Fjárfestingar í United Silicon innan heimilda

2,2 milljarða fjárfestingar þriggja lífeyrissjóða í kísilverksmiðjuna United Silicon voru innan fjárfestingaheimilda, að sögn Fjármálaeftirlitsins

Kísilverksmiðjan United Silicon
Kísilverksmiðjan United Silicon
Auglýsing

Eign­ar­hlutur þriggja íslenskra líf­eyr­is­sjóða í United Sil­icon er innan fjár­fest­ing­ar­heim­ilda þeirra, sam­kvæmt svari frá Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Kjarn­inn lagði fram fyr­ir­spurn til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um hvort fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna Festu, Frjálsa og EFÍA, fyrir 2.166 millj­ónir króna í United Sil­icon, hafi sam­rýmst fjár­fest­ing­ar­reglum þeirra, þar sem fyr­ir­tækið er óskráð. 

Áður hefur verið greint frá þessum fjár­fest­ing­um, en Frjálsi fjár­festi fyrir 1.178 millj­ónir króna í fyr­ir­tæk­in­u. United Sil­icon er nú komið í greiðslu­stöðvun og vinnur að gerð nauða­samn­inga við kröfu­hafa sína.

Auglýsing

Í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kom fram að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi heim­ild til að binda allt að 10% heild­ar­eigna sinna í hluta­bréfum sama útgef­anda. Heim­ildin er óháð því hvort um skráð eða óskráð fyr­ir­tæki sé að ræða, en líf­eyr­is­sjóði er heim­ilt að eiga allt að 25% af eignum sínum í óskráðum fjár­mála­gern­ing­um. Sam­kvæmt sam­an­tekt úr árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóð­anna var hlut­fall eigna þeirra í óskráðum fyr­ir­tækjum 3,9% hjá Frjálsa, 4,3% hjá EFÍA og 5,3% hjá Festu.

Ekki er ljóst hvernig eign­ar­haldi United Sil­icon er hátt­að, en Krist­leifur Andr­és­son, tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins, vildi ekki gefa upp neinar upp­lýs­ingar um eig­endur þegar Kjarn­inn bað um þær á mið­viku­dag­inn. 

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent