Rúmlega 40 Porsche bílar verða innkallaðir á Íslandi

Samkvæmt umboðsaðila Porsche verða um 40 Porsche Cayenne bílar innkallaðir vegna hugbúnaðargalla. Alls verða um 22.000 bílar innkallaðir um alla Evrópu.

Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Þriggja lítra Porsche Cayenne dísilbílar verða innkallaðir.
Auglýsing

Alex­ander Dobrindt, sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, til­kynnti í gær að inn­kalla ætti alla þriggja lítra Porsche Cayenne dísil­bíla þar sem útblást­ur­s­kerfi bíls­ins sé hugs­an­lega ólög­leg­t. 

Umboðs­að­ili Porsche telur lík­legt að þeir þurfi að inn­kalla 40 slíka bíla á Íslandi.

Í gær til­kynnti Porsche að óreglu­legur vél­ar­bún­aður hafi verið fund­inn í innra meng­urn­ar­eft­ir­liti bíl­anna. Í kjöl­far þess sagð­ist bíla­fram­leið­and­inn hafa sam­þykkt að inn­kalla alla bíl­anna sem gætu haft þennan vél­ar­bún­að. Þetta kom fram á vef Reuters.

Auglýsing

Sam­göngu­ráð­herra Þýska­lands, Alex­ander Dobrint, til­kynnti svo opin­ber­lega að allir Porsche Cayenne dísi­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél sem keyptir hafa verið í Evr­ópu skuli skilað til­baka til við­eig­andi umboðs. „Fram­leið­and­inn mun að sjálf­sögðu bera 100% kostn­að­ar­ins,“ bætti Dobrint við. „Það er engin útskýr­ing af hverju hug­bún­að­ur­inn er svona í þessum bíl.“

Fram­leið­andi bíl­anna, Porsche AG, er í eigu Volkswa­gen, en fyr­ir­tækið gerð­ist sekt um ófull­nægj­andi hug­búnað fyrir tæpum tveimur árum síð­an. Málið var Volkswagen kostn­að­ar­samt, en talið er að fyr­ir­tækið hafi tapað að jafn­virði 500 millj­arða króna af því. 

Sam­kvæmt Dobrint eru um 7.500 bílar af þess­ari teg­und skráðir í Þýska­landi og 22.000 í Evr­ópu allri. Ekki er hins vegar vitað hversu margir af þessum bílum séu enn í bíla­söl­um.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði starfs­maður Bíla­búðar Benna, umboðs­að­ila Porsche á Íslandi, að um það bil 40 Porsche Cayenne dísíl­bílar með þriggja lítra Euro 6 vél hafi verið seldir af þeim. Hins vegar sé ekki vitað hvort allir þeirra séu með umræddan hug­bún­að­ar­galla þar sem vöntun sé á frek­ari upp­lýs­ing­um. Starfs­maður umboðs­ins bætir við að lík­legt sé að fleiri bílar verði inn­kall­aðir hér á landi þar sem margir kjósi að kaupa bíl erlendis frá og flytja hann inn sjálf­ir.

Magnús Halldórsson
Sjálfsögð íbúakosning
Kjarninn 16. desember 2018
Karolina Fund: Solar Plexus Pressure Belt™
Solar Plexus Pressure Belt er kvíðastillandi tæknibúnaður hannaður af myndlistarmanninum Sæmundi Þór Helgasyni í samstarfi við tískuhönnuðinn Agötu Mickiewicz.
Kjarninn 16. desember 2018
Sigmundur Davíð gefur í skyn að vinstrimenn á upptöku hefðu fengið öðruvísi meðhöndlun
Formaður Miðflokksins hefur birt pistil á heimasíðu sinni þar sem hann setur Klausturmálið upp í tvær ímyndaðar atburðarrásir þar sem uppteknir þingmenn séu úr Vinstri grænum og Samfylkingu.
Kjarninn 16. desember 2018
Bæta þarf við rannsóknir á heilsufarsáhrifum loftslagsbreytinga á Íslandi
Umfjöllun um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á heilsufar hefur ekki haft mikið vægi í heilbrigðisrannsóknum á Íslandi og þarf verulega að bæta við rannsóknir um þetta efni á næstu árum, samkvæmt sérfræðingi.
Kjarninn 16. desember 2018
Fámenn en afkastamikil
Langstærstur hluti íslenskra fyrirtækja er með færri en 10 starfsmenn eða um 94 prósent þeirra. Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 30 prósent yfir meðaltali ríkja Evrópusambandsins árið 2017. Landsframleiðsla á mann er sú fimmta mesta í Evrópu.
Kjarninn 16. desember 2018
Stóri lottó - ekki - vinningurinn
Hvað gerir sá sem telur sig hafa hlotið stóran vinning í lottó, en getur ekki sýnt miðann? Jú, hann berst fyrir að sanna mál sitt. Það er einmitt það sem danskur maður hefur gert, en hann taldi sig fá ,,þann stóra“ fyrir 16 árum.
Kjarninn 16. desember 2018
Blikur á lofti í ferðaþjónustu - Fækkar ferðamönnum um nokkur hundruð þúsund?
Vandi WOW air hefur ekki verið leystur enn, en hvort sem fjármagn frá Indigo Partners mun bjarga rekstrinum eða ekki, þá hefur boðaður niðurskurður mikil áhrif á ferðaþjónustuna.
Kjarninn 15. desember 2018
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vilja að stöður sendiherra séu auglýstar
Tíu þingmenn vilja fella í burtu ákvæði í lögum sem heimilar undanþágu um að skylt sé að auglýsa laus störf hjá ríkinu þegar um skipun í störf ráðuneytisstjóra og sendiherra í utanríkisþjónustunni er að ræða.
Kjarninn 15. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent