NetApp kaupir Greenqloud

Bandaríska Fortune 500 fyrirtækið hefur keypt íslenska hugbúnaðarfyrirtækið GreenQloud.

NetApp
Auglýsing

NetApp Inc. hefur keypt Greenqloud ehf., en þetta eru fyrstu kaup Fortune 500 fyr­ir­tækis á íslensku hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki sem vitað er um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Greenqloud en kaup­verðið er ekki gefið upp.

George Kuri­an, for­stjóri NetApp, fagnar kaup­unum í til­kynn­ingu, sem vitnað er til á tækni­vefnum www.crn.com, og segir að Greenqloud muni styrkja þjón­ustu og vöru­fram­boð NetApp.

Greenqloud ehf. verður hér eftir NetApp Iceland og verður starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins áfram á skrif­stofum þess í Reykja­vík og Seattle. Mark­mið NetApp með kaup­unum er að styrkja leið­andi stöðu sína á mark­aði hybrid skýja­þjón­ustu. Þetta eru afar góðar fréttir fyrir íslenskt við­skipta­líf, en kaup sem þessi eru mikil við­ur­kenn­ing á íslensku hug­viti sem og nýsköp­un­ar­starf­semi.

Auglýsing

Greenqloud var stofnað árið 2010 af Eiríki Hrafns­syni og Tryggva Lárus­syni og var fyrsta fyr­ir­tæki í heimi til þess að bjóða upp á skýja­þjón­ustu sem ein­göngu var rekin á end­ur­nýj­an­legri orku. Er Jónsi Stef­áns­son, for­stjóri Greenqloud, var ráð­inn til fyr­ir­tæk­is­ins í mars 2014 tók við mikil breyt­ing á áherslum fyr­ir­tæk­is­ins þar sem meg­in­á­hersla var lögð á að þróa Qstack; sér­hann­aða hug­bún­að­ar­lausn sem getur á auð­veldan hátt stýrt skýja­lausnum og tölvu­þjónum fyr­ir­tækja.

Í dag eru starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins 42 tals­ins, af hinum ýmsu þjóð­ern­um, en með nýjum áherslum NetApp Iceland og miklum vaxt­ar­tæki­færum sem þeim fylgja mun fyr­ir­tækið bæta við sig starfs­mönnum á næstu vikum og mán­uð­um. Upp­bygg­ing starf­sem­innar mun að mestu leyti fara fram á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Reykja­vík, en einnig á skrif­stofu þess í Seatt­le, Banda­ríkj­un­um. „Við erum virki­lega stolt af þessum árangri sem kemur til vegna ótrú­legrar þraut­seigju og dugn­aðar starfs­manna þar sem hver og einn þeirra spil­aði ákveðið lyk­il­hlut­verk. Ég gæti ekki verið stolt­ari af mínu fólki sem hefur lagt allt sitt fram til að gera þetta að veru­leika. Það er einkar ánægju­legt fyrir okkur og í raun allan tækni­geir­ann á Íslandi að NetApp hefur sett fram mjög metn­að­ar­fulla upp­bygg­ing­ar­á­ætlun fyrir starf­sem­ina á Íslandi.  NetApp er virki­lega áhuga­vert fyr­ir­tæki og hefur ítrekað verið valið eitt besta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna til að vinna fyr­ir, að sjálf­sögðu verður engin und­an­tekn­ing þar á í starf­semi þess hér á Íslandi,” segir Jónsi Stef­áns­son, for­stjóri Greenqloud, í til­kynn­ing­u. 

Aðal­­eig­endur fyr­ir­tæk­is­ins voru fyrir kaupin meðal ann­ars Kjölur fjár­fest­inga­fé­lag, Nýsköp­un­­ar­­sjóður Íslands og Novator ásamt smærri fjár­­­fest­u­m, ­stofn­endum og starfs­­fólki.

NetApp, Inc. var stofnað árið 1992 en hefur verið skráð sem Fortune 500 fyr­ir­tæki frá árinu 2012, sem gerir það að einu stærsta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna fimmta árið í röð. Höf­uð­stöðvar þess eru í Sunn­yvale, Kali­forn­íu, en fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í geymslu­kerfum og utan­um­haldi gagna­vera ásamt því að vera leið­andi og í mik­illi sókn þegar kemur að hybrid skýja­þjón­ustu.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Skipulagsferli virkjunar í einu yngsta árgljúfri heims er hafið
Hún er ekki stór að afli, aðeins 9,3 MW, en mun rjúfa einstaka landslagsheild sem nýtur verndar í lögum og skal ekki raska nema brýna nauðsyn beri til. Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt að hefja skipulagsgerð vegna virkjunar í Hverfisfljóti.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent