Bretar heltast úr lestinni í iðnaðarframleiðslu

Gengislækkun pundsins hefur ekki skilað sér í sterkari útflutningi, en iðnaðarframleiðsla í Bretlandi hefur ekki náð sömu hæðum og í Asíu og Evrópu í kjölfar aukinnar eftirspurnar á alþjóðavísu.

Útflutningur breskra verksmiðja er lítill, þrátt fyrir veikingu pundsins.
Útflutningur breskra verksmiðja er lítill, þrátt fyrir veikingu pundsins.
Auglýsing

Breskar verk­smiðjur nutu ekki góðs af auk­inni eft­ir­spurn í Evr­ópu og Asíu í júní, þrátt fyrir veik­ingu punds­ins. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Aukn­ing fram­leiðslu­magns verk­smiðja á evru­svæð­inu síð­ustu vikur var sú mesta í sex ár. Sömu­leiðis jókst fram­leiðsla í mörgum Asíu­ríkjum sam­hliða auk­inni eft­ir­spurn á raf­vörum á alþjóða­vísu.  

Vöxt­ur­inn náði hins vegar ekki í jafn­miklum mæli til Bret­lands þar sem eft­ir­spurn­inni er haldið niðri af tveimur þátt­um, vax­andi verð­bólgu­vænt­ingum og hæg­ari launa­vexti, sam­kvæmt könnun sem Reuters lagði fram. Báðir þættir eru taldir vera afleið­ing­ar væntrar úr­sagnar Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar bentu til þess að áhrif veik­ingar á gengi punds­ins hafi ekki skilað sér að fullu leyti, en búist var við því að geng­is­lækkun myndi gera útflutn­ings­greinar Breta sam­keppn­is­hæf­ari. Sú hefur ekki verið raun­in, en frétta­stofa Reuter telur að þessar óvæntu nið­ur­stöður gætu frestað vaxta­hækkun hjá seðla­banka Eng­lands (Bank of England).

Ótt­ast er að verð­bólga muni fara vax­andi í Bret­landi á næst­unni í kjöl­far Brexit, en seðla­bank­inn hefur gefið út vís­bend­ingar þess efnis að hann muni hækka stýri­vexti sína til þess að halda henni í skefj­um.

Seðla­banka­stjóri Eng­lands, Mark Car­ney, sagð­ist ætla að bíða og sjá hvernig hag­kerfið muni þró­ast í kjöl­far útgöngu­við­ræðna Breta við Evr­ópu­sam­band­ið, þá sér­stak­lega hvort fjár­fest­ing og útflutn­ingur gæti vegið á móti lít­illi neyslu. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent