Staða forstjóra Umhverfisstofnunar verður auglýst til umsóknar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur tilkynnt forstjóra Umhverfisstofnunar að staða hennar verði auglýst til umsóknar. Tilkynningin var send innan þess sex mánaða frestar sem þarf að gefa ef til stendur að auglýsa stöðu hans þegar skipanatími rennur út.

Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Björt ÓIafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, hefur ákveðið að aug­lýsa stöðu for­stjóra Umhverf­is­stofn­unar lausa til umsókn­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Krist­ínu Lindu Árna­dótt­ur, núver­andi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, hefur verið til­kynnt um þetta bréfleið­is. 

­Sam­kvæmt lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­manna skulu þeir skip­aðir tíma­bundið til fimm ára í senn. Kristín Linda var fyrst skipuð í starfið árið 2008 og því fer öðru ráðn­ing­ar­tíma­bili hennar að ljúka. Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra hefur nú ákveðið að aug­lýsa stöð­una lausa til umsóknar og því þarf sitj­andi for­stjóri að sækja um hana vilji hún gegna starf­inu áfram.

Þarf að til­kynna með sex mán­aða fyr­ir­vara

Ævi­ráðn­ingar í stjórn­sýsl­unni voru afnumdar með nýjum lögum um rétt­indi og skyldur opin­berra starfs­manna sem tók gildi um mitt ár 1996. Í 23. grein lag­anna segir að emb­ætt­is­menn séu skip­aðir í fimm ár í senn. Sá vani hefur þó verið á að ráða sitj­andi for­stjóra rík­is­stofn­ana áfram án þess að störf þeirra séu aug­lýst vilji þeir gegn starf­inu leng­ur.

Auglýsing
Samkvæmt heim­ildum Kjarn­ans er vilji til að breyta þessu verk­lagi hjá hluta rík­is­stjórn­ar­innar og Björt hefur nú stigið fyrsta skrefið í þeim mál­um. Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að til standi að aug­lýsa fleiri stöður þegar skip­ana­tími rennur út. Þetta sé gert í anda gagn­sæis og opinnar stjórn­sýslu auk þess sem öðrum áhuga­sömum gef­ist þá tæki­færi til að sækja um.

Til­kynna þarf þeim sem situr í við­kom­andi emb­ætti um að til standi að aug­lýsa það laust til umsóknar sex mán­uðum áður en að skip­ana­tími rennur út. Krist­ínu Lindu hefur verið til­kynnt um ákvörðun ráð­herra um að aug­lýsa starfið bréfleið­is.

Ef ráð­herra til­kynnir ekki emb­ætt­is­manni um að staðan verði aug­lýst innan ofan­greinds tíma­frests þá fram­leng­ist skip­ana­tími þeirra sjálf­krafa í önnur fimm ár, nema þeir óski eftir að láta af störf­um.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent