Íbúðalánavextir komnir niður fyrir 3%

Verðtryggðir íbúðalánavextir hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna eru nú komnir í 2,98%, en það er 0,67 prósentustigum lægra en viðmiðunarvextir Seðlabankans.

Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Auglýsing

Breyti­legir vextir á íbúða­lánum Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru nú 2,98%, en lík­legt er að þeir hafi aldrei verið svona lág­ir. Vext­irnir eru 0,67 pró­sentu­stigum lægri en almennir vextir til verð­tryggðra útlána sam­kvæmt Seðla­bank­an­um.

Auglýsing

Umræddir vextir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru þeir lægstu sem bjóð­ast á verð­tryggðum íbúð­ar­lánum á Íslandi þessa stund­ina, en til sam­an­burðar býður LSR upp á 3,11% vexti og Gildi upp á 3,35% vexti. Vextir á íbúða­lánum bank­anna eru nokkru hærri, eða um 3,65% fyrir svipað láns­hlut­fall. 

Hafa ber í huga að leyfi­legt láns­hlut­fall á íbúð er breyti­legt eftir lána­stofn­un­um. Til að mynda er það 75% hjá LSR, en um 65% hjá Gildi. Hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna er láns­hlut­fallið 70%, en hjá bönk­unum er hæsta leyfi­lega láns­hlut­fallið 85%. 

Í öllum til­vikum eru vext­irnir á árs­grund­velli og fyrir 40 ára hús­næð­is­lán.

Breytilegir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum LiVe. Heimild: Lífeyrissjóður verslunarmanna.

Íbúða­lána­vextir LiVe eru ákvarð­aðir þannig að þeir eru 0,75 pró­sentu­stigum hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar í ákveðnum flokki íbúða­bréfa sem skráður er í Kaup­höll. Á síð­ustu mán­uðum hafi þeir lækkað umtals­vert, en gera má ráð fyrir því að stýri­vaxta­lækkun Seðla­bank­ans hafi haft ein­hvern þátt í því.

Frá því vaxta­lög voru sett árið 2001 hefur Seðla­bank­inn birt við­mið­un­ar­vexti  fyrir hús­næð­is­lán skv. 4. gr. laga um vexti og verð­trygg­ingu, en þau eiga við ef vaxta­við­miðun er ekki til­tekin . Seðla­bank­inn á að ákveða vext­ina á árs­grund­velli með hlið­sjón af lægstu vöxtum á verð­tryggðum útlánum hjá lána­stofn­un­um. Viðmiðunarvextir Seðlabanka Íslands á verðtryggðum húsnæðislánum. Heimild: Seðlabankinn.

Eins og sést á þróun við­mið­un­ar­vaxta und­an­farin 16 ár á mynd hér að ofan líta þeir út fyrir að vera í sögu­legu lág­marki þessa stund­ina. Hins vegar er óljóst hvort Seðla­bank­inn ákveði við­mið­un­ar­vexti sína með hlið­sjón af útlánum líf­eyr­is­sjóð­anna, sem eru 0,67 pró­sentu­stigum lægri. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent