Íslenska landsliðið verður í FIFA 18 tölvuleiknum

Tölvuleikjaunnendur geta spilað með íslenska landsliðinu í nýjasta FIFA-leiknum.

Auglýsing
Ísland KSÍ FIFA 18 knattspyrna tölvuleikir

Hægt verður að leika íslenska karla­lands­lið­inu í knatt­spyrnu í nýj­ustu útgáfu FIFA-­tölvu­leikj­anna. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið er til boða í þessum vin­sælasta íþrótta­tölvu­leik í heimi.

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) greindi frá þessu í frétta­til­kynn­ingu í dag. Þar segir að samn­ingar hafi náðst milli EA SPORTS, fram­leið­anda leikj­anna, og KSÍ. Nýjasta útgáfa leiks­ins, FIFA 18, kemur í versl­anir 29. sept­em­ber næst­kom­andi.

„Ég er mjög ánægður með þessa nið­ur­stöð­u,“ er haft eftir Guðna Bergs­syni, for­manni KSÍ, í frétta­til­kynn­ing­unni. Hann seg­ist telja þetta vera góð tíð­indi fyrir alla þá sem spila leik­inn hér á landi „og í raun um allan heim“. „Mér finnst þetta jákvætt mark­aðs­lega fyrir íslenskan fót­bolta, gaman fyrir okkar stuðn­ings­menn og einnig leik­menn­ina sjálfa.“

Auglýsing

Mikil óánægja braust út meðal fót­boltaunn­enda og tölvu­leikja­spil­ara í kjöl­far Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í fyrra þegar fréttir bár­ust af því að KSÍ hafi hafnað til­boði frá EA SPORTS um að lands­liðið yrði í boði í FIFA 17. Þá var Geir Þor­steins­son for­maður KSÍ en hann sagði upp­hæð­ina sem boðin var fyrir notkunn­rétt­inda og sér­leyfa íslenska lands­liðs­ins of lág.

„Þetta var mjög lág upp­hæð frá fyr­ir­tæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt. Við komum með gagntil­boð en það var ekki áhugi fyrir því,“ sagði Geir í sam­tali við Vísi í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent