Ragnar Þór: Kerfið í dag afsprengi uppgjafar og aumingjaskapar forystunnar

Formaður VR segir að forystu ASÍ verði aldrei fyrirgefið aðgerðarleysi sitt við hagsmunagæslu almennings.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að for­ysta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) verði aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysi sitt við hags­muna­gæslu almenn­ings. Þeir sem eigi með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk hafi ekki unnið vinn­una sína árum eða ára­tugum sam­an. „Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unnar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu og umræðum á Face­book þar sem til umfjöll­unar er ný skýrsla ASÍ um þróun skatt­byrði launa­fólks á tíma­bil­inu 1998 til 2016. Í skýrsl­unni, sem var birt í gær, kemur fram að aukn­ingin á skatt­byrði sé lang­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­ur­inn á skatt­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hafi minnkað og dregið hafi úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins.  Kaup­mátt­­ar­aukn­ing síð­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­byrði. Skatt­byrði tekju­lægstu lands­manna hafi auk­ist úr fjögur pró­sent árið 1998 í 16 pró­sent árið 2016.

Ragnar Þór, sem stýrir stærsta stétt­ar­fé­lagi lands­ins, deilir frétt RÚV um skýrsl­una þar sem fram kemur að mán­að­ar­legar ráð­stöf­un­ar­tekjur tækju­lægstu hópanna gætu verið 100 þús­und krónum meiri ef skatt­byrði þeirra væri sú sama og árið 1998. Í stöðu­upp­færslu spyr hann hvort ASÍ sé loks að hætta „blekk­inga­leiknum um kaup­mátt og við­ur­kenna það sem almenn­ingur hefur haldið fram um ára­bil? Hverjir bera ábyrgð á þess­ari stöðu og ára­tuga, algjöru, sinnu­leysi gagn­vart stjórn­völdum sem hafa kerf­is­bundið étið upp kaup­mátt þeirra sem lægstar hafa tekj­urn­ar? For­ystu ASÍ verður aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysið við hags­muna­gæslu almenn­ings!“

Auglýsing

Í ummælum við færsl­una bætir Ragnar við og segir að ástæður þess að „fjár­mála­kerfið fékk að valta yfir sak­lausa borg­ara á skítugum skónum og hirða sem mest það mátti og stjórn­völd að skatt­leggja þá efna­minni og milli­tekju­hópa þannig að kaup­máttur er vart mæl­an­legur eða í mínus er vegna þess að mót­staðan er eng­in. Af hverju erum við á loka­metr­unum með að koma upp einka­reknu heil­brigð­is­kerfi á Íslandi þegar um 90% þjóð­ar­innar er þvi mót­fall­in? Vegna þess að þeir sem eiga með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk eru ekki að vinna vinn­una sína og hafa ekki gert árum eða ára­tugum sam­an. Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir­.“ 

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent