Flugvöllur í Vatnsmýri þar til nýr völlur hefur verið byggður

Niðurstöður skýrslu til samgönguráðherra um Reykjavíkurflugvöll mæla með því að nýr flugvöllur verði byggður áður en frekari lokanir verði í Vatnsmýri.

Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug á Íslandi.
Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir alþjóðaflug á Íslandi.
Auglýsing

Ný skýrsla um hlutverk Reykjavíkurflugvallar í öryggiskerfi landsins var kynnt í dag og skilað til Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Skýrsluhöfundur er Þorgeir Pálsson, fyrrverandi flugmálastjóri og prófessor emeritus við HR.

Niðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri þar til búið er að ganga úr skugga um að hægt sé að byggja nýja flugvöll sem geti tekið við hlutverki Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvöllur á Íslandi. Enn sé óvissa um að ákjósanlegasti kosturinn í þeim efnum – í Hvassahrauni – henti sem flugvallarstæði.

Samgönguráðherra hefur einnig skipað nefnd og falið henni að finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir að flugvöllurinn verði farin úr Vatnsmýri árið 2024 og að þar rísi blönduð byggð íbúða, verslunar og þjónustu.

Auglýsing

Skýrslan er gerð af Þorgeiri að beiðni Jóns Gunnarssonar, sem í febrúar óskaði eftir úttekt, skilgreiningu og mati á því öryggishlutverki sem Reykjavíkurflugvöllur gegnir. Einnig var óskað eftir mati á því hversu vel aðrar staðsetningar flugvallar fyrir höfuðborgarsvæðið myndu uppfylla þetta hlutverk.

Um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar segir að að „öryggi þjóðfélagsins og flugöryggi gera það að verkum að tveir flugvellir verði að vera á Suðvesturlandi“.

Þorgeir segir í skýrslunni að aðeins einn kostur komi til greina sem nýtt flugvallarstæði í þessum efnum. Það sé Hvassahraun en að enn eigi eftir að gera umhverfismat vegna framkvæmda þar og rannsaka hversu vel það svæði henti raunverulega fyrir flugvöll.

Annars er það niðurstaða Þorgeirs að flugvöllur í Hvassahrauni geti sinnt því hlutverki sem Reykjavíkurflugvöllur sinnir nú, mjög vel og jafnvel betur en völlurinn í Vatnsmýri. Hvassaraun henti betur fyrir þær stóru flugvélar sem íslensk flugfélög noti í auknum mæli, enda verði hægt að tryggja lengd flugbrauta þar betur.

Skýrslan um öryggishlutverkið fjallar einnig um að óviðunandi sé að ekki sé flugbraut í suðvestur/norðaustur á suðvesturhorni landsins. Neyðarbrautin svokallaða á Reykjavíkurflugvelli var í þeirri stefnu, en henni var lokað í fyrra. Önnur flugbraut í þeirri stefnu er í Keflavík en henni var lokað á tíunda áratug síðustu aldar. Til tals hefur komið að opna flugbrautina í Keflavík, en ekki hefur enn orðið af því.

Nefnd

Jón Gunnarsson hefur skipað nefnd sem skal finna ásættanlega lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður verður formaður þeirrar nefndar. Aðrir í nefndinni eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, fyrrverandi sveitarstjóri á Tálknafirði, Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði og Linda Gunnarsdóttir flugstjóri.

Jón hefur sagst vera reiðubúinn til þess að hefja viðræður um framtíð flugvallarins, ef þær umræður taki mið af eftirfarandi skilyrðum:

  • „Flugvellir á suðvesturhorni landsins þurfa að uppfylla skilyrði um að allir landsmenn komist til og frá höfuðborgarsvæðinu innan 3,5 klst ferðatíma. Þjónustan verði sambærileg við núverandi flugvöll er varðar getu og afköst.
  • Af öryggissjónarmiðum þurfa tveir flugvellir sem þjónað geta millilandaflugi með góðu móti að vera á suðvesturhorni landsins.
  • Stjórnvöld geta ekki skuldbundið sig við dagsetningar til þess að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu flugvallarins og fjármögnun af fjárlögum eru uppfyllt.
  • Flugvellir á suðvestur hluta landsins þurfa að uppfylla skyldur öryggishlutverks gagnvart íbúum landsins, þar með talið almannavarnarhlutverks, leitar- og björgunar og sjúkraflugs. Jafnframt er mikilvægt að góð aðstaða fyrir kennslu- og þjálfunarflugs séu á slíkum flugvelli.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent