Sigríður Dögg í Morgunútvarpið

Karen Kjartansdóttir, sem búið var að ráða til að stýra Morgunútvarpi Rásar 2, hætti við vegna persónulegra ástæðna.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir.
Auglýsing

Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, sem starfað hefur á Frétta­stofu RÚV frá því fyrr á þessu ári, hefur verið ráðin nýr dag­skrár­gerð­ar­maður í Morg­un­út­varp Rásar 2. Sig­ríður Dögg vann um nokk­urra ára skeið á Frétta­blað­inu og var rit­stjóri Frétta­tím­ans áður en hún hóf störf á Frétta­stofu RÚV. Sig­ríður Dögg mun stýra Morg­un­út­varp­inu í vetur með Sig­mari Guð­munds­syni og Atla Má Stein­ars­syni.

Kjarn­inn greindi frá því fyrir rúmri viku að Karen Kjart­ans­dóttir hefði verið ráðin í stöð­una sem Sig­ríður Dögg tekur nú við. Í til­kynn­ingu frá RÚV segir að ráðn­ing Karenar hafi gengið til baka eftir að hún óskaði eftir því af per­sónu­legum ástæð­um.

Nokkrar breyt­ingar verða á skipan fólks í frétta­þáttum RÚV í vet­­ur. Ráðn­­ing Sig­ríðar Daggar er liður í þeirri breyt­ingu. Þau Guð­rún Sóley Gests­dóttir og Aðal­­­steinn Kjart­ans­­son sem hafa stjórnað Morg­un­út­­varp­inu ásamt Sig­mari und­an­farin mis­s­eri hverfa bæði úr útvarp­inu í sjón­­varp­ið.

Auglýsing

Guð­rún Sóley verður einn dag­­skrár­­gerð­­ar­­manna í Menn­ing­unni og Aðal­­­steinn verður blaða­­maður í nýjum frétta­­skýr­inga­þætti Kast­­ljós­s­ins sem sýndur verður viku­­lega í Sjón­­varp­inu. Á öðrum virkum dögum er Kast­­ljósið nú spjall­þáttur þar sem mál­efni hvers dags verða efst á baugi.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent