank­ans var til fyr­ir­tækja ­sem þjón­usta olíu­­­­iðn­­­­að­inn. Alls voru útlán til við­­­­skipta­vina 665,7 millj­­­­arð­­­­ar­ króna um síð­­­­­­­ustu ára­­­­mót og því námu lán til geirans tæpum sjö millj­­­­örðum króna.

Í árs­­­reikn­ingi Arion banka fyrir árið 2015 kom fram að bank­inn hafði fært veru­­­­lega var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu á lán til­ er­­­­lendra fyr­ir­tækja í þjón­ust­u­­­­starf­­­­semi tengdri olíu­­­­­­­leit, í kjöl­far erf­ið­­­­leika á þeim mark­aði, á síð­­­­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015. 

Ekki var til­­­­­greint um hversu mikið lánið var fært niður en þar kom hins vegar fram að hrein virð­is­breyt­ing lána var 3,1 millj­­­­arður króna á árinu. Í af­komutil­kynn­ingu Arion banka sagði að nið­­­­ur­­­­færsl­­­­urnar séu að mestu vegna láns­ins til Havila og á lánum sem bank­inn ­yf­­­­ir­tók frá AFL –spari­­­­­­­sjóði á árinu 2015.

Sam­­­­kvæmt árs­­­­reikn­ingi voru lánin sem komu frá AFLi færð ­niður á öðrum árs­fjórð­ungi síð­­­­asta árs. Um þriggja millj­­­­arða króna var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færsla var færð á efna­hags­­­­reikn­ing bank­ans á fjórða árs­fjórð­ungi. Sú ­nið­­­­ur­­­­færsla er því að mestu leyti vegna láns­ins til Havila og ljóst að bank­inn ­reiknar með miklum afföllum vegna þess.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Öðruvísi húðflúrstofa ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmi án endurgjalds
Emilia Dungal vinnur að hópfjármögnun í gegnum Karolina Fund til að opna húðflúrstofu. Hún ætlar að flúra fólk með sjálfsofnæmissjúkdóma án endurgjalds og gefa þeim sem vilja hylja erfið gömul húðflúr góðan afslátt.
24. júní 2017
Klíkuskapur í atvinnulífinu á Íslandi
Líklegt er að klíkuskapur ríki í valdamiklum stöðum úr viðskipta- og atvinnulífinu hér á landi, samkvæmt nýbirtri grein í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla.
24. júní 2017
Þorsteinn Pálsson.
Grein Þorsteins á Kjarnanum gagnrýnd í veiðigjaldanefnd
Þrír fulltrúar í nefnd sem á að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni hafa bókað harða gagnrýni á formann hennar. Ástæða bókunarinnar er grein sem hann skrifaði á Kjarnann.
24. júní 2017
„Meiri tortryggni og reiði innan Sjálfstæðisflokksins en ég átti von á“
Benedikt Jóhannesson hefur verið fjármála- og efnahagsráðherra í fimm mánuði. Hann segir að Bjarni Benediktsson hafi ekki lokað á markaðsleið í sjávarútvegi í stjórnarmyndunarviðræðum og að krónan sé alvarlegasta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
24. júní 2017
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
43 þúsund tonn af mat fara í ruslið frá IKEA
IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.
24. júní 2017
Fréttastofan Bloomberg segir hugsanlegt að FL Group hafi verið styrkt af rússneskum óligörkum.
Ráðleggur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka FL Group
Í nýrri grein sem birtist á Bloomberg- fréttasíðunni var sagt frá því að grunur leiki á um að FL group hafi verið milliliður í fjártengslum Donald Trump við rússneska auðjöfra.
23. júní 2017
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands
Ekki búist við endalokum reiðufjár
Hugmyndir fjármálaráðuneytisins um minnkun seðla í umferð og rafvæðingu gjaldeyris hafa áður komið fram á Indlandi og í Svíþjóð. Ekki er hins vegar búist við því að endalok reiðufjár muni líta dagsins ljós á Íslandi á næstunni.
23. júní 2017
Formaður Lögmannafélagsins: „Ráðherra mistókst“
Reimar Pétursson hrl. segir Alþingi hafa skort skilning á ýmsu því sem til álita kom við skipan 15 dómara við Landsrétt.
23. júní 2017
Meira úr sama flokkiInnlent