Bretar heltast úr lestinni í iðnaðarframleiðslu

Gengislækkun pundsins hefur ekki skilað sér í sterkari útflutningi, en iðnaðarframleiðsla í Bretlandi hefur ekki náð sömu hæðum og í Asíu og Evrópu í kjölfar aukinnar eftirspurnar á alþjóðavísu.

Útflutningur breskra verksmiðja er lítill, þrátt fyrir veikingu pundsins.
Útflutningur breskra verksmiðja er lítill, þrátt fyrir veikingu pundsins.
Auglýsing

Breskar verk­smiðjur nutu ekki góðs af auk­inni eft­ir­spurn í Evr­ópu og Asíu í júní, þrátt fyrir veik­ingu punds­ins. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Aukn­ing fram­leiðslu­magns verk­smiðja á evru­svæð­inu síð­ustu vikur var sú mesta í sex ár. Sömu­leiðis jókst fram­leiðsla í mörgum Asíu­ríkjum sam­hliða auk­inni eft­ir­spurn á raf­vörum á alþjóða­vísu.  

Vöxt­ur­inn náði hins vegar ekki í jafn­miklum mæli til Bret­lands þar sem eft­ir­spurn­inni er haldið niðri af tveimur þátt­um, vax­andi verð­bólgu­vænt­ingum og hæg­ari launa­vexti, sam­kvæmt könnun sem Reuters lagði fram. Báðir þættir eru taldir vera afleið­ing­ar væntrar úr­sagnar Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar bentu til þess að áhrif veik­ingar á gengi punds­ins hafi ekki skilað sér að fullu leyti, en búist var við því að geng­is­lækkun myndi gera útflutn­ings­greinar Breta sam­keppn­is­hæf­ari. Sú hefur ekki verið raun­in, en frétta­stofa Reuter telur að þessar óvæntu nið­ur­stöður gætu frestað vaxta­hækkun hjá seðla­banka Eng­lands (Bank of England).

Ótt­ast er að verð­bólga muni fara vax­andi í Bret­landi á næst­unni í kjöl­far Brexit, en seðla­bank­inn hefur gefið út vís­bend­ingar þess efnis að hann muni hækka stýri­vexti sína til þess að halda henni í skefj­um.

Seðla­banka­stjóri Eng­lands, Mark Car­ney, sagð­ist ætla að bíða og sjá hvernig hag­kerfið muni þró­ast í kjöl­far útgöngu­við­ræðna Breta við Evr­ópu­sam­band­ið, þá sér­stak­lega hvort fjár­fest­ing og útflutn­ingur gæti vegið á móti lít­illi neyslu. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiErlent