Ungverjar bestir í almenningssamgöngum

Ísland er í þriðja neðsta sæti ef hlutfall almenningssamgangna er borið saman milli Evrópuríkja.

Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Sporvagnarnir í Búdapest falla vel inn í borgarskipulagið og eru löngu orðnir hluti af borgarmyndinni í Ungverjalandi.
Auglýsing

Í Ung­verja­landi voru þriðj­ungur allra ferða með far­ar­tækjum farnar í almenn­ings­sam­göngum og fjölda­sam­göngum árið 2014. Flestar almenn­ings­sam­göngu­ferð­anna voru farnar með stræt­is­vögn­um, rútum eða spor­vögnum eða um 22,6 pró­sent. Hlut­fall lengri lesta­ferða var 9,9 pró­sent.

Þetta kemur fram í gögnum hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem sam­göngu­máta í Evr­ópu­ríkjum hefur verið skipt upp í þrjá flokka: ferðir með einka­bíl, ferðir með lestum og ferðir með almenn­ings­vögn­um.

Nor­egur og Portú­gal reka lest­ina þegar kemur að hlut­falli almenn­ings­sam­gangna milli landa. Aðeins 10,3 pró­sent allra ferða með far­ar­tækjum voru farnar með almenn­ings­sam­göngum í Nor­egi og Portú­gal árið 2014. Lang flestar ferðir voru farnar í einka­bíl, eða 89,8 pró­sent.

Auglýsing

Ísland í þriðja neðsta sæti á undan Nor­egi og Portú­gal. Hér á landi voru 88,6 pró­sent allra ferða með far­ar­tækjum farnar í einka­bíl árið 2014. Restin af ferð­un­um, eða 11,4 pró­sent, voru farnar með stræt­is­vögnum eða rútum enda eru hér engar lestir eða spor­vagn­ar.

Ísland er þess vegna nokkuð langt á eftir með­al­tali Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna 28 þegar kemur að hlut­falli almenn­ings­sam­gangna. Það er 16,7 þvert á öll aðild­ar­ríki ESB og skipt­ist það nokkurn veg­inn jafnt milli lesta­ferða og ferða í almenn­ings­vögn­um.

Hér að neðan má sjá hlut­fall ferða í hverju landi fyrir sig í öllum Evr­ópu­lönd­um. Þar með talin eru Ísland, Nor­eg­ur, Sviss og Makedón­ía, sem ekki eiga aðild að ESB. Sam­göngur í Liechten­stein, sem á heldur ekki aðild að ESB, eru taldar með Aust­ur­ríki enda rekur aust­ur­ríska lesta­þjón­ustan lest­ar­kerfið í Liechten­stein.Borgir leika lyk­il­hlut­verk

Borg­ar- og bæj­ar­yf­ir­völd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa kynnt til­lögur um breyt­ingar á svæð­is­skipu­lagi sveit­ar­fé­lag­anna þar sem taka á frá rými fyrir öfl­ugri og skil­virk­ari almenn­ings­sam­göng­ur. Verk­efnið gengur undir heit­inu Borg­ar­lína. Borg­ar­lín­unni er ætlað að verða þunga­miðja sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu ára­tug­um.

Í aðgerða­á­ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins í lofts­lags­málum eru sam­göngur sá geiri sem talið er að hægt sé að minnka hvað mest og hvað hrað­ast. Útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna sam­gangna í ESB er tæp­lega fjórð­ungur alls útstreymis frá álf­unni. Bíla­um­ferð ber lang­mesta ábyrgð útstreymi í þessum flokki, eða ríf­lega 70 pró­sent.

Þessar tölur eru sam­bæri­legar við Ísland þar sem um fimmt­ungur útblást­urs­ins verður til við sam­göngur og nær allt útstreymið verður til í vega­sam­göng­um.

Meðal til­lagna ESB er að hámarka nýtni staf­rænnar tækni til þess að draga úr mengun í sam­göng­um, auk þess að hraða þróun vist­vænna orku­gjafa í sam­göng­um. Mark­miðið verði að útblástur frá far­ar­tækjum verði eng­inn.

„Borgir og sveit­ar­fé­lög munu leika mik­il­vægt hlut­verk í fram­kvæmd þess­arar áætl­un­ar,“ segir jafn­framt í áætlun ESB. „Þar er nú þegar verið að inn­leiða hvata fyrir notkun vist­vænnar orku og vist­vænna far­ar­tækja, stuðlað að hjól­reiðum og göngu auk almenn­ings­sam­gangna til þess að minnka mengun og umferða­stífl­ur.

Hlutfallsleg samsetning samgangna í Evrópulöndum

Í töfl­unni hér að neðan má sjá hlut­falls­lega skipt­ingu milli bíla­um­ferðar og fjölda­sam­gangna. Undir dálk­inum „Al­menn­ings“ er sam­tala vagna og lesa.

Evr­ópu­lönd og með­al­tal í ESBBílarAlmenn­ingsVagnarLestir
Ung­verja­land67,50%32,50%22,60%9,90%
Tékk­land73,10%26,90%18,50%8,40%
Belgía76,80%23,20%15,50%7,70%
Slóvakía77,40%22,50%15,20%7,30%
Aust­ur­ríki77,60%22,40%10,30%12,10%
Sviss77,70%22,40%5,10%17,30%
Írland79,80%20,20%17,30%2,90%
Pól­land79,90%20,10%14,30%5,80%
Dan­mörk80,00%20,00%9,90%10,10%
Búlgaría80,40%19,60%17,10%2,50%
Ítalía80,80%19,20%12,90%6,30%
Lett­land80,90%19,00%14,90%4,10%
Grikk­land81,40%18,60%17,70%0,90%
Eist­land81,60%18,40%16,50%1,90%
Rúm­enía81,70%18,30%13,50%4,80%
Kýpur81,80%18,20%18,20%
Malta83,10%16,90%16,90%
Spánn83,20%16,80%10,30%6,50%
ESB-2883,40%16,70%9,10%7,60%
Lúx­em­búrg83,60%16,50%12,20%4,30%
Sví­þjóð84,70%15,30%6,40%8,90%
Frakk­land85,10%14,90%5,60%9,30%
Króa­tía85,10%14,90%11,90%3,00%
Fin­land85,20%14,80%9,80%5,00%
Þýska­land85,70%14,40%5,90%8,50%
Makedónía85,60%14,40%13,50%0,90%
Bret­land86,10%13,90%5,40%8,50%
Sló­venía86,30%13,70%11,60%2,10%
Hol­land87,00%13,00%3,30%9,70%
Lit­háen88,20%11,80%10,80%1,00%
Ísland88,60%11,40%11,40%
Portú­gal89,80%10,30%6,10%4,20%
Nor­egur89,80%10,30%5,40%4,90%

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent