Benedikt: „Einfaldlega góður bisness“ að búa úti á landi

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að besta byggðastefnan séu greiðar samgöngur. Hann bregst við grein sem birtist á Kjarnanum eftir Ívar Ingimarsson sem segir að ójafnvægi í gangi á Íslandi og að það halli á landsbyggðina í þeim efnum.

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra 7DM_3066_raw_170614.jpg
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé „ein­fald­lega góður bis­ness“ að fólk vilji búa ann­ars staðar á Íslandi en í Reykja­vík. Besta byggða­stefnan séu greiðar sam­göng­ur. Þar með talin séu jarð­göng, ferjur og flug. Þetta kom fram í stöðu­upp­færslu sem ráð­herr­ann setti á Face­book í gær.

Ástæða þess að Bene­dikt tjáði sig um málið var grein eftir Ívar Ingi­mars­son sem birt­ist á Kjarn­anum í gær. Þar sagði Ívar að það væri ójafn­vægi í gangi á Íslandi og að það halli á lands­byggð­ina í þeim efn­um. Fólk sæi sér ekki fært að búa úti á landi þar sem þjón­usta, afþrey­ing, aðstaða, tæki­færi og atvinna væru mun frekar í höf­uð­borg­inni. „Það þrí­f­­ast ekki allir í borgum og hæfi­­leikar allra nýt­­ast ekki best þar, það er ein­fald­­lega ekki pláss fyrir alla á einum stað til að blómstra og það vantar fólk út á land til að nýta þau tæki­­færi sem þar bíða sam­­fé­lag­inu til góða.[...]Það þarf að byggja upp sterka byggð­­ar­kjarna í hverjum fjórð­ungi sem hafa gott aðgengi að höf­uð­­borg­inni, þannig mun fólki fjölga út á landi, en fjölgun fólks er lyk­il­at­riði þess að auka þjón­ustu, fjölga tæki­­færum, byggja upp aðstöðu og skapa atvinnu á sjálf­­bæran hátt sem mun á end­­anum leiða til jafn­­vægis milli lands­byggða og höf­uð­­borg­­ar.

Auglýsing
Að gera inn­­an­lands­flug að almenn­ings­­sam­­göngum eins og gert er í Skotlandi er ein­­föld og fljót­­leg leið til að stuðla að þessu jafn­­vægi, slíkt aðgerð mun styrkja þá byggð­­ar­kjarna sem nú þegar hafa sýnt sig að fólk vill búa á.“

Bene­dikt segir í stöðu­upp­færslu sinni að með því að líta á flug sem almenn­ings­sam­göngur fyrir þá sem búa fjarri höf­uð­borg­ar­svæð­inu ávinn­ist margt. Flug­ferðir verði til að mynda tíð­ari og hag­kvæm­ari. „Þannig yrði ferða­þjón­ustan sterk­ari á þessum svæð­um. Ungt fólk sem vill nýta sér kosti þess að búa á lands­byggð­inni gæti notið þjón­ustu og menn­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu mun tíð­ar. Margir telja að slíkt tal sé lands­byggð­ar­væl, en það er ein­fald­lega góður bis­ness að fólk vilji búa ann­ars staðar en í Reykja­vík. Þannig er hægt að byggja upp ferða­þjón­ustu og ýmiss konar iðnað tengdan sjáv­ar­út­vegi víða um land­ið.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent