Fyrrverandi forstjóri Fáfnis Offshore stefnir fyrirtækinu

Steingrímur Erlingsson, stofnandi Fáfnis Offshore, hefur stefnt fyrirtækinu vegna meintra vanefnda í uppsagnarfresti. Fáfnir Offshore hefur gert gagnkröfu á Steingrím, meðal annars fyrir brot á trúnaðarskyldu.

Polarsyssel er eina skip Fáfnis Offshore sem er fullsmíðað og með verkefni.
Polarsyssel er eina skip Fáfnis Offshore sem er fullsmíðað og með verkefni.
Auglýsing

Stein­grímur Erlings­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Fáfnis Offs­hore, hefur stefnt fyr­ir­tæk­inu og vill að það greiði sér sex mán­aða upp­sagna­frest og orlof. Málið verður tekið fyrir í hér­aðs­dómi Reykja­víkur 22. júní næst­kom­andi. Núver­andi stjórn­endur Fáfnis hafna þessu og gera gagn­kröfu á Stein­grím. Þeir telja að hann hafi ekki staðið við skyldur sínar á upp­sagn­ar­fresti. Stein­grímur hafi brotið trún­að­ar­skyldu og tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis án leyfis þegar hann hætti störf­um. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Stjórn Fáfnis Offs­hore rak Stein­grím, sem var bæði for­­stjóri og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins, um miðjan des­em­ber 2015. Heim­ildir Kjarn­ans hermdu að miklir sam­­starfs­erf­ið­­leikar hefðu verið milli stjórnar Fáfnis Offs­hore og Stein­gríms und­an­far­ið.

Fáfnir Offs­hore sér­­hæfir sig í þjón­­ustu við olíu- og gas­­bor­p­alla auk ann­­arra verk­efna á norð­lægum slóð­­um.  Stein­grím­­ur, sem á enn 21 pró­­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu, stofn­aði það árið 2012.

Auglýsing

Var talað um að skrá fyr­ir­tækið á markað

Síðla árs 2014 þótti Fáfn­ir Offs­hore afar áhuga­verður fjár­fest­inga­kost­ur. Íslenskir fjár­­­fest­­ar, aðal­­­lega líf­eyr­is­­sjóðir í gegnum fram­taks­­sjóði, keppt­ust við að fjár­­­festa í fyr­ir­tæk­inu fyrir millj­­arða króna. Það var „hiti“ í kringum fyr­ir­tækið og menn létu það ekk­ert mikið á sig fá þótt heims­­mark­aðs­verð á olíu hefði hrunið úr um 115 dölum á tunnu sum­­­arið 2014 í um 60 dali í jan­úar 2015. Her­­mann Þór­is­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Horns II, tal­aði meira að segja um það í við­tali við Mark­að­inn, fylg­i­­blað Frétta­­blaðs­ins um efna­hags­­mál og við­­skipti, í þeim mán­uði að Fáfnir væri „fyr­ir­tæki sem mjög áhuga­vert væri að sjá fara á mark­að. Vissu­­lega eru erf­iðar mark­aðs­að­­stæður í olíu­­­geir­­anum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir sex mán­uð­u­m.“ Her­­mann sagði að ef ytri aðstæður myndu batna þá gæti Fáfn­ir Offs­hore vel verið nógu stórt til að fara á mark­að.

Ári síðar var heims­­mark­aðs­verð á olíu komið niður í 26,7 dali á tunnu. Það er tæp­­lega fjórð­ungur þess sem það var sum­­­arið 2014. Þum­al­putta­reglan er sú að til að olíu­­vinnsla á norð­lægum slóðum borgi sig þurfi heims­­mark­aðs­verð á olíu að vera að minnsta kosti 60 dalir á tunnu. Tugir skipa sem gera út á sama markað og Fáfn­ir Offs­hore hefur verið lagt og fyr­ir­tækin sem eiga þau glíma nú við mik­inn rekstr­­ar­­vanda. Þá hefur olíu­­­borpöllum í Norð­­ur­­sjó fækkað mik­ið.

Skip sem kost­aði yfir fimm millj­­arða

Fáfn­ir Offs­hore á skip­ið Pol­­ar­­sys­­sel, sem kost­aði yfir fimm millj­­arða króna og er dýrasta skip Íslands­­­sög­unn­­ar. Það skip var afhent haustið 2014 og er með þjón­ust­u­­samn­ing við sýslu­emb­ættið á Sval­barða til tíu ára um birgða­­flutn­inga og örygg­is­eft­ir­lit. Sá samn­ingur gengur út á að sýslu­­manns­emb­ættið hefur skipið til umráða að lág­­marki í 180 daga á ári, eða sex mán­uði. Hina sex mán­uði árs­ins stóð til að nota skipið í verk­efni tengdum olíu- og gas­iðn­­að­inum í Norð­­ur­­sjó.

Í októ­ber 2015 var gerður nýr samn­ingur við sýslu­­manns­emb­ættið á Sval­barða. Hann átti að tryggja Pol­­ar­­sys­­sel verk­efni í níu mán­uði á ári og var síðan stað­­festur í febr­­úar 2016. Þessi samn­ingur er eina verk­efni Fáfn­is Offs­hore sem stendur og því gríð­­ar­­lega mik­il­væg­­ur.  

Fáfn­ir Offs­hore var stór­huga verk­efni og fyr­ir­tækið ætl­­aði sér stóra hlut­i. ­Stein­grím­­ur, sem stofn­aði fyr­ir­tæk­ið, þykir mjög dríf­andi eld­hugi og náði að sann­­færa ansi marga á árinu 2014 um þau tæki­­færi sem biðu handan við horn­ið. Í nóv­­em­ber 2014 var Stein­grímur við­­mæl­andi á fræðslu­fundi VÍB, sem er hluti af Íslands­­­banka. Þar sagði hann meðal ann­­ars að Fáfn­ir Offs­hore stefndi að því að vera með 3-4 skip í rekstri á næstu árum. Úr því varð hins vegar ekki og Fáfnir Offs­hore tap­aði um tveimur millj­örðum króna á árinu 2015.

Afhend­ing á seinna skipi Fáfnis tafð­ist mikið

Sam­hliða lækk­­and­i ol­­íu­verð­i jókst vandi Fáfn­is Offs­hore jafnt og þétt. Kjarn­inn greindi frá því í byrjun des­em­ber 2015 að afhend­ing á Fáfni Vik­ing, skipi í eigu Fáfn­is Offs­hore, hafi verið frestað í annað sinn. Skipið átti að afhend­­ast í mars 2016 en sam­­kvæmt sam­komu­lagi milli Fáfnis og norsku skipa­­smíða­­stöðv­­­ar­inn­ar Hay­vard Ship Technologies AS var síðar ákveðið að afhend­ing þess myndi frest­­ast fram til jún­í­mán­aðar 2017. Í fyrra­haust var enn ákveðið að fresta afhend­ingu skips­ins, nú til apríl 2019. Því sam­komu­lagi fylgdi þó krafa um að gengið yrði frá fyr­ir­fram­greiðslu á hluta ­kaup­verðs­ins í byrjun jan­úar 2017. Það gekk ekki eftir og í febr­úar 2017 var til­kynnt að Hay­vard hefði rift samn­ingum við Fáfni Offs­hore, að skipa­smíða­stöð­inn ætli að sækja bætur og selja skip­ið, sem er að hluta byggt, upp í skuld­­ir.

Á enn hlut í fyr­ir­tæk­inu

Stein­grím­­ur, sem á enn 21 pró­­sent hlut í fyr­ir­tæk­inu sam­­kvæmt fyr­ir­tækja­­skrá, stofn­aði Fáfni Offs­hore árið 2012. Hann reyndi í jan­úar 2016 að kaupa hlut tveggja stærstu hlut­hafa Fáfn­is Offs­hore, sjóð­anna Akurs og Horns II, sem eru í eigu íslenskra líf­eyr­is­­sjóða, banka og VÍS, fyrir brota­brot af því fé sem sjóð­irnir hafa lagt í fyr­ir­tæk­ið. Sam­­kvæmt fréttum DV um málið hafði Stein­grímur tryggt sér fjár­­­mögnun hjá kanadíska fjár­­­mála­­fyr­ir­tæk­inu Prospect Fin­ancial Group. Hall­­dór J. Krist­jáns­­son, fyrr­ver­andi banka­­stjóri Lands­­banka Íslands, er starfs­­mað­ur Prospect Fin­ancial Group. Til­­­boð­i ­Stein­gríms var hafn­að.

Íslenskir bankar tapa á íslensku olíu­­út­­rásinni

Íslenskir bankar veðj­uðu umtals­verðum fjár­­munum á útrás í norska olíu­­iðn­­að­inn. bæði Arion banki og Íslands­­­banki lán­uðu sam­tals um 5,7 millj­­arða króna á árunum 2013 og 2014 til norska félags­­ins Havila Shipp­ing ASA, sem var end­ur­skipu­lagt í fyrra vegna slæmrar fjár­hags­stöðu.

Íslands­­­­­banki hefur ekki viljað upp­­­lýsa um hvert ætlað tap bank­ans á lánum til Havila er. Í árs­­­reikn­ingi bank­ans fyrir árið 2015, sem birtur var í febr­­­úar 2016,  kom fram að bank­inn hefði bók­að virð­is­rýrnun á stöðu sína á lánum til fyr­ir­tækja sem þjón­usta olíu­­­­iðn­­­­að­inn. ­Ljóst er að sú rýrnun snýr að ann­­­­ars vegar að lánum til Havila og hins vegar til Fáfn­is Offs­hore, sem Íslands­­­banki fjár­­­magn­aði. Í reikn­ingnum kom fram að eitt pró­­­­sent af útlána­safni bank­ans var til fyr­ir­tækja ­sem þjón­usta olíu­­­­iðn­­­­að­inn. Alls voru útlán til við­­­­skipta­vina 665,7 millj­­­­arð­­­­ar­ króna um síð­­­­­­­ustu ára­­­­mót og því námu lán til geirans tæpum sjö millj­­­­örðum króna.

Í árs­­­reikn­ingi Arion banka fyrir árið 2015 kom fram að bank­inn hafði fært veru­­­­lega var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færslu á lán til­ er­­­­lendra fyr­ir­tækja í þjón­ust­u­­­­starf­­­­semi tengdri olíu­­­­­­­leit, í kjöl­far erf­ið­­­­leika á þeim mark­aði, á síð­­­­asta árs­fjórð­ungi árs­ins 2015. 

Ekki var til­­­­­greint um hversu mikið lánið var fært niður en þar kom hins vegar fram að hrein virð­is­breyt­ing lána var 3,1 millj­­­­arður króna á árinu. Í af­komutil­kynn­ingu Arion banka sagði að nið­­­­ur­­­­færsl­­­­urnar séu að mestu vegna láns­ins til Havila og á lánum sem bank­inn ­yf­­­­ir­tók frá AFL –spari­­­­­­­sjóði á árinu 2015.

Sam­­­­kvæmt árs­­­­reikn­ingi voru lánin sem komu frá AFLi færð ­niður á öðrum árs­fjórð­ungi síð­­­­asta árs. Um þriggja millj­­­­arða króna var­úð­­­­ar­n­ið­­­­ur­­­­færsla var færð á efna­hags­­­­reikn­ing bank­ans á fjórða árs­fjórð­ungi. Sú ­nið­­­­ur­­­­færsla er því að mestu leyti vegna láns­ins til Havila og ljóst að bank­inn ­reiknar með miklum afföllum vegna þess.

Meira úr sama flokkiInnlent