Íbúðalánavextir komnir niður fyrir 3%

Verðtryggðir íbúðalánavextir hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna eru nú komnir í 2,98%, en það er 0,67 prósentustigum lægra en viðmiðunarvextir Seðlabankans.

Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Vextir á íbúðarlánum hafa líklega aldrei verið jafnlágir.
Auglýsing

Breyti­legir vextir á íbúða­lánum Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru nú 2,98%, en lík­legt er að þeir hafi aldrei verið svona lág­ir. Vext­irnir eru 0,67 pró­sentu­stigum lægri en almennir vextir til verð­tryggðra útlána sam­kvæmt Seðla­bank­an­um.

Auglýsing

Umræddir vextir Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna eru þeir lægstu sem bjóð­ast á verð­tryggðum íbúð­ar­lánum á Íslandi þessa stund­ina, en til sam­an­burðar býður LSR upp á 3,11% vexti og Gildi upp á 3,35% vexti. Vextir á íbúða­lánum bank­anna eru nokkru hærri, eða um 3,65% fyrir svipað láns­hlut­fall. 

Hafa ber í huga að leyfi­legt láns­hlut­fall á íbúð er breyti­legt eftir lána­stofn­un­um. Til að mynda er það 75% hjá LSR, en um 65% hjá Gildi. Hjá Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna er láns­hlut­fallið 70%, en hjá bönk­unum er hæsta leyfi­lega láns­hlut­fallið 85%. 

Í öllum til­vikum eru vext­irnir á árs­grund­velli og fyrir 40 ára hús­næð­is­lán.

Breytilegir vextir á verðtryggðum húsnæðislánum LiVe. Heimild: Lífeyrissjóður verslunarmanna.

Íbúða­lána­vextir LiVe eru ákvarð­aðir þannig að þeir eru 0,75 pró­sentu­stigum hærri en með­al­á­vöxtun síð­asta mán­aðar í ákveðnum flokki íbúða­bréfa sem skráður er í Kaup­höll. Á síð­ustu mán­uðum hafi þeir lækkað umtals­vert, en gera má ráð fyrir því að stýri­vaxta­lækkun Seðla­bank­ans hafi haft ein­hvern þátt í því.

Frá því vaxta­lög voru sett árið 2001 hefur Seðla­bank­inn birt við­mið­un­ar­vexti  fyrir hús­næð­is­lán skv. 4. gr. laga um vexti og verð­trygg­ingu, en þau eiga við ef vaxta­við­miðun er ekki til­tekin . Seðla­bank­inn á að ákveða vext­ina á árs­grund­velli með hlið­sjón af lægstu vöxtum á verð­tryggðum útlánum hjá lána­stofn­un­um. Viðmiðunarvextir Seðlabanka Íslands á verðtryggðum húsnæðislánum. Heimild: Seðlabankinn.

Eins og sést á þróun við­mið­un­ar­vaxta und­an­farin 16 ár á mynd hér að ofan líta þeir út fyrir að vera í sögu­legu lág­marki þessa stund­ina. Hins vegar er óljóst hvort Seðla­bank­inn ákveði við­mið­un­ar­vexti sína með hlið­sjón af útlánum líf­eyr­is­sjóð­anna, sem eru 0,67 pró­sentu­stigum lægri. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent