IKEA ætlar að minnka matarsóun um helming á næstu þremur árum

IKEA hyggist ætla að taka á matarsóun frá veitingastöðum verslananna. Á ári hverju fara 43.000 tonn af mat í ruslið frá IKEA.

IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
IKEA hendir tæplega 43.000 tonnum af mat á hverju ári.
Auglýsing

Sænska hús­gagna­versl­unin IKEA ætlar að helm­inga mat­ar­sóun á veit­inga­stöðum versl­ana­keðj­unnar á næstu þremur árum. Mark­miðið á að spara rekstr­arfé og minnka vist­spor fyr­ir­tæk­is­ins.

Auk þess að vera stærsta hús­gagna­verslun í ver­öld­inni rekur IKEA eina af stærstu veit­inga­húsa­keðjum í heimi. IKEA rekur 392 versl­anir í 48 löndum um allan heim og í öllum versl­un­unum er að finna veit­inga­stað þar sem seldur er hefð­bund­inn sænskur mat­ur, eins og Íslend­ingar þekkja vel.

Sam­kvæmt könn­unum sem fyr­ir­tækið hefur gert á rekstri sínum er um það bil 300 kíló­grömmum af mat hent á dag á hverjum veit­inga­stað sem IKEA rek­ur. Á hverju ári fara þess vegna tæp­lega 43.000 tonn af mat í ruslið frá veit­inga­stöðum IKEA.

Auglýsing

Veit­inga­stað­irnir eru víð­ast mjög vin­sæl­ir. Á síð­asta ári borð­uðu um það bil 650 milljón manns í versl­unum IKEA. Veit­inga­stað­ur­inn á Íslandi er með stærstu veit­inga­stöðum á land­inu.

Að sögn tals­manns veit­inga­rekst­urs IKEA var gerð könnun á því hversu miklum mat var kastað, í 84 versl­un­um. Þar var greint hvaða daga og hvenær dags matnum var hent. Með því að beita nið­ur­stöðum þess­arar könn­unar hefur IKEA tek­ist að minnka mat­ar­sóun um 79 tonn. Það var ein­fald­lega gert með því að elda minna af honum þegar eft­ir­spurnin var lít­il.

„Miðað við að með­al­verð á hverjum seldum skammti er 5 evr­ur, þá höfum við sparað 880.000 evrur sem hefðu ann­ars farið í ruslið,“ er haft eftir Ylvu Magn­us­son, tals­manni IKEA Food Services, á vef Reuters.

Sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­unum fer þriðj­ungur þess matar sem fram­leiddur er í heim­inum beint í ruslið. Efna­hags­legt tap vegna mat­ar­só­unar og mat­ar­taps nemur um 940 millj­örðum doll­ara og 8 pró­sent útstreymis gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á hverju ári. Sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna frá 2016 miða að því að minnka mat­ar­sóun um helm­ing til árs­ins 2030.

Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Snöggkólnar á fasteignamarkaði
Kólnað hefur á fasteignamarkaði, miðað við það sem verið hefur undanfarin ár.
Kjarninn 19. mars 2019
Smári McCarthy
Trúverðugleiki stofnana
Kjarninn 19. mars 2019
Joachim Fischer
Hinn heilagi ritstjóri Bændablaðsins
Kjarninn 19. mars 2019
Hælisleitendur mótmæla fyrir framan Alþingishúsið
Þrír handteknir við Alþingishúsið
Þrír voru handteknir við Alþingishúsið í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna mótmæla hælisleitenda. Samtökin Refugees in Iceland segja að um friðsöm mótmæli hafi verið að ræða og að þau hafi ekki ætlað að hindra aðgengi að Alþingi.
Kjarninn 19. mars 2019
Róbert R. Spanó, lögmaður og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu
Telur tregðu íslenskra dómstóla að fylgja dómum MDE vera á undanhaldi
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstóll Evrópu, telur að upphafleg tregða íslenskra dómstóla til þess að fylgja dómum dómstólsins sé á undanhaldi og að undanfarna áratugi hafi íslenskir dómstólar leitast við að eiga samstarf við dómstólinn.
Kjarninn 19. mars 2019
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Iðnaðarmenn slíta viðræðum við SA
Iðnaðarmenn slitu samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir hádegi í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, segir að nú hefjist undirbúningur verkfallsaðgerða.
Kjarninn 19. mars 2019
Flóttafólk mótmælir á Austurvelli. Búið er að taka tjaldið niður.
Sér ekki hvernig sérstök smithætta eigi að vera af því að fólk setji upp tjald
Sóttvarnalæknir hefur meiri áhyggjur af hreinlætisaðstöðu víðs vegar um landið fyrir ferðamenn en að flóttafólk hafi safnast saman á Austurvelli.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent