Íslendingar svartsýnni en Danir þrátt fyrir lægri kostnaðarbyrði

Mikill munur er á viðhorfi gagnvart leigumarkaðnum á Íslandi og Danmörku, en greiningardeild Arion banka spyr sig hvers vegna Danir séu meira „ligeglad“ en Íslendingar í íbúðakaupum þrátt fyrir þrengri stöðu á húsnæðismarkaði.

Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Auglýsing

Aðeins 40% Íslend­inga telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum á meðan 76% Dana telja sig gera það. Þessar nið­ur­stöður stinga í stúf við verð á hús­næð­is­mark­aði í lönd­unum tveimur í hlut­falli við laun, en kostn­að­ar­byrði íbúð­ar­hús­næðis er tölu­vert hærri í Dan­mörku. Þetta kemur fram í nýbirtum mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deild­ar Arion banka. 

Sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni hefur hlut­fall Íslend­inga sem telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum fækkað nokkuð á síð­ustu tveimur árum, eða úr 46% niður í 40%. Á sama tíma hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað hratt, en frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2012 hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað um 28%. Hækk­unin í Dan­mörku hefur ekki verið jafn­hröð, en á sama tíma­bili hefur íbúð­ar­hús­næði þar í landi hækkað um 18% að raun­virð­i. 

Hvers vegna í ósköp­unum svona ligeglad?

Hins vegar blasir önnur mynd við þegar íbúð­ar­verð í hlut­falli við laun er borið saman í lönd­unum tveim­ur. Þar hefur kostn­að­ar­byrði íbúða í Dan­mörku auk­ist um rúm 20% frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2014 á meðan hún hefur auk­ist um rúm 10%. Skuldir danskra heim­ila sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eru einnig mun hærri en hjá íslenskum heim­il­um, ef marka má tveggja ára tölur frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Ef litið er á hlut­fall heim­ila með íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað kemur Dan­mörk einnig mun verr út en Ísland og hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. Sam­kvæmt OECD voru um 50% danskra heim­ila sem til­heyrðu tekju­lægsta fimmt­ungnum með íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að, sam­an­borið við 30% á Íslandi árið 2015. Þótt mun­ur­inn sé mik­ill áréttar grein­ing­ar­deildin að erfitt sé að leggja of mikið traust á tveggja ára gamlar töl­ur, staðan gæti verið um margt öðru­vísi núna.

Grein­ing­ar­deildin furðar sig á stöð­unni, en í grein­in­ing­unni seg­ir: „Hvers vegna í ósköp­unum eru skuldum vafðir Danir þá svona ligeglade þegar kemur á hús­næð­is­mark­aðn­um?“ Svo virð­ist sem svör við þeirri spurn­ingu séu ekki að finna í hefð­bundnum mæli­kvörðum um skuld­setn­ingu og hús­næð­is­kostnað heim­il­anna heldur virð­ast aðrir þættir ráða ferð­inni, sam­kvæmt grein­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður fær 76 milljarða króna lánaða á 0,625 prósent vöxtum
Nálægt sjöföld umframeftirspurn var eftir því að kaupa skuldabréfaútgáfu íslenska ríkisins. Af þeim mikla áhuga leiddi til þess að hægt var að fá enn lægri vexti en stefnt hafði verið að.
Kjarninn 27. maí 2020
Úr Hæstarétti Íslands.
Benedikt Bogason nýr varaforseti Hæstaréttar
Hæstaréttardómarar kusu sér nýjan varaforseta á fundi sem haldinn var í dag.
Kjarninn 27. maí 2020
Margrét Pála Valdimarsdóttir kann því vel að vinna heima.
Aukin afköst í fjarvinnu og meiri frítími
Að þurfa ekki að keyra til vinnu og að getað tekið æfingu í stofunni eru meðal þeirra kosta sem Margrét Pála Valdimarsdóttir, ráðgjafi hjá Íslandsbanka, sér við fjarvinnu. Starfsfólks bankans mun héðan í frá vinna að jafnaði vinna heima einn dag í viku.
Kjarninn 27. maí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent