Rúmlega 40 Porsche bílar verða innkallaðir á Íslandi

Samkvæmt umboðsaðila Porsche verða um 40 Porsche Cayenne bílar innkallaðir vegna hugbúnaðargalla. Alls verða um 22.000 bílar innkallaðir um alla Evrópu.

Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Auglýsing

Alex­ander Dobrindt, sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, til­kynnti í gær að inn­kalla ætti alla þriggja lítra Porsche Cayenne dísil­bíla þar sem útblást­ur­s­kerfi bíls­ins sé hugs­an­lega ólög­leg­t. 

Umboðs­að­ili Porsche telur lík­legt að þeir þurfi að inn­kalla 40 slíka bíla á Íslandi.

Í gær til­kynnti Porsche að óreglu­legur vél­ar­bún­aður hafi verið fund­inn í innra meng­urn­ar­eft­ir­liti bíl­anna. Í kjöl­far þess sagð­ist bíla­fram­leið­and­inn hafa sam­þykkt að inn­kalla alla bíl­anna sem gætu haft þennan vél­ar­bún­að. Þetta kom fram á vef Reuters.

Auglýsing

Sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, Alex­ander Dobrint, til­kynnti svo opin­ber­lega að allir Porsche Cayenne dísi­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél sem keyptir hafa verið í Evr­ópu skuli skilað til­baka til við­eig­andi umboðs. „Fram­leið­and­inn mun að sjálf­sögðu bera 100% kostn­að­ar­ins,“ bætti Dobrint við. „Það er engin útskýr­ing af hverju hug­bún­að­ur­inn er svona í þessum bíl.“

Fram­leið­andi bíl­anna, Porsche AG, er í eigu Volkswa­gen, en fyr­ir­tækið gerð­ist sekt um ófull­nægj­andi hug­búnað fyrir tæpum tveimur árum síð­an. Málið var Volkswagen kostn­að­ar­samt, en talið er að fyr­ir­tækið hafi tapað að jafn­virði 500 millj­arða króna af því. 

Sam­kvæmt Dobrint eru um 7.500 bílar af þess­ari teg­und skráðir í Þýska­landi og 22.000 í Evr­ópu allri. Ekki er hins vegar vitað hversu margir af þessum bílum séu enn í bíla­söl­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði starfs­maður Bíla­búðar Benna, umboðs­að­ila Porsche á Íslandi, að um það bil 40 Porsche Cayenne dísíl­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél hafi verið seldir af þeim. Hins vegar sé ekki vitað hvort allir þeirra séu með umræddan hug­bún­að­ar­galla þar sem vöntun sé á frek­ari upp­lýs­ing­um. Starfs­maður umboðs­ins bætir við að lík­legt sé að fleiri bílar verði inn­kall­aðir hér á landi þar sem margir kjósi að kaupa bíl erlendis frá og flytja hann inn sjálf­ir.

Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiErlent