Sala á lambakjöti stóreykst

Markaðsátak hefur skilað miklum árangri.

kind
Auglýsing

Sala á lamba­kjöti inn­an­lands í ágúst var 48 pró­sentum meiri en í sama mán­uði í fyrra, sam­kvæmt nýjum tölum frá Mat­væla­stofn­un.

Þá var útflutn­ingur lamba­kjöts 131 pró­senti meiri í ágúst á þessu ári en í fyrra.

Morg­un­blaðið greinir frá þessu í dag, en haft er eftir Stein­þóri Skúla­syni, for­stjóra SS, að mark­aðs­starf erlendis sé nú farið að bera mik­inn árang­ur. Frá því í vor, þegar átak hóf­st, hafi 800 tonn verið flutt úr, en sölu­aukn­ing inn­an­lands er meðal ann­ars vegna

Auglýsing

Um 723 tonn af lamba­kjöti voru seld inn­an­lands í ágúst og 225 tonn voru flutt út.

Yfir 300 millj­ónum var varið í mark­aðsá­tak erlend­is, en ríkið lagði til hluta­fjár­magns­ins beint og þá kom féð einnig úr búvöru­samn­ingi og með fram­lagi slát­ur­leyf­is­hafa.

Staða sauð­fjár­bænda hefur verið erfið að und­an­förnu. Til­­lögur stjórn­­­valda vegna yfir­­stand­andi erf­ið­­leika í sauð­fjár­­­rækt munu kosta rík­­is­­sjóð um 650 millj­­ónir króna, komi þær til fram­­kvæmda. 

Sam­­kvæmt þeim verður gripið til umfangs­­mik­illa aðgerða til að draga úr fram­­leiðslu kinda­kjöts og fækka um leið fé um 20 pró­­sent. Þeir bændur sem hætta sauð­fjár­­fram­­leiðslu munu geta haldið 90 pró­­sent af greiðslum sam­­kvæmt sauð­fjár­­­samn­ingi í fimm ár og gripið verður til sér­­tækra aðgerða til að draga úr yfir­­vof­andi kjara­skerð­ingu bænda. Á móti verður þess kraf­ist að búvöru­­samn­ingur sauð­fjár­­bænda, sem var und­ir­­rit­aður í fyrra og gildir til tíu ára, verði end­­ur­­skoð­að­­ur.

Meira úr sama flokkiInnlent