Ragnar Þór: Kerfið í dag afsprengi uppgjafar og aumingjaskapar forystunnar

Formaður VR segir að forystu ASÍ verði aldrei fyrirgefið aðgerðarleysi sitt við hagsmunagæslu almennings.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að for­ysta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) verði aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysi sitt við hags­muna­gæslu almenn­ings. Þeir sem eigi með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk hafi ekki unnið vinn­una sína árum eða ára­tugum sam­an. „Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unnar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu og umræðum á Face­book þar sem til umfjöll­unar er ný skýrsla ASÍ um þróun skatt­byrði launa­fólks á tíma­bil­inu 1998 til 2016. Í skýrsl­unni, sem var birt í gær, kemur fram að aukn­ingin á skatt­byrði sé lang­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­ur­inn á skatt­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hafi minnkað og dregið hafi úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins.  Kaup­mátt­­ar­aukn­ing síð­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­byrði. Skatt­byrði tekju­lægstu lands­manna hafi auk­ist úr fjögur pró­sent árið 1998 í 16 pró­sent árið 2016.

Ragnar Þór, sem stýrir stærsta stétt­ar­fé­lagi lands­ins, deilir frétt RÚV um skýrsl­una þar sem fram kemur að mán­að­ar­legar ráð­stöf­un­ar­tekjur tækju­lægstu hópanna gætu verið 100 þús­und krónum meiri ef skatt­byrði þeirra væri sú sama og árið 1998. Í stöðu­upp­færslu spyr hann hvort ASÍ sé loks að hætta „blekk­inga­leiknum um kaup­mátt og við­ur­kenna það sem almenn­ingur hefur haldið fram um ára­bil? Hverjir bera ábyrgð á þess­ari stöðu og ára­tuga, algjöru, sinnu­leysi gagn­vart stjórn­völdum sem hafa kerf­is­bundið étið upp kaup­mátt þeirra sem lægstar hafa tekj­urn­ar? For­ystu ASÍ verður aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysið við hags­muna­gæslu almenn­ings!“

Auglýsing

Í ummælum við færsl­una bætir Ragnar við og segir að ástæður þess að „fjár­mála­kerfið fékk að valta yfir sak­lausa borg­ara á skítugum skónum og hirða sem mest það mátti og stjórn­völd að skatt­leggja þá efna­minni og milli­tekju­hópa þannig að kaup­máttur er vart mæl­an­legur eða í mínus er vegna þess að mót­staðan er eng­in. Af hverju erum við á loka­metr­unum með að koma upp einka­reknu heil­brigð­is­kerfi á Íslandi þegar um 90% þjóð­ar­innar er þvi mót­fall­in? Vegna þess að þeir sem eiga með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk eru ekki að vinna vinn­una sína og hafa ekki gert árum eða ára­tugum sam­an. Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir­.“ 

Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meðlimir Levakovic-fjölskyldunnar. Jimmi er lengst til hægri.
Levakovic, ein umdeildasta fjölskylda Danmerkur
Nafnið Levakovic þekkja flestir Danir, og ekki að góðu einu. Þessi þekkta fjölskylda hefur enn einu sinni komist í fréttirnar þar í landi.
Kjarninn 24. mars 2019
Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent