Harpa tapaði 669 milljónum í fyrra

Þrátt fyrir mikið tap af rekstri, er rekstrargrundvöllur Hörpu nú talinn betri en hann var.

_abh2243_9954079346_o.jpg
Auglýsing

Harpa tap­aði 669 millj­ónum króna í fyrra og versn­aði afkoman um 129 millj­ónir milli ára. Þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu er það mat stjórnar og stjórn­enda, að rekstr­ar­grund­völl­ur­inn til fram­tíðar hafi batnað mik­ið. 

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Hörpu­. ,,Eins og fram kemur í árs­upp­gjöri árs­ins 2016 var tap­rekstur sam­stæð­unnar um 670 mkr. Þetta eru gríð­ar­leg von­brigði og skrif­ast á nokkra þætti í móð­ur­fé­lag­inu, m.a. háan útleigu­kostn­að, háan ­rekstr­ar­kostnað fast­eign­ar­innar og alltof há fast­eigna­gjöld,“ segir Guð­finna Bjarna­dótt­ir, frá­far­andi for­maður stjórn­ar.

Í árs­reikn­ingi kemur fram að tekjur af starf­sem­inni hafi auk­ist um 215 millj­ónir króna milli ára eða um 21 pró­sent. Tekjur vegna útleigu fyrir tón­list­ar­við­burði og aðrar skemmt­an­ir, svo sem árs­há­tíðir og fundi, eru þar vega­miklar, en þær hækk­uðu um 180 millj­ónir króna milli ára og voru 778 millj­ón­ir. „Þar vógu tekjur af ráð­stefnum þyngst eða 25%, þá af list­við­burðum eða 19% og vegna fastra leigj­enda þ.e. Sin­fón­íu­hljóm­sveitar Íslands og Íslensku óper­unnar 14%. ­Með sér­stöku fram­lagi eig­enda til rekstrar sem námu 13% af tekjum voru heild­ar­tekj­ur ­sam­stæð­unnar alls 1.472 millj­ón­ir. ­Rekstr­ar­gjöldin uxu hins vegar enn meira eða um 319 millj­ón­ir. Af því hækk­að­i hús­næð­is­kostn­aður um 88 millj­ónir Launa­kostn­aður hækk­aði um 50 millj­ónir eða um 11% á milli ára og er það á pari við með­al­talið í þróun launa­vísi­tölu á þessu tíma­bili. Hjá ­sam­stæð­unni voru 117 á launa­skrá í 52 stöðu­gildum og fjölg­aði stöðu­gildum um 3 á milli­ ára,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Eign­irnar eru metnar á rúm­lega 20 millj­arða, en sér­stak­lega er vikið að því í til­kynn­ingu að Harpan skili miklum verð­mætum inn í þjóð­ar­búið í formi blóm­legrar menn­ing­ar­starf­semi og starf­semi sem skapi gjald­eyr­is­tekjur fyrir þjóð­ar­bú­ið.

Eitt af því sem hefur verið mikið deilu­mál, er hvernig skuli meta fast­eigna­gjöld Hörpu­nn­ar. Í til­kynn­ingu frá Höp­unni segir að nú sé þess beðið að Þjóð­skrá end­ur­meti fast­eigna­mat vegna árs­ins 2016. „Hæsti­réttur dæmdi í fast­eigna­gjalda­máli Hörpu þann 25. febr­úar 2016 og talið var að ­dóm­ur­inn myndi leiða til umtals­verðrar lækk­unar fast­eigna­gjalda, jafn­vel í kring um 50%. Í með­förum Þjóð­skrár, sem skil­aði nið­ur­stöðum sínum átta mán­uðum síð­ar, var út­færslan önnur en dómur Hæsta­réttar sagði til um. Nið­ur­stöðu Þjóð­skrár var and­mælt af hálfu Hörpu og kom svo svar aftur frá Þjóð­skrá í lok árs um að nið­ur­staðan mynd­i standa. Stjórn Hörpu áfrýj­aði nið­ur­stöðu Þjóð­skrár til yfir­fast­eigna­mats­nefndar í jan­úar 2017 3 sem skil­aði sínum úrskurði 31. ágúst sl. um einu og hálfu ári eftir að dóm­ur­inn féll í Hæsta­rétti. Yfir­fast­eigna­mats­nefnd hafnar því að nota megi sér­tækan svæð­is­stuðul fyr­ir­ Hörpu­svæð­ið. Þetta gæti þó breyst til fram­tíðar þegar svæðið bygg­ist upp. Ekki er fall­ist á rök Hörpu um ofmat á tón­leika- og ráð­stefnu­söl­unum – sem eru metnir fjór­falt verð­mæt­ari en versl­unar- og skrif­stofu­hús­næði né heldur um virði bíla­stæða sem Harpa taldi veru­lega ofmetin af Þjóð­skrá. ­Með úrskurði sínum felldi yfir­fast­eigna­mats­nefnd fast­eigna­matið frá 2016 úr gildi og ­Þjóð­skrá falið að vinna nýtt mat. Málið er því aftur komið í hendur Þjóð­skrár og óvíst er ­með fram­vindu þess og þar með end­an­lega nið­ur­stöðu og áhrif á rekstur Hörpu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Á göngu við Hörpuna.

Nokkrar breyt­ingar urðu á stjórn Hörpu þar sem Guð­finna S. Bjarna­dótt­ir, Ásta Möller og Kjartan Örn Ólafs­son hafa látið af störf­um. Ný stjórn var kjörin á fund­inum en í henni sitja Arna Schram, Árni Geir Páls­son, Birna Haf­stein, Vil­hjálmur Egils­son og Þórður Sverr­is­son sem ­tekur við sem for­maður stjórn­ar. 

Ríkið á 54 pró­sent hlut í Hörpu­nni, á móti 46 pró­sent hlut Reykja­vík­ur­borg­ar.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent