Segir Trump og Kim Jong Un vera eins og „leikskólabörn“

Utanríkisráðherra Rússlands segir leiðtoga Bandaríkjanna og Norður-Kóreu haga sér með heimskulega.

Sergei Lavrov og Rex Tillerson, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna.
Sergei Lavrov og Rex Tillerson, utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna.
Auglýsing

Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, segir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og Kim Jong-Un, leið­toga Norð­ur­-Kóreu, haga sér eins og „leik­skóla­börn“. Hann segir yfir­lýs­ingar þeirra um stöðu mála á Kóreu­skaga minna á þegar leik­skóla­börn eru í létt­vægum slags­málum og engin getur stoppað þau af.

Hann segir að það sé ekki hægt að fylgj­ast með Norð­ur­-Kóreu stunda til­raunir með kjarn­orku­vopn án þess að gera neitt, en það sé heldur ekki val­kostur að stofna til stríðs á Kóreu­skaga. 

Lavrov segir að stjórn­málin þurfi að leysa úr deil­unni og róa niður ástand­ið, með virkri umræðu innan örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna og á vett­vangi þeirra. Aðeins þannig sé hægt að stuðla að vit­rænum aðgerðum sem dragi úr spennu.

Kim Jong Un, er víða sjáanlegur í Norður-Kóreu.

Trump og Jong Un hafa skipst á stó­yrtum yfir­lýs­ing­um, í garð hvort ann­ars, að und­an­förnu. Þannig gaf Trump í skyn að Jong Un væri veikur á geði og vit­stola, á meðan Jong Un sagði orðin sem kæmu frá Trump væru líkt og gelt í hundi.

Auglýsing
Mikil spenna er á Kóreu­skaga en í síð­ustu tveimur flug­skeyta­skotum sínum hefur Norð­ur­-Kórea skotið flug­skeytum yfir jap­anskt yfir­ráða­svæði. Það hefur vakið mikla reiði í Jap­an, og hefur Shinzo Abe for­sæt­is­ráð­herra kraf­ist þess að alþjóða­sam­fé­lagið bregð­ist við af hörku. Í Suð­ur­-Kóreu eru virkar her­æf­ingar alla daga, bæði á hafi úti og einnig skammt frá landa­mærum við Norð­ur­-Kóreu.

Þá hafa Kín­verjar sam­þykkt að taka þátt í efna­hags­legum þving­un­ar­að­gerðum gagn­vart Norð­ur­-Kóreu meðal ann­ars með því að hefta banka­við­skipti og fjár­magns­flutn­inga til lands­ins. Trump hefur kraf­ist þess að þjóðir heims ein­angri Norð­ur­-Kóreu algjör­lega og hefur hótað því að þær þjóðir sem stundi við­skipti við Norð­ur­-Kóreu hljóti verra af. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent