Ómar nýr forstjóri Securitas

Tilkynnt var um það fyrr í dag að Ómar Svavarsson væri hættur störfum hjá Sjóvá. Nú liggur fyrir að hann er að taka við stýringu hjá Securitas.

Auglýsing
Ómar Svavarsson
Ómar Svavarsson

Ómar Svav­ars­son hef­ur ver­ið ráð­inn ­for­stjóri ­Secur­it­a­s. Hann ­tek­ur við ­starf­in­u af Guð­mund­i ­Ara­syni sem læt­ur af  ­störf­um eft­ir að hafa ­starfað hjá ­fé­lag­in­u um ára­bil. Ómar hef­ur frá ár­in­u 2015 ­geng­t ­starf­i fram­kvæmda­stjóra ­sölu og ráð­gjaf­ar hjá ­Sjó­vá­. Hann var áð­ur­ ­for­stjóri  Voda­fo­ne á ár­un­um 2009‐2014. Óm­ar er við­skipta­fræð­ing­ur Cand Oecon frá Há­skóla Ís­lands. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ing­u. 

Fyrr í dag var greint frá því að Ómar hefði sagt starfi sínu lausu hjá Sjóvá en honum hefur boð­ist starfstil­­boð á öðrum vett­vangi. Það kom fram í til­­kynn­ingu Sjó­vár til kaup­hall­­ar­inn­­ar.

Ómar mun láta af störfum hjá Sjóvá á næstu dög­­um. Mál­efni  sölu og ráð­gjafar munu tíma­bundið heyra undir Her­­mann Björns­­son, for­­stjóra Sjó­vá. 

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent