Nokkur tilboð voru yfir 11 milljörðum í hlut HS Orku í Bláa lóninu

Meirihlutaeigandi HS Orku segir að nokkur tilboð hafi borist í 30 prósent hlut fyrirtækisins í Bláa lóninu sem hafi verið yfir ellefu milljörðum króna. Minnihlutaeigendur telja virði hlutarins meira og höfnuðu öllum fyrirliggjandi tilboðum.

bláa lónið 3.8.2017
Auglýsing

Nokkur til­boð bár­ust í 30 pró­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu sem voru yfir 90 millj­ónum evra, eða 11 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem Alt­erra Power, stærsti eig­andi HS Orku sem skráð er á hluta­bréfa­markað í Kana­da, sendi frá sér í gær.

Í til­kynn­ing­unni segir enn fremur að einka­við­ræður hafi farið fram við þann bjóð­anda sem þótti álit­leg­ast­ur, og hafi boðið um 90 millj­ónir evra í hlut­inn. Greint hefur verið frá því í íslenskum fjöl­miðlum að sá bjóð­andi var banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn Black­stone. Í til­kynn­ingu Alt­erra segir að þótt félagið hafi verið til­búið að selja þessum aðila hlut­inn þá hafi með­eig­andi þess, íslenska félagið Jarð­varmi sem á 33,4 pró­sent hlut í HS Orku, hafnað því. Sam­þykki Jarð­varma, sem er í eigu 14 íslenskra líf­eyr­is­sjóða, hafi verið nauð­syn­legt vegna hlut­hafa­sam­komu­lags um minni­hluta­vernd sem gert var þegar Jarð­varmi keypti upp­haf­lega hlut í HS Orku sum­arið 2011. Alt­erra Power segir að sölu­ferl­inu á hlutnum í Bláa lón­inu sé nú lokið en að það verði mögu­lega end­ur­vakið síð­ar.

Davíð Rúd­ólfs­son, stjórn­ar­for­maður Jarð­varma, sagði við Morg­un­blaðið í vik­unni að félagið hafi metið það sem svo að til­boðin sem fyrir lágu hefðu ekki end­ur­speglað virði Bláa lóns­ins. „Við teljum það verð­mæt­ara en þau til­boð sem komu fram.“ Heild­ar­virði Bláa lóns­ins sam­kvæmt til­boð­unum sem fyrir lágu var 37 millj­arðar króna.

Auglýsing

Aug­lýstur til sölu í maí

HS Orka sendi frá sér til­­kynn­ingu um miðjan maí síð­­ast­lið­inn þar sem fram kom að það ætl­­aði að kanna mög­u­­­lega sölu á hlut sínum í Bláa lón­inu, í heild eða að hluta. Stöplar Advis­ory sáu um að ræða við hugs­an­­­lega fjár­­­­­festa og stýra ferl­inu fyrir hönd HS Orku, en í til­­­kynn­ing­unni kom fram að þessi ákvörðun væri tekin í kjöl­farið á sýndum áhuga á hlutnum í Bláa lón­in­u.

HS Orka hefur verið hlut­hafi í Bláa Lón­inu frá upp­­­hafi og hefur stolt stutt við vöxt þess. Bláa Lónið er nú með umfangs­­­mik­inn rekst­­­ur, dafnar og er enn í veru­­­legum vexti. Þrátt fyrir að um ein­staka eign sé að ræða og þá fellur starf­­­semi Bláa Lóns­ins ekki að kjarna­­­starf­­­semi HS Orku sem er fram­­­leiðsla og sala end­­­ur­nýj­an­­­legrar orku. Því ákváðum við að hefja þetta ferli,“ var haft eftir Ásgeiri Mar­­­geir­s­­­syni, for­­­stjóra HS Orku, í frétta­til­kynn­ing­unn­i.

Hagn­aður HS Orku í fyrra nam 2,7 millj­­­örðum króna og heild­­­ar­­­tekjur 7,1 millj­­­arði króna. Heild­­­ar­­­eignir félags­­­ins voru bók­­­færðar á tæp­­­lega 50 millj­­­arða króna. Óhætt er því að segja að rekstur félags­­­ins sé í góðu horfi þessa dag­ana.

Hlut­­­ur­inn í Bláa lón­inu var met­inn á 1,8 millj­­­arða króna í árs­­­reikn­ingi sem þýðir að félagið var metið á um sex millj­­­arða króna sam­­kvæmt þeim mæli­kvarða. Ljóst er, miðað við til­­­boð Black­stone, að virði Bláa lóns­ins er veru­­lega van­­metið í bókum HS Orku.

Ein­ungis arð­greiðslan til hlut­hafa Bláa lóns­ins nam 1,4 millj­­­arði, vegna árs­ins 2015. Vegna síð­asta árs nam arð­greiðslan 1,5 millj­arði króna. Því hefur Bláa lónið greitt næstum þrjá millj­arða króna í arð á tveimur árum.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent