Lögmaður Sepp Blatter ver Mike Pence

Lögmaður Sepp Blatters aðstoðar varaforseta Bandaríkjanna vegna rannsóknar á leynimakki með Rússum.

Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump. Pence hefur staðið fast að baki Trump.
Mike Pence er varaforseti Bandaríkjanna í stjórn Donalds Trump. Pence hefur staðið fast að baki Trump.
Auglýsing

Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hefur ráðið sér per­sónu­legan lög­mann til þess að hjálpa sér við að svara spurn­ingum rann­sóknar Robert Mueller á hugs­an­legu leyni­makki milli rúss­neskra yfir­valda og for­seta­fram­boðs Don­alds Trump.

Í yfir­lýs­ingu frá skrif­stofu vara­for­set­ans segir að Pence hafi rætt við nokkra lög­menn áður en hann valdi Ric­hard Cul­len, lög­mann sem sér­hæfir sig í vörn emb­ætt­is­manna og opin­berra per­sóna.

Richard CullenCul­len var verj­andi Sepp Blatt­er, fyrr­ver­andi for­seta alþjóða knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, þegar Blatter var til rann­sóknar hjá banda­rískum yfir­völdum vegna spill­ing­ar­mála.

Með þessu er Pence að taka svipuð skref og Don­ald Trump, sem hefur þegar ráðið sér per­sónu­legan lög­mann til þess að ann­ast fyr­ir­spurnir vegna rann­sóknar á meintum Rússa­tengsl­um.

Pence hefur staðið fast að baki Trump síðan þeir sóru emb­ætt­is­eið 20. jan­úar síð­ast­lið­inn. Um ákvörðun for­set­ans að víkja James Comey úr starfi for­stjóra alrík­is­lög­regl­unnar FBI sagði Pence, til dæm­is, að Trump hafi „tekið rétta ákvörðun á réttum tíma“. Hann lof­aði Trump svo fyrir að sýna „styrka og ein­beitta for­ystu sem end­ur­nýjar traust og trúnað Banda­ríkja­manna á FBI“.

Auglýsing

Mueller rann­sakar tengsl og yfir­hylm­ingar

Robert Mueller rann­sakar nú hver, ef ein­hver, tengsl for­seta­fram­boðs Don­alds Trump var við rúss­nesk yfir­völd og við­brögð for­set­ans og stjórnar hans við rann­sókn FBI á tengsl­un­um.

­Mark­mið rann­sókn­ar­innar er, sam­kvæmt heim­ildum Reuters, að kom­ast að því hvort ein­hver úr fram­boði Trumps eða úr við­skipta­veldi hans hafi átt í ólög­legum sam­skiptum við rúss­neska emb­ætt­is­menn eða haft önnur tengsl við stjórn­völd í Kreml.

Þá er það einnig mark­miðið að kom­ast að því hvort ein­hver brot hafi verið framin og hvort Trump sjálfur eða aðrir hafi reynt að hylma yfir brot sín og ætlað þannig að hindra rann­sókn­ina á ein­hvern hátt.

Það þykir mjög ólík­legt að sitj­andi for­seti muni nokkurn tíma verða leiddur fyrir dóm­ara vegna þeirra brota sem nú er kannað hvort hafi verið fram­in. Ef vís­bend­ingar finn­ast um að slík brot hafi verið framin gæti það hins vegar orðið grund­völlur fyrir því að banda­ríska þingið ákveði að víkja Don­ald Trump úr emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna. Það er hins vegar mjög ólík­legt að þingið ákveði að grípa til þess að víkja for­set­anum úr emb­ætti, enda ráða flokks­fé­lagar Trumps meiri­hlut­anum í full­trúa­deild þings­ins.

Mike Pence er að undirbúa svör sín við spurningum Mueller-rannsóknarinnar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent