Nokkur tilboð voru yfir 11 milljörðum í hlut HS Orku í Bláa lóninu

Meirihlutaeigandi HS Orku segir að nokkur tilboð hafi borist í 30 prósent hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu sem hafi verið yfir ellefu milljörðum króna. Minnihlutaeigendur telja virði hlutarins meira og höfnuðu öllum fyrirliggjandi tilboðum.

bláa lónið 3.8.2017
Auglýsing

Nokkur til­boð bár­ust í 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu sem voru yfir 90 millj­ónum evra, eða 11 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Alt­erra Power, stærsti eig­andi HS Orku sem skráð er á hluta­bréfa­markað í Kana­da, sendi frá sér í gær.

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að einka­við­ræður hafi farið fram við þann bjóð­anda sem þótti álit­leg­ast­ur, og hafi boðið um 90 millj­ónir evra í hlut­inn. Greint hefur verið frá því í íslenskum fjöl­miðlum að sá bjóð­andi var banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Black­stone. Í til­kynn­ingu Alt­erra segir að þótt félagið hafi verið til­búið að selja þessum aðila hlut­inn þá hafi með­eig­andi þess, íslenska félagið Jarð­varmi sem á 33,4 pró­sent hlut í HS Orku, hafnað því. Sam­þykki Jarð­varma, sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, hafi verið nauð­syn­legt vegna hlut­hafa­sam­komu­lags um minni­hluta­vernd sem gert var þegar Jarð­varmi keypti upp­haf­lega hlut í HS Orku sum­arið 2011. Alt­erra Power segir að sölu­ferl­inu á hlutnum í Bláa lón­inu sé nú lokið en að það verði mögu­lega end­ur­vakið síð­ar.

Davíð Rúd­ólfs­son, stjórn­ar­for­maður Jarð­varma, sagði við Morg­un­blaðið í vik­unni að félagið hafi metið það sem svo að til­boðin sem fyrir lágu hefðu ekki end­ur­speglað virði Bláa lóns­ins. „Við teljum það verð­mæt­ara en þau til­boð sem komu fram.“ Heild­ar­virði Bláa lóns­ins sam­kvæmt til­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­arðar króna.

Auglýsing

Aug­lýstur til sölu í maí

HS Orka sendi frá sér til­­kynn­ingu um miðjan maí síð­­ast­lið­inn þar sem fram kom að það ætl­­aði að kanna mög­u­­­lega sölu á hlut sínum í Bláa lón­inu, í heild eða að hluta. Stöplar Advis­ory sáu um að ræða við hugs­an­­­lega fjár­­­­­festa og stýra ferl­inu fyrir hönd HS Orku, en í til­­­kynn­ing­unni kom fram að þessi ákvörðun væri tekin í kjöl­farið á sýndum áhuga á hlutnum í Bláa lón­in­u.

HS Orka hefur verið hlut­hafi í Bláa Lón­inu frá upp­­­hafi og hefur stolt stutt við vöxt þess. Bláa Lónið er nú með umfangs­­­mik­inn rekst­­­ur, dafnar og er enn í veru­­­legum vexti. Þrátt fyrir að um ein­staka eign sé að ræða og þá fellur starf­­­semi Bláa Lóns­ins ekki að kjarna­­­starf­­­semi HS Orku sem er fram­­­leiðsla og sala end­­­ur­nýj­an­­­legrar orku. Því ákváðum við að hefja þetta ferli,“ var haft eftir Ásgeiri Mar­­­geir­s­­­syni, for­­­stjóra HS Orku, í frétta­til­kynn­ing­unn­i.

Hagn­aður HS Orku í fyrra nam 2,7 millj­­­örðum króna og heild­­­ar­­­tekjur 7,1 millj­­­arði króna. Heild­­­ar­­­eignir félags­­­ins voru bók­­­færðar á tæp­­­lega 50 millj­­­arða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félags­­­ins sé í góðu horfi þessa dag­ana.

Hlut­­­ur­inn í Bláa lón­inu var met­inn á 1,8 millj­­­arða króna í árs­­­reikn­ingi sem þýðir að félagið var metið á um sex millj­­­arða króna sam­­kvæmt þeim mæli­kvarða. Ljóst er, miðað við til­­­boð Black­stone, að virði Bláa lóns­ins er veru­­lega van­­metið í bókum HS Orku.

Ein­ungis arð­greiðslan til hlut­hafa Bláa lóns­ins nam 1,4 millj­­­arði, vegna árs­ins 2015. Vegna síð­asta árs nam arð­greiðslan 1,5 millj­arði króna. Því hefur Bláa lónið greitt næstum þrjá millj­arða króna í arð á tveimur árum.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent