Fjárfestingar í United Silicon innan heimilda

2,2 milljarða fjárfestingar þriggja lífeyrissjóða í kísilverksmiðjuna United Silicon voru innan fjárfestingaheimilda, að sögn Fjármálaeftirlitsins

Kísilverksmiðjan United Silicon
Kísilverksmiðjan United Silicon
Auglýsing

Eign­ar­hlutur þriggja íslenskra líf­eyr­is­sjóða í United Sil­icon er innan fjár­fest­ing­ar­heim­ilda þeirra, sam­kvæmt svari frá Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Kjarn­inn lagði fram fyr­ir­spurn til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um hvort fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna Festu, Frjálsa og EFÍA, fyrir 2.166 millj­ónir króna í United Sil­icon, hafi sam­rýmst fjár­fest­ing­ar­reglum þeirra, þar sem fyr­ir­tækið er óskráð. 

Áður hefur verið greint frá þessum fjár­fest­ing­um, en Frjálsi fjár­festi fyrir 1.178 millj­ónir króna í fyr­ir­tæk­in­u. United Sil­icon er nú komið í greiðslu­stöðvun og vinnur að gerð nauða­samn­inga við kröfu­hafa sína.

Auglýsing

Í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kom fram að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi heim­ild til að binda allt að 10% heild­ar­eigna sinna í hluta­bréfum sama útgef­anda. Heim­ildin er óháð því hvort um skráð eða óskráð fyr­ir­tæki sé að ræða, en líf­eyr­is­sjóði er heim­ilt að eiga allt að 25% af eignum sínum í óskráðum fjár­mála­gern­ing­um. Sam­kvæmt sam­an­tekt úr árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóð­anna var hlut­fall eigna þeirra í óskráðum fyr­ir­tækjum 3,9% hjá Frjálsa, 4,3% hjá EFÍA og 5,3% hjá Festu.

Ekki er ljóst hvernig eign­ar­haldi United Sil­icon er hátt­að, en Krist­leifur Andr­és­son, tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins, vildi ekki gefa upp neinar upp­lýs­ingar um eig­endur þegar Kjarn­inn bað um þær á mið­viku­dag­inn. 

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent