Ólafur Ragnar segir spádóm sinn um óvissu og óstöðugleika hafa ræst

Fyrrverandi forseti Íslands segir ólguna sem ríki í íslenskum stjórnmálum hafa birst með afdrifaríkari hætti en hann átti von á. Ástæðurnar séu að nokkru leyti heimatilbúnar en líka alþjóðlegar í eðli sínu.

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, segir að spá­dómur sinn um framundan væri tími mik­illar óvissu og óstöð­ug­leika í íslenskum stjórn­málum hafi ræst með afdrifa­rík­ari hætti en hann hafi átt von á. Ástæð­urnar séu að nokkru leyti tengdar íslensku sam­fé­lagi en að þær séu líka alþjóð­legar í eðli sínu líkt kosn­ingar í til dæmis Banda­ríkj­unum og Frakk­landi hafi sýnt fram á. Þetta kemur fram í við­tali við Ólaf Ragnar í Frétta­blað­inu í dag. Um er að ræða fyrsta við­tal for­set­ans fyrr­ver­andi frá því að hann lét af emb­ætti í fyrra.

Segir spá­dóm sinn hafa ræst

Ólafur Ragnar til­kynnti í nýársávarpi sínu 2016 að hann ætl­aði ekki að bjóða sig aftur fram til for­seta, en hann hafði þá gegnt emb­ætt­inu í tæp 20 ár. Í kjöl­far Wintris-­máls­ins, fjöl­menn­ustu mót­mæla Íslands­sög­unnar og afsagnar for­sæt­is­ráð­herra sem þau leiddu af sér ákvað hann að hætta við að hætta. Um það til­kynnti Ólafur Ragnar 18. apríl 2016 og sagði þá að þótt Íslandi hafi að mörgu leyti miðað vel eftir banka­hrunið væri ástandi enn við­kvæmt. „Í þessu umróti óvissu og mót­­mæla og í kjöl­far nýlið­inna atburða hefur fjöldi fólks víða að höfðað til skyldu minn­­ar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að end­­ur­­skoða ákvörð­un­ina sem ég til­­kynnti í nýársávarp­inu. Um að gefa kost á mér á ný til emb­ættis for­­seta Íslands.“

Nokkrum vikum síð­ar, þann 9. maí, til­kynnti Ólafur Ragnar að hann væri hættur við að hætta við að hætta. Þá höfðu birst skoð­ana­kann­anir sem sýndu að Guðni Th. Jóhann­es­son, sem síðar var kjör­inn nýr for­seti, hefði rúm­lega tvö­falt meira fylgi en Ólafur Ragn­ar.

Auglýsing

Í við­tal­inu við Frétta­blaðið í dag segir Ólafur Ragnar að hann hafi reynst sann­spár um þá miklu óvissu sem væri í sam­fé­lag­inu. „Það er merki­legt ef við horfum yfir þetta rúma ár, að rifja upp að þegar ég hélt blaða­manna­fund­inn á Bessa­stöðum vorið 2016 og mikil ólga hafði verið í sam­fé­lag­inu lýsti ég því yfir að fram undan væri tími mik­illar óvissu og óstöð­ug­leika í íslenskum stjórn­mál­um. Ýmsir ypptu öxlum yfir þeim spá­dómi og töldu hann rétt­læt­ingu sem ég væri að búa til. Hann var ein­fald­lega byggður á grein­ingu sem sótt var í minn gamla akademíska feril og þeirri reynslu að fylgj­ast með stjórn­málum og þjóð­málum á Íslandi í nokkra ára­tugi. Þessi spá­dómur hef­ur, því mið­ur, ræst með enn afdrifa­rík­ari hætti en ég átti von á fyrir rúmu ári. Að nokkru leyti eru ástæð­urnar tengdar íslensku sam­fé­lagi en þær eru líka alþjóð­legar í eðli sín­u.“

Bendir líka til Banda­ríkj­anna og Frakk­lands

Því til stuðn­ings bendir Ólafur Ragnar á þá nýju for­ystu­menn sem komið hefðu fram í aðdrag­anda kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um, Don­ald Trump og Bernie Sand­ers, og svo Emmanuel Macron í Frakk­landi. Eng­inn þeirra hafi haft for­ystu­stöðu innan flokka sinna en samt allir náð ótrú­legum póli­tískum árangri. Íslend­ingar séu staddir á þeim vega­mótum að það sé mikil krafa um lýð­ræð­is­legar umbæt­ur. Sú krafa sé eðli­leg og skilj­an­leg og eigi sér aðdrag­anda sem teng­ist bæði upp­lýs­inga­tækni, auk­inni menntun og því að nýir hópar séu komnir fram. Ólafur Ragnar vill að þessi lýð­ræð­is­lega gerjun fái svig­rúm til að þró­ast. Hins vegar þurfi líka að vera til staðar stöð­ug­leiki í stjórn­kerf­inu. „Þessi tvö mark­mið þurfa bæði að vera leið­ar­ljós ef þjóðin ætlar með far­sælum hætti að ná árangri. Verk­efni þeirra sem eru núna á vett­vangi hinna kjörnu full­trúa er að reyna að sam­eina þetta tvennt. Að leyfa lýð­ræð­is­legri gerjun að fá fram­rás en glata ekki við það þeim stöð­ug­leika og árangri sem þarf að ríkja í stjórn­kerfi hverrar þjóð­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent