Íslendingar svartsýnni en Danir þrátt fyrir lægri kostnaðarbyrði

Mikill munur er á viðhorfi gagnvart leigumarkaðnum á Íslandi og Danmörku, en greiningardeild Arion banka spyr sig hvers vegna Danir séu meira „ligeglad“ en Íslendingar í íbúðakaupum þrátt fyrir þrengri stöðu á húsnæðismarkaði.

Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Auglýsing

Aðeins 40% Íslend­inga telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum á meðan 76% Dana telja sig gera það. Þessar nið­ur­stöður stinga í stúf við verð á hús­næð­is­mark­aði í lönd­unum tveimur í hlut­falli við laun, en kostn­að­ar­byrði íbúð­ar­hús­næðis er tölu­vert hærri í Dan­mörku. Þetta kemur fram í nýbirtum mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deild­ar Arion banka. 

Sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni hefur hlut­fall Íslend­inga sem telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum fækkað nokkuð á síð­ustu tveimur árum, eða úr 46% niður í 40%. Á sama tíma hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað hratt, en frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2012 hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað um 28%. Hækk­unin í Dan­mörku hefur ekki verið jafn­hröð, en á sama tíma­bili hefur íbúð­ar­hús­næði þar í landi hækkað um 18% að raun­virð­i. 

Hvers vegna í ósköp­unum svona ligeglad?

Hins vegar blasir önnur mynd við þegar íbúð­ar­verð í hlut­falli við laun er borið saman í lönd­unum tveim­ur. Þar hefur kostn­að­ar­byrði íbúða í Dan­mörku auk­ist um rúm 20% frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2014 á meðan hún hefur auk­ist um rúm 10%. Skuldir danskra heim­ila sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eru einnig mun hærri en hjá íslenskum heim­il­um, ef marka má tveggja ára tölur frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Ef litið er á hlut­fall heim­ila með íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað kemur Dan­mörk einnig mun verr út en Ísland og hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. Sam­kvæmt OECD voru um 50% danskra heim­ila sem til­heyrðu tekju­lægsta fimmt­ungnum með íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að, sam­an­borið við 30% á Íslandi árið 2015. Þótt mun­ur­inn sé mik­ill áréttar grein­ing­ar­deildin að erfitt sé að leggja of mikið traust á tveggja ára gamlar töl­ur, staðan gæti verið um margt öðru­vísi núna.

Grein­ing­ar­deildin furðar sig á stöð­unni, en í grein­in­ing­unni seg­ir: „Hvers vegna í ósköp­unum eru skuldum vafðir Danir þá svona ligeglade þegar kemur á hús­næð­is­mark­aðn­um?“ Svo virð­ist sem svör við þeirri spurn­ingu séu ekki að finna í hefð­bundnum mæli­kvörðum um skuld­setn­ingu og hús­næð­is­kostnað heim­il­anna heldur virð­ast aðrir þættir ráða ferð­inni, sam­kvæmt grein­ing­unn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent