Lögmaður Sepp Blatter ver Mike Pence

Lögmaður Sepp Blatters aðstoðar varaforseta Bandaríkjanna vegna rannsóknar á leynimakki með Rússum.

Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump. Pence hefur staðið fast að baki Trump.
Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump. Pence hefur staðið fast að baki Trump.
Auglýsing

Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hefur ráðið sér per­sónu­legan lög­mann til þess að hjálpa sér við að svara spurn­ingum rann­sóknar Robert Mueller á hugs­an­legu leyni­makki milli rúss­neskra yfir­valda og for­seta­fram­boðs Don­alds Trump.

Í yfir­lýs­ingu frá skrif­stofu vara­for­set­ans segir að Pence hafi rætt við nokkra lög­menn áður en hann valdi Ric­hard Cul­len, lög­mann sem sér­hæfir sig í vörn emb­ætt­is­manna og opin­berra per­sóna.

Richard CullenCul­len var verj­andi Sepp Blatt­er, fyrr­ver­andi for­seta alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, þegar Blatter var til rann­sóknar hjá banda­rískum yfir­völdum vegna spill­ing­ar­mála.

Með þessu er Pence að taka svipuð skref og Don­ald Trump, sem hefur þegar ráðið sér per­sónu­legan lög­mann til þess að ann­ast fyr­ir­spurnir vegna rann­sóknar á meintum Rússa­tengsl­um.

Pence hefur staðið fast að baki Trump síðan þeir sóru emb­ætt­is­eið 20. jan­úar síð­ast­lið­inn. Um ákvörðun for­set­ans að víkja James Comey úr starfi for­stjóra alrík­is­lög­regl­unnar FBI sagði Pence, til dæm­is, að Trump hafi „tekið rétta ákvörðun á réttum tíma“. Hann lof­aði Trump svo fyrir að sýna „styrka og ein­beitta for­ystu sem end­ur­nýjar traust og trúnað Banda­ríkja­manna á FBI“.

Auglýsing

Mueller rann­sakar tengsl og yfir­hylm­ingar

Robert Mueller rann­sakar nú hver, ef ein­hver, tengsl for­seta­fram­boðs Don­alds Trump var við rúss­nesk yfir­völd og við­brögð for­set­ans og stjórnar hans við rann­sókn FBI á tengsl­un­um.

­Mark­mið rann­sókn­ar­innar er, sam­kvæmt heim­ildum Reuters, að kom­ast að því hvort ein­hver úr fram­boði Trumps eða úr við­skipta­veldi hans hafi átt í ólög­legum sam­skiptum við rúss­neska emb­ætt­is­menn eða haft önnur tengsl við stjórn­völd í Kreml.

Þá er það einnig mark­miðið að kom­ast að því hvort ein­hver brot hafi verið framin og hvort Trump sjálfur eða aðrir hafi reynt að hylma yfir brot sín og ætlað þannig að hindra rann­sókn­ina á ein­hvern hátt.

Það þykir mjög ólík­legt að sitj­andi for­seti muni nokkurn tíma verða leiddur fyrir dóm­ara vegna þeirra brota sem nú er kannað hvort hafi verið fram­in. Ef vís­bend­ingar finn­ast um að slík brot hafi verið framin gæti það hins vegar orðið grund­völlur fyrir því að banda­ríska þingið ákveði að víkja Don­ald Trump úr emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna. Það er hins vegar mjög ólík­legt að þingið ákveði að grípa til þess að víkja for­set­anum úr emb­ætti, enda ráða flokks­fé­lagar Trumps meiri­hlut­anum í full­trúa­deild þings­ins.

Mike Pence er að undirbúa svör sín við spurningum Mueller-rannsóknarinnar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent