Ragnar Þór: Kerfið í dag afsprengi uppgjafar og aumingjaskapar forystunnar

Formaður VR segir að forystu ASÍ verði aldrei fyrirgefið aðgerðarleysi sitt við hagsmunagæslu almennings.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, segir að for­ysta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) verði aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysi sitt við hags­muna­gæslu almenn­ings. Þeir sem eigi með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk hafi ekki unnið vinn­una sína árum eða ára­tugum sam­an. „Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unnar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir.“

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu og umræðum á Face­book þar sem til umfjöll­unar er ný skýrsla ASÍ um þróun skatt­byrði launa­fólks á tíma­bil­inu 1998 til 2016. Í skýrsl­unni, sem var birt í gær, kemur fram að aukn­ingin á skatt­byrði sé lang­mest hjá tekju­lægstu hóp­un­um, mun­­ur­inn á skatt­­byrði tekju­lægstu hópanna og þeirra tekju­hærri hafi minnkað og dregið hafi úr tekju­­jöfn­un­­ar­hlut­verki skatt­­kerf­is­ins.  Kaup­mátt­­ar­aukn­ing síð­­­ustu ára hefur þannig síður skilað sér til launa­­fólks með lægri tekjur en þeirra tekju­hærri vegna vax­andi skatt­­byrði. Skatt­byrði tekju­lægstu lands­manna hafi auk­ist úr fjögur pró­sent árið 1998 í 16 pró­sent árið 2016.

Ragnar Þór, sem stýrir stærsta stétt­ar­fé­lagi lands­ins, deilir frétt RÚV um skýrsl­una þar sem fram kemur að mán­að­ar­legar ráð­stöf­un­ar­tekjur tækju­lægstu hópanna gætu verið 100 þús­und krónum meiri ef skatt­byrði þeirra væri sú sama og árið 1998. Í stöðu­upp­færslu spyr hann hvort ASÍ sé loks að hætta „blekk­inga­leiknum um kaup­mátt og við­ur­kenna það sem almenn­ingur hefur haldið fram um ára­bil? Hverjir bera ábyrgð á þess­ari stöðu og ára­tuga, algjöru, sinnu­leysi gagn­vart stjórn­völdum sem hafa kerf­is­bundið étið upp kaup­mátt þeirra sem lægstar hafa tekj­urn­ar? For­ystu ASÍ verður aldrei fyr­ir­gefið aðgerð­ar­leysið við hags­muna­gæslu almenn­ings!“

Auglýsing

Í ummælum við færsl­una bætir Ragnar við og segir að ástæður þess að „fjár­mála­kerfið fékk að valta yfir sak­lausa borg­ara á skítugum skónum og hirða sem mest það mátti og stjórn­völd að skatt­leggja þá efna­minni og milli­tekju­hópa þannig að kaup­máttur er vart mæl­an­legur eða í mínus er vegna þess að mót­staðan er eng­in. Af hverju erum við á loka­metr­unum með að koma upp einka­reknu heil­brigð­is­kerfi á Íslandi þegar um 90% þjóð­ar­innar er þvi mót­fall­in? Vegna þess að þeir sem eiga með réttu að halda uppi vörnum fyrir vinn­andi fólk eru ekki að vinna vinn­una sína og hafa ekki gert árum eða ára­tugum sam­an. Kerfið og staðan sem við erum með í dag er afsprengi þess að launa­fólk er alið á upp­gjöf og aum­ingja­skap for­yst­unar og verður henni minnst fyrir það af kom­andi kyn­slóðum þegar fram líða stund­ir­.“ 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent