Norður-Kórea sendi flugskeyti yfir Japan

Viðvörunarkerfi á svæðinu þar sem flugskeyti flugu yfir fór í gang. Íbúar brugðust við vegna þessa.

h_53623992.jpg
Auglýsing

Her Norð­ur­-Kóreu skaut í kvöld flug­skeytum á loft sem flugu yfir Jap­an. Við­vör­un­ar­kerfi fór í gang og voru íbúar beðnir um að bregð­ast taf­ar­laust við og fylgja áætl­unum eins og um raun­veru­lega flug­skeyta­árás væri að ræða. 

Skeytin lentu ekki í Jap­an, heldur á hafi úti, nánar til­tekið í norð­an­verðu Kyrra­hafi. Flug­skeytin fór um 2.700 kíló­metra leið og flugu yfir land­svæði sem til­heyrir eynni Hokkaido, að sögn BBC. Nú þegar hafa stjórn­völd í Japan for­dæmt flug­skeyta­skotin og varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hefur stað­fest að þau hafi átt sér stað. Mikil spenna er nú á Kóreu­skaga og hafa stjórn­völd í Suð­ur­-Kóreu og Japan þegar sent frá sér yfir­lýs­ing­ar, þar sem skot Norð­ur­-Kóreu eru for­dæmd og þess kraf­ist að alþjóða­sam­fé­lagið grípi taf­ar­laust inn í. 

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur sagt, að Norð­ur­-Kórea muni fá að finna fyrir því ef her lands­ins hættir ekki flug­skeyta­árásum sín­um. Kim Jung Un, hinn óút­reikn­an­legi leið­togi Norð­ur­-Kóreu, hefur þó ekki látið af hót­unum sínum í garð Banda­ríkj­anna, og ef eitt­hvað er, þá hefur hann frekar bætt í yfir­lýs­ing­arnar að und­an­förnu.

Auglýsing

Hann hefur marg­ít­rekað hótað Banda­ríkj­un­um, Suð­ur­-Kóreu og Japan flug­skeyta­árásum, og segir að Norð­ur­-Kórea muni verj­ast öllum hern­að­ar­til­burðum „and­stæð­inga“ af hörku. 

Boris John­son, utan­rík­is­ráð­herra Bret­lands, hefur nú þegar tjáð sig um flug­skeyta­skot Norð­ur­-Kóreu og segir þau „brjál­æð­is­leg“ og með öllu ólíð­and­i. 

Ekki liggur fyrir hvernig Sam­ein­uðu þjóð­irnar hyggj­ast bregð­ast við árás­un­um, en örygg­is­ráð Suð­ur­-Kóreu hefur þegar verið kallað sam­an, að sögn BBC.

Upp­fært 05:49: Shinzo Abe, for­sæt­is­ráð­herra Jap­ans, hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem hann krefst þess að örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­ann fundi taf­ar­laust vegna flug­skeyta­skots Norð­ur­-Kóreu. Hann segir atburð­inn vera alvar­lega ógn við heims­frið. 

Örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur verið kallað saman á fund, síðar í dag. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur því ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent