Rúmlega 40 Porsche bílar verða innkallaðir á Íslandi

Samkvæmt umboðsaðila Porsche verða um 40 Porsche Cayenne bílar innkallaðir vegna hugbúnaðargalla. Alls verða um 22.000 bílar innkallaðir um alla Evrópu.

Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Auglýsing

Alex­ander Dobrindt, sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, til­kynnti í gær að inn­kalla ætti alla þriggja lítra Porsche Cayenne dísil­bíla þar sem útblást­ur­s­kerfi bíls­ins sé hugs­an­lega ólög­leg­t. 

Umboðs­að­ili Porsche telur lík­legt að þeir þurfi að inn­kalla 40 slíka bíla á Íslandi.

Í gær til­kynnti Porsche að óreglu­legur vél­ar­bún­aður hafi verið fund­inn í innra meng­urn­ar­eft­ir­liti bíl­anna. Í kjöl­far þess sagð­ist bíla­fram­leið­and­inn hafa sam­þykkt að inn­kalla alla bíl­anna sem gætu haft þennan vél­ar­bún­að. Þetta kom fram á vef Reuters.

Auglýsing

Sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, Alex­ander Dobrint, til­kynnti svo opin­ber­lega að allir Porsche Cayenne dísi­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél sem keyptir hafa verið í Evr­ópu skuli skilað til­baka til við­eig­andi umboðs. „Fram­leið­and­inn mun að sjálf­sögðu bera 100% kostn­að­ar­ins,“ bætti Dobrint við. „Það er engin útskýr­ing af hverju hug­bún­að­ur­inn er svona í þessum bíl.“

Fram­leið­andi bíl­anna, Porsche AG, er í eigu Volkswa­gen, en fyr­ir­tækið gerð­ist sekt um ófull­nægj­andi hug­búnað fyrir tæpum tveimur árum síð­an. Málið var Volkswagen kostn­að­ar­samt, en talið er að fyr­ir­tækið hafi tapað að jafn­virði 500 millj­arða króna af því. 

Sam­kvæmt Dobrint eru um 7.500 bílar af þess­ari teg­und skráðir í Þýska­landi og 22.000 í Evr­ópu allri. Ekki er hins vegar vitað hversu margir af þessum bílum séu enn í bíla­söl­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði starfs­maður Bíla­búðar Benna, umboðs­að­ila Porsche á Íslandi, að um það bil 40 Porsche Cayenne dísíl­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél hafi verið seldir af þeim. Hins vegar sé ekki vitað hvort allir þeirra séu með umræddan hug­bún­að­ar­galla þar sem vöntun sé á frek­ari upp­lýs­ing­um. Starfs­maður umboðs­ins bætir við að lík­legt sé að fleiri bílar verði inn­kall­aðir hér á landi þar sem margir kjósi að kaupa bíl erlendis frá og flytja hann inn sjálf­ir.

Halldóra Mogensen
Hvatar, skilyrðingar og skerðingar
Kjarninn 21. mars 2019
Flugiðnaðurinn samofinn hagsmunum ríkisins
Rekstrarvandi WOW air hefur lýst upp þá stöðu sem flugfélögin eru í, þegar kemur að kerfislægt mikilvægum geira. Flugfélögin eru of stór til að falla. Og svipað má segja um flugvélaframleiðendur. Vandi Boeing sýnir þetta glögglega.
Kjarninn 21. mars 2019
Orri Hauksson nýr í stjórn Isavia
Ingimundur Sigurpálsson er hættur sem stjórnarformaður Isavia en hann hætti einnig nýverið sem forstjóri Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Guðni Karl Harðarson
Fallegur hugur
Kjarninn 21. mars 2019
Stór hluti þeirra sem starfa í íslenska byggingageiranum eru erlendir ríkisborgarar.
Farið að hægja á fjölgun erlendra ríkisborgara sem flytja til Íslands
Erlendum ríkisborgurum sem setjast að á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á örfáum árum. Nú virðist sem farið sé að hægjast á fjölgun þeirra.
Kjarninn 21. mars 2019
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands í fyrravor.
Heimavellir ráða nýjan framkvæmdastjóra
Nýr maður hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Heimavöllum, stærsta leigufélagi landsins á almennum markaði. Nýverið var samþykkt að afskrá félagið úr Kauphöll Íslands, en það var fyrst skráð í hana í maí í fyrra.
Kjarninn 21. mars 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Frumvarp ráðherra heimilar sérstakt gjald á viðtakendur erlendra póstsendinga
Verði frumvarp samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um síðari breytingar á póstlögum að lögum mun það leiða til aukins kostnaðar þeirra sem eiga viðskipti við erlendar netverslanir en draga úr kostnaði Íslandspósts.
Kjarninn 21. mars 2019
Jóhann Hauksson
Harðlífi varðmanna Landsréttar
Kjarninn 21. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent