Íbúðalánavextir komnir niður fyrir 3%

Verðtryggðir íbúðalánavextir hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna eru nú komnir í 2,98%, en það er 0,67 prósentustigum lægra en viðmiðunarvextir Seðlabankans.

Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Auglýsing

Breyti­legir vextir á íbúða­lánum Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru nú 2,98%, en lík­legt er að þeir hafi aldrei verið svona lág­ir. Vext­irnir eru 0,67 pró­sentu­stigum lægri en almennir vextir til verð­tryggðra útlána sam­kvæmt Seðla­bank­an­um.

Auglýsing

Umræddir vextir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru þeir lægstu sem bjóð­ast á verð­tryggðum íbúð­ar­lánum á Íslandi þessa stund­ina, en til sam­an­burðar býður LSR upp á 3,11% vexti og Gildi upp á 3,35% vexti. Vextir á íbúða­lánum bank­anna eru nokkru hærri, eða um 3,65% fyrir svipað láns­hlut­fall. 

Hafa ber í huga að leyfi­legt láns­hlut­fall á íbúð er breyti­legt eftir lána­stofn­un­um. Til að mynda er það 75% hjá LSR, en um 65% hjá Gildi. Hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna er láns­hlut­fallið 70%, en hjá bönk­unum er hæsta leyfi­lega láns­hlut­fallið 85%. 

Í öllum til­vikum eru vext­irnir á árs­grund­velli og fyrir 40 ára hús­næð­is­lán.

Breytilegir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum LiVe. Heimild: Lífeyrissjóður verslunarmanna.

Íbúða­lána­vextir LiVe eru ákvarð­aðir þannig að þeir eru 0,75 pró­sentu­stigum hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar í ákveðnum flokki íbúða­bréfa sem skráður er í Kaup­höll. Á síð­ustu mán­uðum hafi þeir lækkað umtals­vert, en gera má ráð fyrir því að stýri­vaxta­lækkun Seðla­bank­ans hafi haft ein­hvern þátt í því.

Frá því vaxta­lög voru sett árið 2001 hefur Seðla­bank­inn birt við­mið­un­ar­vexti  fyrir hús­næð­is­lán skv. 4. gr. laga um vexti og verð­trygg­ingu, en þau eiga við ef vaxta­við­miðun er ekki til­tekin . Seðla­bank­inn á að ákveða vext­ina á árs­grund­velli með hlið­sjón af lægstu vöxtum á verð­tryggðum útlánum hjá lána­stofn­un­um. Viðmiðunarvextir Seðlabanka Íslands á verðtryggðum húsnæðislánum. Heimild: Seðlabankinn.

Eins og sést á þróun við­mið­un­ar­vaxta und­an­farin 16 ár á mynd hér að ofan líta þeir út fyrir að vera í sögu­legu lág­marki þessa stund­ina. Hins vegar er óljóst hvort Seðla­bank­inn ákveði við­mið­un­ar­vexti sína með hlið­sjón af útlánum líf­eyr­is­sjóð­anna, sem eru 0,67 pró­sentu­stigum lægri. 

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent