Rúmlega 40 Porsche bílar verða innkallaðir á Íslandi

Samkvæmt umboðsaðila Porsche verða um 40 Porsche Cayenne bílar innkallaðir vegna hugbúnaðargalla. Alls verða um 22.000 bílar innkallaðir um alla Evrópu.

Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Auglýsing

Alex­ander Dobrindt, sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, til­kynnti í gær að inn­kalla ætti alla þriggja lítra Porsche Cayenne dísil­bíla þar sem útblást­ur­s­kerfi bíls­ins sé hugs­an­lega ólög­leg­t. 

Umboðs­að­ili Porsche telur lík­legt að þeir þurfi að inn­kalla 40 slíka bíla á Íslandi.

Í gær til­kynnti Porsche að óreglu­legur vél­ar­bún­aður hafi verið fund­inn í innra meng­urn­ar­eft­ir­liti bíl­anna. Í kjöl­far þess sagð­ist bíla­fram­leið­and­inn hafa sam­þykkt að inn­kalla alla bíl­anna sem gætu haft þennan vél­ar­bún­að. Þetta kom fram á vef Reuters.

Auglýsing

Sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, Alex­ander Dobrint, til­kynnti svo opin­ber­lega að allir Porsche Cayenne dísi­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél sem keyptir hafa verið í Evr­ópu skuli skilað til­baka til við­eig­andi umboðs. „Fram­leið­and­inn mun að sjálf­sögðu bera 100% kostn­að­ar­ins,“ bætti Dobrint við. „Það er engin útskýr­ing af hverju hug­bún­að­ur­inn er svona í þessum bíl.“

Fram­leið­andi bíl­anna, Porsche AG, er í eigu Volkswa­gen, en fyr­ir­tækið gerð­ist sekt um ófull­nægj­andi hug­búnað fyrir tæpum tveimur árum síð­an. Málið var Volkswagen kostn­að­ar­samt, en talið er að fyr­ir­tækið hafi tapað að jafn­virði 500 millj­arða króna af því. 

Sam­kvæmt Dobrint eru um 7.500 bílar af þess­ari teg­und skráðir í Þýska­landi og 22.000 í Evr­ópu allri. Ekki er hins vegar vitað hversu margir af þessum bílum séu enn í bíla­söl­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði starfs­maður Bíla­búðar Benna, umboðs­að­ila Porsche á Íslandi, að um það bil 40 Porsche Cayenne dísíl­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél hafi verið seldir af þeim. Hins vegar sé ekki vitað hvort allir þeirra séu með umræddan hug­bún­að­ar­galla þar sem vöntun sé á frek­ari upp­lýs­ing­um. Starfs­maður umboðs­ins bætir við að lík­legt sé að fleiri bílar verði inn­kall­aðir hér á landi þar sem margir kjósi að kaupa bíl erlendis frá og flytja hann inn sjálf­ir.

Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
Skrifstofa forseta útskýrir fálkaorðuveitingu Piu
Samkvæmt fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands er fálkaorðuveiting Piu útskýrð í ljósi reglna, samninga og hefða sem gilda hér á landi um slíkar orðuveitingar, líkt og annars staðar í Evrópu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki
Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiErlent