#viðskipti#kauphöllin

Gengi Icelandair rauk upp um 6,7% eftir kaup lykilstjórnenda

Verð á hlutabréfum í Icelandair hækkaði um 6,69% í dag, eftir tilkynningu forstjóra og fjármálastjóra fyrirtækisins um kaup á bréfum í því.

Svo virðist sem hlutabréf í Icelandair hafi tekist á loft í dag.
Svo virðist sem hlutabréf í Icelandair hafi tekist á loft í dag.

Verð hluta­bréfa í Icelandair hefur hækkað um 6,69% í Kaup­höll­inni í dag, í kjöl­far þess að tveir lyk­il­stjórn­endur félags­ins keyptu í því fyrir tæp­lega 18 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn fjall­aði um það fyrr í dag að Björgólfur Jóhanns­son, for­stjóri Icelandair Group, og Bogi Nils Boga­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála fyr­ir­tæk­is­ins höfðu keypt hluta­bréf í því fyrir tæp­lega 18 millj­ónir króna, en Kaup­höll Íslands birti til­kynn­ingu Icelandair um við­skipti inn­herja um hádeg­is­bil í dag.

Svo virð­ist sem margir hafi ákveðið að fylgja ákvörðun stjórn­end­anna og kaupa hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu, en við lokun mark­aða í dag hafði mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins hækkað um 6,69% frá morgni í 1.222 millj­óna króna við­skipt­u­m. 

Auglýsing

Mark­aðsvirði Icelandair hefur lækkað um helm­ing frá því í apríl í fyrra, en hluta­bréf þeirra hrundu um 24% á einum degi í febr­úar eftir slæma afkomu­við­vör­un.  Virði hluta­bréfa þeirra hafa farið úr því að vera 38,9 krónur í apríl 2016 niður í 15,15 krónur í dag. Virði allra hluta­bréfa félags­ins stendur nú í um 74 millj­arða króna.

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Meira úr sama flokkiInnlent