IKEA ætlar að minnka matarsóun um helming á næstu þremur árum

IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.

IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
Auglýsing

Sænska hús­gagna­versl­unin IKEA ætlar að helm­inga mat­ar­sóun á veit­inga­stöðum versl­ana­keðj­unnar á næstu þremur árum. Mark­miðið á að spara rekstr­arfé og minnka vist­spor fyr­ir­tæk­is­ins.

Auk þess að vera stærsta hús­gagna­verslun í ver­öld­inni rekur IKEA eina af stærstu veit­inga­húsa­keðjum í heimi. IKEA rekur 392 versl­anir í 48 löndum um allan heim og í öllum versl­un­unum er að finna veit­inga­stað þar sem seldur er hefð­bund­inn sænskur mat­ur, eins og Íslend­ingar þekkja vel.

Sam­kvæmt könn­unum sem fyr­ir­tækið hefur gert á rekstri sínum er um það bil 300 kíló­grömmum af mat hent á dag á hverjum veit­inga­stað sem IKEA rek­ur. Á hverju ári fara þess vegna tæp­lega 43.000 tonn af mat í ruslið frá veit­inga­stöðum IKEA.

Auglýsing

Veit­inga­stað­irnir eru víð­ast mjög vin­sæl­ir. Á síð­asta ári borð­uðu um það bil 650 milljón manns í versl­unum IKEA. Veit­inga­stað­ur­inn á Íslandi er með stærstu veit­inga­stöðum á land­inu.

Að sögn tals­manns veit­inga­rekst­urs IKEA var gerð könnun á því hversu miklum mat var kastað, í 84 versl­un­um. Þar var greint hvaða daga og hvenær dags matnum var hent. Með því að beita nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar hefur IKEA tek­ist að minnka mat­ar­sóun um 79 tonn. Það var ein­fald­lega gert með því að elda minna af honum þegar eft­ir­spurnin var lít­il.

„Miðað við að með­al­verð á hverjum seldum skammti er 5 evr­ur, þá höfum við sparað 880.000 evrur sem hefðu ann­ars farið í ruslið,“ er haft eftir Ylvu Magn­us­son, tals­manni IKEA Food Services, á vef Reuters.

Sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­unum fer þriðj­ungur þess matar sem fram­leiddur er í heim­inum beint í ruslið. Efna­hags­legt tap vegna mat­ar­só­unar og mat­ar­taps nemur um 940 millj­örðum doll­ara og 8 pró­sent útstreymis gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á hverju ári. Sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2016 miða að því að minnka mat­ar­sóun um helm­ing til árs­ins 2030.

Meira úr sama flokkiErlent