Fjárfestingar í United Silicon innan heimilda

2,2 milljarða fjárfestingar þriggja lífeyrissjóða í kísilverksmiðjuna United Silicon voru innan fjárfestingaheimilda, að sögn Fjármálaeftirlitsins

Kísilverksmiðjan United Silicon
Kísilverksmiðjan United Silicon
Auglýsing

Eign­ar­hlutur þriggja íslenskra líf­eyr­is­sjóða í United Sil­icon er innan fjár­fest­ing­ar­heim­ilda þeirra, sam­kvæmt svari frá Fjár­mála­eft­ir­lit­in­u. 

Kjarn­inn lagði fram fyr­ir­spurn til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um hvort fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóð­anna Festu, Frjálsa og EFÍA, fyrir 2.166 millj­ónir króna í United Sil­icon, hafi sam­rýmst fjár­fest­ing­ar­reglum þeirra, þar sem fyr­ir­tækið er óskráð. 

Áður hefur verið greint frá þessum fjár­fest­ing­um, en Frjálsi fjár­festi fyrir 1.178 millj­ónir króna í fyr­ir­tæk­in­u. United Sil­icon er nú komið í greiðslu­stöðvun og vinnur að gerð nauða­samn­inga við kröfu­hafa sína.

Auglýsing

Í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins kom fram að líf­eyr­is­sjóð­irnir hafi heim­ild til að binda allt að 10% heild­ar­eigna sinna í hluta­bréfum sama útgef­anda. Heim­ildin er óháð því hvort um skráð eða óskráð fyr­ir­tæki sé að ræða, en líf­eyr­is­sjóði er heim­ilt að eiga allt að 25% af eignum sínum í óskráðum fjár­mála­gern­ing­um. Sam­kvæmt sam­an­tekt úr árs­reikn­ingum líf­eyr­is­sjóð­anna var hlut­fall eigna þeirra í óskráðum fyr­ir­tækjum 3,9% hjá Frjálsa, 4,3% hjá EFÍA og 5,3% hjá Festu.

Ekki er ljóst hvernig eign­ar­haldi United Sil­icon er hátt­að, en Krist­leifur Andr­és­son, tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins, vildi ekki gefa upp neinar upp­lýs­ingar um eig­endur þegar Kjarn­inn bað um þær á mið­viku­dag­inn. 

Stöðnun á fasteignamarkaðnum
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2 prósent milli maí og júní. Verð á fjölbýli hækkaði um 0,3 prósent og verð á sérbýli lækkaði um 0,5 prósent.
Kjarninn 23. júlí 2019
Gestur Pétursson
Nýr framkvæmdastjóri hjá Veitum
Stjórn Veitna hefur ráðið Gest Pétursson forstjóra Elkem Ísland sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júlí 2019
Indversk geimflaug á leið til tunglsins
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins.
Kjarninn 22. júlí 2019
Þingmennirnir sex á Klaustur bar
Siðanefnd Alþingis hefur sent álit sitt um Klausturmálið til forsætisnefndar
Siðanefnd Alþingis hefur klárað álit sitt um Klausturmálið svokallaða og sent forsætisnefnd. Þeir sex þingmenn sem náðust á upptöku hafa fengið álitið til umfjöllunar og hafa frest fram í lok þessarar viku til að skila andsvörum.
Kjarninn 22. júlí 2019
Halldór Auðar Svansson
„Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr“
Fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata segir að tilgangur með strúktúr innan flokks eigi meðal annars að vera sá að gefa fólki lágmarksvinnufrið. Annars vinni þeir frekustu hverju sinni og frekju sé mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Kjarninn 22. júlí 2019
Andri Snær Magnason
Minnast fyrsta jökulsins sem hvarf vegna loftslagsbreytinga
Andri Snær Magnason, ásamt hópi vísindamanna, mun afhjúpa minningarskjöld um Okjökul í ágúst. Skjöldurinn er hugsaður sem áminning og ákall um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum en Okjökull var afskráður sem jökull árið 2014.
Kjarninn 22. júlí 2019
Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja sniðganga Gretu Thunberg
Heimsókn Gretu Thunberg í franska þingið hefur vakið deilur á meðal þingmanna þar í landi. Hægrisinnaðir þingmenn vilja að ávarp hennar verði sniðgengið.
Kjarninn 22. júlí 2019
Tæpar fjórar milljónir söfnuðust í Málfrelsissjóðinn
Forsvarskonur Málfrelsissjóðsins segjast vera í skýjunum með árangurinn en söfnuninni lauk í gær.
Kjarninn 22. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent