Leyndin um meðmælabréf fyrir barnaníðing kornið sem fyllti mælinn

Björt framtíð var einhuga um að slíta sig frá ríkisstjórnarsamstarfinu.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Björt Ólafsdóttir.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og Björt Ólafsdóttir.
Auglýsing

Um leið og það lá fyr­ir, að Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra og Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, hefðu vitað af því að Bene­dikt Sveins­son, faðir Bjarna, hefði mælt með upp­reist æru fyrir Hjalta Sig­ur­jón Hauks­son, barn­a­níð­ing, þá nötr­aði allt og skalf innan Bjartrar fram­tíð­ar. Algjör sam­staða var svo innan stjórnar flokks­ins um að slíta Bjarta fram­tíð frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, eftir nokkuð til­finn­inga­ríkan fund í kvöld.

Óánægja með trún­að­ar­brest

Guð­laug Krist­jáns­dótt­ir, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að innan flokks­ins hafi verið sér­stak­lega mikil óánægja með fram­göngu Sig­ríðar And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra. Að mati flokks­manna hafi hún verið upp­vís að trún­að­ar­bresti, þegar hún upp­lýsti um það í sjón­varps­við­tali við Stöð 2, að hún hefði til­kynnt Bjarna Bene­dikts­syni um það í júlí síð­ast­liðn­um, að faðir hans, Bene­dikt Sveins­son, væri meðal með­mæl­enda fyrir því að Hjalti Sig­ur­jón fengi upp­reist æru.

Litið var á þetta sem trún­að­ar­brest innan rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins að vit­neskju um þessi atriði hefði verið haldið innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Auglýsing

Hjalti Sig­ur­jón var dæmdur í fang­elsi fyrir að nauðga og mis­þyrma stjúp­dóttur sinni á tólf ára tíma­bili, þegar hún var á aldr­inum 5 til 17 ára.

Þá hafði ráðu­neytið ekki gert nein gögn um þá sem vott­uðu góða hegðun þeirra sem fengu upp­reist æru opin­ber. Frétta­stofa RÚV kærði neitun dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, sem svo felldi úrskurð á þá leið, að upp­lýs­ingar um votta ættu að vera opin­ber­ar. Ráðu­neytið hyggst gera þær upp­lýs­ingar opin­ber­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Jóhann­esi Tómassyni, upp­lýs­inga­full­trúa ráðu­neyt­is­ins, en það hefur ekki verið gert enn.

„Það var alveg sam­staða um ekki yrði kom­ist lengra í þessu sam­starf­i,“ segir Guð­laug um fund flokks­manna Bjartrar Fram­tíð­ar.

Er Björt fram­tíð byrjuð að ræða við aðra flokka um rík­is­stjórn­ar­sam­starf, eða hvað er það sem nú tekur við? „Ég hef engar upp­lýs­ingar um slíkt, og satt best að segja veit ég ekki hvað ger­ist nú. Við erum fyrst og fremst að taka þessa ákvörðun út frá vilja flokks­manna,“ segir Guð­laug.

Ekki liggur fyrir hvað ger­ist nú, en ljóst er að rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar er óstarf­hæf og þarfn­ast inn­komu nýs flokks úr núver­andi stjórn­ar­and­stöðu, ef hún á að halda velli undir for­ystu Bjarna.

Hann hefur ekk­ert tjáð sig um stöðu mála.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru nú stíf fund­ar­höld hjá bæði Sjálf­stæð­is­flokknum og Við­reisn. Lík­legt er að á morgun ráð­ist fram­hald rík­is­stjórn­ar­sam­starfs­ins, og yfir höfuð hvernig rík­is­stjórn­ar­mynstur mun taka við valda­þráðum í íslenskum stjórn­mál­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent