Ómar Svavarsson hættur og með tilboð á öðrum vettvangi

Framkvæmdastjóri sölu- og Sjóvar hefur sagt starfi sínu lausu.

Ómar Svavarsson var forstjóri Vodafone þegar það félag var skráð í Kauphöll Íslands. Nú er hann hluthafi í Símanum.
Auglýsing

Ómar Svav­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu og ráð­gjaf­ar, hefur sagt starfi sínu lausu hjá Sjóvá en honum hefur boð­ist starfstil­boð á öðrum vett­vangi. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Sjó­vár til kaup­hall­ar­inn­ar.

Ómar tók við starfi fram­kvæmda­stjóra hjá Sjóvá í jan­úar 2015. Ómar starf­aði sem fram­kvæmda­stjóri sölu og þjón­ustu­sviðs Voda­fone frá árinu 2005 og sem for­stjóri frá 2009, en hann starf­aði hjá Sjóvá frá 1995 til 2005. 

Ómar mun láta af störfum á næstu dög­um. Mál­efni  sölu og ráð­gjafar munu tíma­bundið heyra undir Her­mann Björns­son, for­stjóra Sjó­vá, að því er fram kemur í til­kynn­ingu

Auglýsing

Gengi bréfa í Sjóvá hefur hækkað umtals­vert á þessu ári, eða um tæp­lega 40 pró­sent. Mark­aðsvirði félags­ins er nú 27,7 millj­arðar króna og nam hagn­aður félags­ins í fyrra 2,7 millj­örðum króna.

Meira úr sama flokkiInnlent