Ragnar Þór: Kerfið í dag afsprengi uppgjafar og aumingjaskapar forystunnar

Formaður VR segir að forystu ASÍ verði aldrei fyrirgefið aðgerðarleysi sitt við hagsmunagæslu almennings.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að for­ysta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) verði aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysi sitt við hags­muna­gæslu almenn­ings. Þeir sem eigi með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk hafi ekki unnið vinn­una sína árum eða ára­tugum sam­an. „Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unnar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu og umræðum á Face­book þar sem til umfjöll­unar er ný skýrsla ASÍ um þróun skatt­byrði launa­fólks á tíma­bil­inu 1998 til 2016. Í skýrsl­unni, sem var birt í gær, kemur fram að aukn­ingin á skatt­byrði sé lang­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­ur­inn á skatt­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hafi minnkað og dregið hafi úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins.  Kaup­mátt­­ar­aukn­ing síð­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­byrði. Skatt­byrði tekju­lægstu lands­manna hafi auk­ist úr fjögur pró­sent árið 1998 í 16 pró­sent árið 2016.

Ragnar Þór, sem stýrir stærsta stétt­ar­fé­lagi lands­ins, deilir frétt RÚV um skýrsl­una þar sem fram kemur að mán­að­ar­legar ráð­stöf­un­ar­tekjur tækju­lægstu hópanna gætu verið 100 þús­und krónum meiri ef skatt­byrði þeirra væri sú sama og árið 1998. Í stöðu­upp­færslu spyr hann hvort ASÍ sé loks að hætta „blekk­inga­leiknum um kaup­mátt og við­ur­kenna það sem almenn­ingur hefur haldið fram um ára­bil? Hverjir bera ábyrgð á þess­ari stöðu og ára­tuga, algjöru, sinnu­leysi gagn­vart stjórn­völdum sem hafa kerf­is­bundið étið upp kaup­mátt þeirra sem lægstar hafa tekj­urn­ar? For­ystu ASÍ verður aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysið við hags­muna­gæslu almenn­ings!“

Auglýsing

Í ummælum við færsl­una bætir Ragnar við og segir að ástæður þess að „fjár­mála­kerfið fékk að valta yfir sak­lausa borg­ara á skítugum skónum og hirða sem mest það mátti og stjórn­völd að skatt­leggja þá efna­minni og milli­tekju­hópa þannig að kaup­máttur er vart mæl­an­legur eða í mínus er vegna þess að mót­staðan er eng­in. Af hverju erum við á loka­metr­unum með að koma upp einka­reknu heil­brigð­is­kerfi á Íslandi þegar um 90% þjóð­ar­innar er þvi mót­fall­in? Vegna þess að þeir sem eiga með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk eru ekki að vinna vinn­una sína og hafa ekki gert árum eða ára­tugum sam­an. Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir­.“ 

Segir eftirlit Fiskistofu veikburða og ómarkvisst
Ríkisendurskoðun telur að Fiskistofu sé ómögulegt að sinna öllu því eftirliti sem henni ber að sinna, meðal annars vegna skorts á úrræðum og viðurlögum. Jafnframt vísar Ríkisendurskoðun því á bug að brottkast sé óverulegt á Íslandi.
Kjarninn 18. janúar 2019
Logi vill ríkisstjórn með Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum
Formaður Samfylkingarinnar segir að mögulega séu flokkur hans og Vinstri græn eðlisólíkir flokkar í ljósi þeirra áherslna sem núverandi ríkisstjórn, undir forsæti Vinstri grænna, hefur í forgrunni. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Mannlífi í dag.
Kjarninn 18. janúar 2019
Reynt að bjarga íslensku fjölmiðlalandslagi frá algjörri einsleitni
Drög að frumvarpi um hvernig íslenska ríkið ætlar að styðja við einkarekna fjölmiðla liggja fyrir og verða kynnt í ríkisstjórn von bráðar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Gleymið tollastríðinu - Kína er nú þegar í vandræðum
Pistlahöfundur Bloomberg, Michael Schuman, segir Kína á kafi í skuldavanda sem ekki sé hægt að leysa svo auðveldlega.
Kjarninn 17. janúar 2019
Hreiðar Már: Von mín að deilurnar leysist farsællega
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, segir ásakanir sem koma fram á hendum honum í bréfi frá Kevin Stanford og Karen Millen ekki vera réttar.
Kjarninn 17. janúar 2019
Gylfi hvetur til varkárni við sölu banka
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifar um fyrirhugaða sölu á bönkunum og bankarekstur almennt, í ítarlegri grein í Vísbendingu.
Kjarninn 17. janúar 2019
Myndin er af höfundi greinarinnar sofandi. Myndin er ekki nýleg.
Vinnuálag í framhaldsskólum
Kjarninn 17. janúar 2019
Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar
Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.
Kjarninn 17. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent