Norður-Kórea sendi flugskeyti yfir Japan

Viðvörunarkerfi á svæðinu þar sem flugskeyti flugu yfir fór í gang. Íbúar brugðust við vegna þessa.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Her Norð­ur­-Kóreu skaut í kvöld flug­skeytum á loft sem flugu yfir Jap­an. Við­vör­un­ar­kerfi fór í gang og voru íbúar beðnir um að bregð­ast taf­ar­laust við og fylgja áætl­unum eins og um raun­veru­lega flug­skeyta­árás væri að ræða. 

Skeytin lentu ekki í Jap­an, heldur á hafi úti, nánar til­tekið í norð­an­verðu Kyrra­hafi. Flug­skeytin fór um 2.700 kíló­metra leið og flugu yfir land­svæði sem til­heyrir eynni Hokkaido, að sögn BBC. Nú þegar hafa stjórn­völd í Japan for­dæmt flug­skeyta­skotin og varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hefur stað­fest að þau hafi átt sér stað. Mikil spenna er nú á Kóreu­skaga og hafa stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu og Japan þegar sent frá sér yfir­lýs­ing­ar, þar sem skot Norð­ur­-Kóreu eru for­dæmd og þess kraf­ist að alþjóða­sam­fé­lagið grípi taf­ar­laust inn í. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur sagt, að Norð­ur­-Kórea muni fá að finna fyrir því ef her lands­ins hættir ekki flug­skeyta­árásum sín­um. Kim Jung Un, hinn óút­reikn­an­legi leið­togi Norð­ur­-Kóreu, hefur þó ekki látið af hót­unum sínum í garð Banda­ríkj­anna, og ef eitt­hvað er, þá hefur hann frekar bætt í yfir­lýs­ing­arnar að und­an­förnu.

Auglýsing

Hann hefur marg­ít­rekað hótað Banda­ríkj­un­um, Suð­ur­-Kóreu og Japan flug­skeyta­árásum, og segir að Norð­ur­-Kórea muni verj­ast öllum hern­að­ar­til­burðum „and­stæð­inga“ af hörku. 

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, hefur nú þegar tjáð sig um flug­skeyta­skot Norð­ur­-Kóreu og segir þau „brjál­æð­is­leg“ og með öllu ólíð­and­i. 

Ekki liggur fyrir hvernig Sam­ein­uðu þjóð­irnar hyggj­ast bregð­ast við árás­un­um, en örygg­is­ráð Suð­ur­-Kóreu hefur þegar verið kallað sam­an, að sögn BBC.

Upp­fært 05:49: Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann krefst þess að örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­ann fundi taf­ar­laust vegna flug­skeyta­skots Norð­ur­-Kóreu. Hann segir atburð­inn vera alvar­lega ógn við heims­frið. 

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur verið kallað saman á fund, síðar í dag. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent