Íslendingar svartsýnni en Danir þrátt fyrir lægri kostnaðarbyrði

Mikill munur er á viðhorfi gagnvart leigumarkaðnum á Íslandi og Danmörku, en greiningardeild Arion banka spyr sig hvers vegna Danir séu meira „ligeglad“ en Íslendingar í íbúðakaupum þrátt fyrir þrengri stöðu á húsnæðismarkaði.

Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Danir virðast meira ligeglad þegar kemur að húsnæðismarkaðnum.
Auglýsing

Aðeins 40% Íslend­inga telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum á meðan 76% Dana telja sig gera það. Þessar nið­ur­stöður stinga í stúf við verð á hús­næð­is­mark­aði í lönd­unum tveimur í hlut­falli við laun, en kostn­að­ar­byrði íbúð­ar­hús­næðis er tölu­vert hærri í Dan­mörku. Þetta kemur fram í nýbirtum mark­aðs­punktum grein­ing­ar­deild­ar Arion banka. 

Sam­kvæmt grein­ing­ar­deild­inni hefur hlut­fall Íslend­inga sem telja sig hafa aðgengi að hús­næði á við­ráð­an­legum kjörum fækkað nokkuð á síð­ustu tveimur árum, eða úr 46% niður í 40%. Á sama tíma hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað hratt, en frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2012 hefur raun­verð íbúð­ar­hús­næðis hækkað um 28%. Hækk­unin í Dan­mörku hefur ekki verið jafn­hröð, en á sama tíma­bili hefur íbúð­ar­hús­næði þar í landi hækkað um 18% að raun­virð­i. 

Hvers vegna í ósköp­unum svona ligeglad?

Hins vegar blasir önnur mynd við þegar íbúð­ar­verð í hlut­falli við laun er borið saman í lönd­unum tveim­ur. Þar hefur kostn­að­ar­byrði íbúða í Dan­mörku auk­ist um rúm 20% frá fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2014 á meðan hún hefur auk­ist um rúm 10%. Skuldir danskra heim­ila sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eru einnig mun hærri en hjá íslenskum heim­il­um, ef marka má tveggja ára tölur frá Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Ef litið er á hlut­fall heim­ila með íþyngj­andi hús­næð­is­kostnað kemur Dan­mörk einnig mun verr út en Ísland og hinar Norð­ur­landa­þjóð­irn­ar. Sam­kvæmt OECD voru um 50% danskra heim­ila sem til­heyrðu tekju­lægsta fimmt­ungnum með íþyngj­andi hús­næð­is­kostn­að, sam­an­borið við 30% á Íslandi árið 2015. Þótt mun­ur­inn sé mik­ill áréttar grein­ing­ar­deildin að erfitt sé að leggja of mikið traust á tveggja ára gamlar töl­ur, staðan gæti verið um margt öðru­vísi núna.

Grein­ing­ar­deildin furðar sig á stöð­unni, en í grein­in­ing­unni seg­ir: „Hvers vegna í ósköp­unum eru skuldum vafðir Danir þá svona ligeglade þegar kemur á hús­næð­is­mark­aðn­um?“ Svo virð­ist sem svör við þeirri spurn­ingu séu ekki að finna í hefð­bundnum mæli­kvörðum um skuld­setn­ingu og hús­næð­is­kostnað heim­il­anna heldur virð­ast aðrir þættir ráða ferð­inni, sam­kvæmt grein­ing­unn­i. 

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent