Ungverjar bestir í almenningssamgöngum

Ísland er í þriðja neðsta sæti ef hlutfall almenningssamgangna er borið saman milli Evrópuríkja.

Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Auglýsing

Í Ung­verja­landi voru þriðj­ungur allra ferða með far­ar­tækjum farnar í almenn­ings­sam­göngum og fjölda­sam­göngum árið 2014. Flestar almenn­ings­sam­göngu­ferð­anna voru farnar með stræt­is­vögn­um, rútum eða spor­vögnum eða um 22,6 pró­sent. Hlut­fall lengri lesta­ferða var 9,9 pró­sent.

Þetta kemur fram í gögnum hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem sam­göngu­máta í Evr­ópu­ríkjum hefur verið skipt upp í þrjá flokka: ferðir með einka­bíl, ferðir með lestum og ferðir með almenn­ings­vögn­um.

Nor­egur og Portú­gal reka lest­ina þegar kemur að hlut­falli almenn­ings­sam­gangna milli landa. Aðeins 10,3 pró­sent allra ferða með far­ar­tækjum voru farnar með almenn­ings­sam­göngum í Nor­egi og Portú­gal árið 2014. Lang flestar ferðir voru farnar í einka­bíl, eða 89,8 pró­sent.

Auglýsing

Ísland í þriðja neðsta sæti á undan Nor­egi og Portú­gal. Hér á landi voru 88,6 pró­sent allra ferða með far­ar­tækjum farnar í einka­bíl árið 2014. Restin af ferð­un­um, eða 11,4 pró­sent, voru farnar með stræt­is­vögnum eða rútum enda eru hér engar lestir eða spor­vagn­ar.

Ísland er þess vegna nokkuð langt á eftir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna 28 þegar kemur að hlut­falli almenn­ings­sam­gangna. Það er 16,7 þvert á öll aðild­ar­ríki ESB og skipt­ist það nokkurn veg­inn jafnt milli lesta­ferða og ferða í almenn­ings­vögn­um.

Hér að neðan má sjá hlut­fall ferða í hverju landi fyrir sig í öllum Evr­ópu­lönd­um. Þar með talin eru Ísland, Nor­eg­ur, Sviss og Makedón­ía, sem ekki eiga aðild að ESB. Sam­göngur í Liechten­stein, sem á heldur ekki aðild að ESB, eru taldar með Aust­ur­ríki enda rekur aust­ur­ríska lesta­þjón­ustan lest­ar­kerfið í Liechten­stein.Borgir leika lyk­il­hlut­verk

Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa kynnt til­lögur um breyt­ingar á svæð­is­skipu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna þar sem taka á frá rými fyrir öfl­ugri og skil­virk­ari almenn­ings­sam­göng­ur. Verk­efnið gengur undir heit­inu Borg­ar­lína. Borg­ar­lín­unni er ætlað að verða þunga­miðja sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu ára­tug­um.

Í aðgerða­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­málum eru sam­göngur sá geiri sem talið er að hægt sé að minnka hvað mest og hvað hrað­ast. Útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna sam­gangna í ESB er tæp­lega fjórð­ungur alls útstreymis frá álf­unni. Bíla­um­ferð ber lang­mesta ábyrgð útstreymi í þessum flokki, eða ríf­lega 70 pró­sent.

Þessar tölur eru sam­bæri­legar við Ísland þar sem um fimmt­ungur útblást­urs­ins verður til við sam­göngur og nær allt útstreymið verður til í vega­sam­göng­um.

Meðal til­lagna ESB er að hámarka nýtni staf­rænnar tækni til þess að draga úr mengun í sam­göng­um, auk þess að hraða þróun vist­vænna orku­gjafa í sam­göng­um. Mark­miðið verði að útblástur frá far­ar­tækjum verði eng­inn.

„Borgir og sveit­ar­fé­lög munu leika mik­il­vægt hlut­verk í fram­kvæmd þess­arar áætl­un­ar,“ segir jafn­framt í áætlun ESB. „Þar er nú þegar verið að inn­leiða hvata fyrir notkun vist­vænnar orku og vist­vænna far­ar­tækja, stuðlað að hjól­reiðum og göngu auk almenn­ings­sam­gangna til þess að minnka mengun og umferða­stífl­ur.

Hlutfallsleg samsetning samgangna í Evrópulöndum

Í töfl­unni hér að neðan má sjá hlut­falls­lega skipt­ingu milli bíla­um­ferðar og fjölda­sam­gangna. Undir dálk­inum „Al­menn­ings“ er sam­tala vagna og lesa.

Evr­ópu­lönd og með­al­tal í ESBBílarAlmenn­ingsVagnarLestir
Ung­verja­land67,50%32,50%22,60%9,90%
Tékk­land73,10%26,90%18,50%8,40%
Belgía76,80%23,20%15,50%7,70%
Slóvakía77,40%22,50%15,20%7,30%
Aust­ur­ríki77,60%22,40%10,30%12,10%
Sviss77,70%22,40%5,10%17,30%
Írland79,80%20,20%17,30%2,90%
Pól­land79,90%20,10%14,30%5,80%
Dan­mörk80,00%20,00%9,90%10,10%
Búlgaría80,40%19,60%17,10%2,50%
Ítalía80,80%19,20%12,90%6,30%
Lett­land80,90%19,00%14,90%4,10%
Grikk­land81,40%18,60%17,70%0,90%
Eist­land81,60%18,40%16,50%1,90%
Rúm­enía81,70%18,30%13,50%4,80%
Kýpur81,80%18,20%18,20%
Malta83,10%16,90%16,90%
Spánn83,20%16,80%10,30%6,50%
ESB-2883,40%16,70%9,10%7,60%
Lúx­em­búrg83,60%16,50%12,20%4,30%
Sví­þjóð84,70%15,30%6,40%8,90%
Frakk­land85,10%14,90%5,60%9,30%
Króa­tía85,10%14,90%11,90%3,00%
Fin­land85,20%14,80%9,80%5,00%
Þýska­land85,70%14,40%5,90%8,50%
Makedónía85,60%14,40%13,50%0,90%
Bret­land86,10%13,90%5,40%8,50%
Sló­venía86,30%13,70%11,60%2,10%
Hol­land87,00%13,00%3,30%9,70%
Lit­háen88,20%11,80%10,80%1,00%
Ísland88,60%11,40%11,40%
Portú­gal89,80%10,30%6,10%4,20%
Nor­egur89,80%10,30%5,40%4,90%

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent