Sósíalistaflokkurinn með 0,29 prósent fylgi

Sósíalistaflokkur Íslands mældist varla með neitt marktækt fylgi, samkvæmt nýbirtum þjóðarpúlsi Gallup.

Gunnar Smári Egilsson, aðalhvatamaðurinn að stofnun Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári Egilsson, aðalhvatamaðurinn að stofnun Sósíalistaflokks Íslands.
Auglýsing

Sósa­lista­flokkur Gunn­ars Smára Egils­sonar mæld­ist með 0,29 pró­senta fylgi í síð­asta þjóð­ar­púlsi Gallup, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk hjá fyr­ir­tæk­inu.

Alls tóku 2.024 við­mæl­endur þátt í þjóð­ar­púls­in­um, en af þeim sögð­ust fjórir ein­stak­lingar myndu kjósa flokk­inn. Sam­kvæmt Gallup sam­svarar það 0,29%, en vik­mörk eru +/- 0,26% og telst því varla mark­tækt. Fylgi flokks­ins var ekki nægt til að greint hafði verið frá því sér­stak­lega í þjóð­ar­púls­in­um, en hann er undir liðnum „aðrir flokk­ar,“ ásamt Alþýðu­fylk­ing­unni, Íslensku þjóð­fylk­ing­unni og Dög­un. Sam­tals mæld­ust umræddir flokkar með 1,4% fylg­i. 

Auglýsing

Kjarn­inn hefur áður fjallað um Sós­í­alista­flokk Íslands, en hann var stofn­aður þann 1. maí af Gunn­ari Smára Egils­syni, fyrr­ver­andi útgef­anda og rit­stjóra Frétta­tím­ans. Fréttir um nýja stjórn­mála­flokk­inn komu stuttu eftir að heyrst hafði um rekstr­ar­erf­ið­leika Frétta­tím­ans, en illa gekk að greiða starfs­mönnum blaðs­ins laun á réttum tíma. 

Þrátt fyrir að fylgi hafi mælst til­tölu­lega lítið hjá Gallup virð­ast skrán­ingar í flokk­inn ganga nokkuð vel, en sam­kvæmt Við­ari Þor­steins­syni, rit­ari stjórnar flokks­ins, eru skráðir flokks­með­limir orðnir rúm­lega 1.400.

Sam­kvæmt könnun Gallup myndi annar flokkur sem raðar sér vinstra megin í hinu póli­tíska lit­rófi, Flokkur fólks­ins, fá 8,4 pró­­sent atkvæða og fimm menn kjörna á Alþingi ef kosið yrði í dag. Sitj­andi rík­­is­­stjórn nýtur hins vegar ein­ungis trausts 32,7 pró­­sent kjós­­enda og flokk­­arnir sem að henni standa myndu ná 21 þing­­manni inn á Alþingi miðað við fylgi þeirra í dag, eða ell­efu færri en í kosn­­ing­unum í fyrra­haust. Rík­­is­­stjórnin er því kol­­fallin miðað við stöð­una eins og hún mælist nú um stund­ir.

Sam­­kvæmt könn­un­inni er Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn stærsti flokkur lands­ins. 26,5 pró­­sent segja að þeir myndu kjósa hann sem myndi þýða að flokk­­ur­inn fengi 18 þing­­menn. Það er þremur færri þing­­menn en flokk­­ur­inn er með í dag. 21,2 pró­­sent segja að þeir myndu kjósa Vinstri græna sem myndi tryggja flokknum 14 þing­­menn, eða fjórum fleiri en hann fékk í síð­­­ustu kosn­­ing­­um. Píratar myndu fá 12,9 pró­­sent atkvæða (níu þing­­menn), Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn 11,4 pró­­sent (átta þing­­menn) og Sam­­fylk­ingin 9,1 pró­­sent (sex þing­­menn). Sam­­starfs­­flokkar Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í rík­­is­­stjórn, Við­reisn og Björt fram­­tíð, halda áfram að mæl­­ast með mjög lítið fylgi. Við­reisn myndi fá 5,3 pró­­sent atkvæða ef kosið yrði í dag og rétt skríða inn á þing með þrjá þing­­menn. Flokk­­ur­inn er með sjö þing­­menn í dag. Staðan hjá Bjartri fram­­tíð er enn verri. Ein­ungis 3,7 pró­­sent aðspurðra í könnun Gallup sögð­ust ætla að kjósa flokk­inn. Það myndi þýða að Björt fram­­tíð næði ekki inn manni á þing en flokk­­ur­inn hefur nú fjóra þing­­menn.

Norska hagkerfið finnur fyrir viðskiptastríði Bandaríkjanna við Rússland, Evrópusambandið og Kína.
Tollastríðið lækkar olíuverð og norsku krónuna
Tollastríð Bandaríkjanna við helstu viðskiptaþjóðir þeirra hefur leitt til lægri verðs á hrávörum sem og veikingu á gengis norsku krónunnar.
Kjarninn 23. júlí 2018
Færri nota innanlandsflug
Um 8 þúsund færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi þessa árs, aðra en Keflavíkurflugvöll, en á sama tímabili í fyrra. Rúmlega 377 þúsund farþegar fóru um flugvelli landsins á þessum tíma.
Kjarninn 23. júlí 2018
Sumarútsölur ná að draga vísitöluna niður og halda henni óbreyttri milli mánaða.
Mikil hækkun á flugmiðum annan mánuðinn í röð
Flugfargjöld hækkuðu um 23% milli júní og júlí, í kjölfar 15,2% mánuðinn á undan. Samhliða verðlækkun á fötum og skóm hélst vísitalan þó nær óbreytt í júlí , en 12 mánaða verðbólga mælist í 2,7 prósentum.
Kjarninn 23. júlí 2018
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Nær 40% Spánverja á móti lýðræði
Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.
Kjarninn 23. júlí 2018
Hótanir á Twitter
Donald Trump forseti Bandaríkjanna fór mikinn á Twitter í nótt, eins og oft áður, og hótaði Írönum öllu illu.
Kjarninn 23. júlí 2018
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent