Ungverjar bestir í almenningssamgöngum

Ísland er í þriðja neðsta sæti ef hlutfall almenningssamgangna er borið saman milli Evrópuríkja.

Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Auglýsing

Í Ung­verja­landi voru þriðj­ungur allra ferða með far­ar­tækjum farnar í almenn­ings­sam­göngum og fjölda­sam­göngum árið 2014. Flestar almenn­ings­sam­göngu­ferð­anna voru farnar með stræt­is­vögn­um, rútum eða spor­vögnum eða um 22,6 pró­sent. Hlut­fall lengri lesta­ferða var 9,9 pró­sent.

Þetta kemur fram í gögnum hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem sam­göngu­máta í Evr­ópu­ríkjum hefur verið skipt upp í þrjá flokka: ferðir með einka­bíl, ferðir með lestum og ferðir með almenn­ings­vögn­um.

Nor­egur og Portú­gal reka lest­ina þegar kemur að hlut­falli almenn­ings­sam­gangna milli landa. Aðeins 10,3 pró­sent allra ferða með far­ar­tækjum voru farnar með almenn­ings­sam­göngum í Nor­egi og Portú­gal árið 2014. Lang flestar ferðir voru farnar í einka­bíl, eða 89,8 pró­sent.

Auglýsing

Ísland í þriðja neðsta sæti á undan Nor­egi og Portú­gal. Hér á landi voru 88,6 pró­sent allra ferða með far­ar­tækjum farnar í einka­bíl árið 2014. Restin af ferð­un­um, eða 11,4 pró­sent, voru farnar með stræt­is­vögnum eða rútum enda eru hér engar lestir eða spor­vagn­ar.

Ísland er þess vegna nokkuð langt á eftir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna 28 þegar kemur að hlut­falli almenn­ings­sam­gangna. Það er 16,7 þvert á öll aðild­ar­ríki ESB og skipt­ist það nokkurn veg­inn jafnt milli lesta­ferða og ferða í almenn­ings­vögn­um.

Hér að neðan má sjá hlut­fall ferða í hverju landi fyrir sig í öllum Evr­ópu­lönd­um. Þar með talin eru Ísland, Nor­eg­ur, Sviss og Makedón­ía, sem ekki eiga aðild að ESB. Sam­göngur í Liechten­stein, sem á heldur ekki aðild að ESB, eru taldar með Aust­ur­ríki enda rekur aust­ur­ríska lesta­þjón­ustan lest­ar­kerfið í Liechten­stein.Borgir leika lyk­il­hlut­verk

Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa kynnt til­lögur um breyt­ingar á svæð­is­skipu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna þar sem taka á frá rými fyrir öfl­ugri og skil­virk­ari almenn­ings­sam­göng­ur. Verk­efnið gengur undir heit­inu Borg­ar­lína. Borg­ar­lín­unni er ætlað að verða þunga­miðja sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu ára­tug­um.

Í aðgerða­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­málum eru sam­göngur sá geiri sem talið er að hægt sé að minnka hvað mest og hvað hrað­ast. Útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna sam­gangna í ESB er tæp­lega fjórð­ungur alls útstreymis frá álf­unni. Bíla­um­ferð ber lang­mesta ábyrgð útstreymi í þessum flokki, eða ríf­lega 70 pró­sent.

Þessar tölur eru sam­bæri­legar við Ísland þar sem um fimmt­ungur útblást­urs­ins verður til við sam­göngur og nær allt útstreymið verður til í vega­sam­göng­um.

Meðal til­lagna ESB er að hámarka nýtni staf­rænnar tækni til þess að draga úr mengun í sam­göng­um, auk þess að hraða þróun vist­vænna orku­gjafa í sam­göng­um. Mark­miðið verði að útblástur frá far­ar­tækjum verði eng­inn.

„Borgir og sveit­ar­fé­lög munu leika mik­il­vægt hlut­verk í fram­kvæmd þess­arar áætl­un­ar,“ segir jafn­framt í áætlun ESB. „Þar er nú þegar verið að inn­leiða hvata fyrir notkun vist­vænnar orku og vist­vænna far­ar­tækja, stuðlað að hjól­reiðum og göngu auk almenn­ings­sam­gangna til þess að minnka mengun og umferða­stífl­ur.

Hlutfallsleg samsetning samgangna í Evrópulöndum

Í töfl­unni hér að neðan má sjá hlut­falls­lega skipt­ingu milli bíla­um­ferðar og fjölda­sam­gangna. Undir dálk­inum „Al­menn­ings“ er sam­tala vagna og lesa.

Evr­ópu­lönd og með­al­tal í ESBBílarAlmenn­ingsVagnarLestir
Ung­verja­land67,50%32,50%22,60%9,90%
Tékk­land73,10%26,90%18,50%8,40%
Belgía76,80%23,20%15,50%7,70%
Slóvakía77,40%22,50%15,20%7,30%
Aust­ur­ríki77,60%22,40%10,30%12,10%
Sviss77,70%22,40%5,10%17,30%
Írland79,80%20,20%17,30%2,90%
Pól­land79,90%20,10%14,30%5,80%
Dan­mörk80,00%20,00%9,90%10,10%
Búlgaría80,40%19,60%17,10%2,50%
Ítalía80,80%19,20%12,90%6,30%
Lett­land80,90%19,00%14,90%4,10%
Grikk­land81,40%18,60%17,70%0,90%
Eist­land81,60%18,40%16,50%1,90%
Rúm­enía81,70%18,30%13,50%4,80%
Kýpur81,80%18,20%18,20%
Malta83,10%16,90%16,90%
Spánn83,20%16,80%10,30%6,50%
ESB-2883,40%16,70%9,10%7,60%
Lúx­em­búrg83,60%16,50%12,20%4,30%
Sví­þjóð84,70%15,30%6,40%8,90%
Frakk­land85,10%14,90%5,60%9,30%
Króa­tía85,10%14,90%11,90%3,00%
Fin­land85,20%14,80%9,80%5,00%
Þýska­land85,70%14,40%5,90%8,50%
Makedónía85,60%14,40%13,50%0,90%
Bret­land86,10%13,90%5,40%8,50%
Sló­venía86,30%13,70%11,60%2,10%
Hol­land87,00%13,00%3,30%9,70%
Lit­háen88,20%11,80%10,80%1,00%
Ísland88,60%11,40%11,40%
Portú­gal89,80%10,30%6,10%4,20%
Nor­egur89,80%10,30%5,40%4,90%

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.
Gagnrýnir að SA hafi ekki tjáð sig um Samherjamálið
Fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins vill að samtökin stígi fram fyrir hönd atvinnulífsins og lýsi því yfir að mál Samherja sé með öllu óásættanlegt og að svona starfi ekki alvöru fyrirtæki.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar
Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnþór Ingvarsson
Óskuðu eftir ráðum hjá Samherjamönnum til að blekkja Grænlendinga
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar bað stjórnendur hjá Samherja að ráðleggja sér um hvernig best væri að afla velvildar heimamanna á Grænlandi og blekkja þá til að komast yfir veiðiheimildir.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent