IKEA ætlar að minnka matarsóun um helming á næstu þremur árum

IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.

IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
Auglýsing

Sænska hús­gagna­versl­unin IKEA ætlar að helm­inga mat­ar­sóun á veit­inga­stöðum versl­ana­keðj­unnar á næstu þremur árum. Mark­miðið á að spara rekstr­arfé og minnka vist­spor fyr­ir­tæk­is­ins.

Auk þess að vera stærsta hús­gagna­verslun í ver­öld­inni rekur IKEA eina af stærstu veit­inga­húsa­keðjum í heimi. IKEA rekur 392 versl­anir í 48 löndum um allan heim og í öllum versl­un­unum er að finna veit­inga­stað þar sem seldur er hefð­bund­inn sænskur mat­ur, eins og Íslend­ingar þekkja vel.

Sam­kvæmt könn­unum sem fyr­ir­tækið hefur gert á rekstri sínum er um það bil 300 kíló­grömmum af mat hent á dag á hverjum veit­inga­stað sem IKEA rek­ur. Á hverju ári fara þess vegna tæp­lega 43.000 tonn af mat í ruslið frá veit­inga­stöðum IKEA.

Auglýsing

Veit­inga­stað­irnir eru víð­ast mjög vin­sæl­ir. Á síð­asta ári borð­uðu um það bil 650 milljón manns í versl­unum IKEA. Veit­inga­stað­ur­inn á Íslandi er með stærstu veit­inga­stöðum á land­inu.

Að sögn tals­manns veit­inga­rekst­urs IKEA var gerð könnun á því hversu miklum mat var kastað, í 84 versl­un­um. Þar var greint hvaða daga og hvenær dags matnum var hent. Með því að beita nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar hefur IKEA tek­ist að minnka mat­ar­sóun um 79 tonn. Það var ein­fald­lega gert með því að elda minna af honum þegar eft­ir­spurnin var lít­il.

„Miðað við að með­al­verð á hverjum seldum skammti er 5 evr­ur, þá höfum við sparað 880.000 evrur sem hefðu ann­ars farið í ruslið,“ er haft eftir Ylvu Magn­us­son, tals­manni IKEA Food Services, á vef Reuters.

Sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­unum fer þriðj­ungur þess matar sem fram­leiddur er í heim­inum beint í ruslið. Efna­hags­legt tap vegna mat­ar­só­unar og mat­ar­taps nemur um 940 millj­örðum doll­ara og 8 pró­sent útstreymis gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á hverju ári. Sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2016 miða að því að minnka mat­ar­sóun um helm­ing til árs­ins 2030.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent