Íslendingar svartsýnni en Danir þrátt fyrir lægri kostnaðarbyrði

Mikill munur er á viðhorfi gagnvart leigumarkaðnum á Íslandi og Danmörku, en greiningardeild Arion banka spyr sig hvers vegna Danir séu meira „ligeglad“ en Íslendingar í íbúðakaupum þrátt fyrir þrengri stöðu á húsnæðismarkaði.

Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Auglýsing

Aðeins 40% Íslend­inga telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum á meðan 76% Dana telja sig gera það. Þessar nið­ur­stöður stinga í stúf við verð á hús­næð­is­mark­aði í lönd­unum tveimur í hlut­falli við laun, en kostn­að­ar­byrði íbúð­ar­hús­næðis er tölu­vert hærri í Dan­mörku. Þetta kemur fram í nýbirtum mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deild­ar Arion banka. 

Sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni hefur hlut­fall Íslend­inga sem telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum fækkað nokkuð á síð­ustu tveimur árum, eða úr 46% niður í 40%. Á sama tíma hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað hratt, en frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2012 hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað um 28%. Hækk­unin í Dan­mörku hefur ekki verið jafn­hröð, en á sama tíma­bili hefur íbúð­ar­hús­næði þar í landi hækkað um 18% að raun­virð­i. 

Hvers vegna í ósköp­unum svona ligeglad?

Hins vegar blasir önnur mynd við þegar íbúð­ar­verð í hlut­falli við laun er borið saman í lönd­unum tveim­ur. Þar hefur kostn­að­ar­byrði íbúða í Dan­mörku auk­ist um rúm 20% frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2014 á meðan hún hefur auk­ist um rúm 10%. Skuldir danskra heim­ila sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eru einnig mun hærri en hjá íslenskum heim­il­um, ef marka má tveggja ára tölur frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Ef litið er á hlut­fall heim­ila með íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað kemur Dan­mörk einnig mun verr út en Ísland og hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. Sam­kvæmt OECD voru um 50% danskra heim­ila sem til­heyrðu tekju­lægsta fimmt­ungnum með íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að, sam­an­borið við 30% á Íslandi árið 2015. Þótt mun­ur­inn sé mik­ill áréttar grein­ing­ar­deildin að erfitt sé að leggja of mikið traust á tveggja ára gamlar töl­ur, staðan gæti verið um margt öðru­vísi núna.

Grein­ing­ar­deildin furðar sig á stöð­unni, en í grein­in­ing­unni seg­ir: „Hvers vegna í ósköp­unum eru skuldum vafðir Danir þá svona ligeglade þegar kemur á hús­næð­is­mark­aðn­um?“ Svo virð­ist sem svör við þeirri spurn­ingu séu ekki að finna í hefð­bundnum mæli­kvörðum um skuld­setn­ingu og hús­næð­is­kostnað heim­il­anna heldur virð­ast aðrir þættir ráða ferð­inni, sam­kvæmt grein­ing­unn­i. 

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent