Arctica Finance sektað um 72 milljónir króna

Fyrirtækið notaðist við ólöglegt kaupaaukakerfi fyrir starfsmenn.

fme.jpg
Auglýsing

Hinn 20. sept­em­ber 2017 tók stjórn Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) þá ákvörðun að leggja stjórn­valds­sekt að fjár­hæð 72 millj­ónir króna á Arct­ica Fin­ance ehf.  vegna brota félags­ins gegn 57. gr. a laga nr. 161/2002 um fjár­mála­fyr­ir­tæki (fftl.) og reglum nr. 700/2011 og 388/2016 um kaupauka­kerf­i. 

Brotin fólust í því að hafa greitt starfs­mönnum kaupauka í formi arðs af B, C og D hlutum í félag­inu frá og með 2012 til og með 2017. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá FME.

Auglýsing

„Við ákvörðun sekt­ar­fjár­hæðar var litið til mark­miðs kaupauka­reglna fjár­mála­fyr­ir­tækja, ­sem er að koma í veg fyrir óhóf­lega áhættu í starf­semi þeirra með áhrifum á fjár­mála­stöð­ug­leika og almenn­ing, að teknu til­liti til þess að Arct­ica er verð­bréfa­fyr­ir­tæki. Þá var horft til þess að brotin ná yfir sex ára tíma­bil, að stór hlut­i ­starfs­manna naut kaupauka­greiðsln­anna, að kaupauk­arnir voru bundnir við árang­ur þeirrar deildar sem við­kom­andi starfs­maður starf­aði í, að kaupauk­arnir voru í sum­um til­vikum marg­föld föst laun við­kom­andi starfs­manns og að reglu­verði félags­ins var greiddur kaup­auki. Með hlið­sjón af ofan­greindum atriðum þótti stjórn­valds­sekt hæfi­lega ákveðin 72 millj­ón­ir,“ segir í úrskurð­ar­orð­um.

Kvika banki hefur lagt niður sitt kaupauka­kerfi, eftir rann­sókn FME, og óskað eftir því að ljúka mál­inu með sátt, að því er fram kom í Frétta­blað­inu í gær. Starfs­menn sem áttu B-hluta­bréf fengu um 400 millj­ónir í arð, en FME telur þetta fyr­ir­komu­lag ekki hafa verið lögum sam­kvæmt.

Arct­ica hyggst ekki una nið­ur­stöðu FME, og ætlar að stefna eft­ir­lit­inu, þar sem það er mat Arct­ica að kerfið hafi verið lögum sam­kvæmt.

Í rök­stuðn­ingi FME fyrir ákvörð­un­inni varð­andi Arct­ica Fin­ance var litið til þess hvernig fyr­ir­tækið hafði samið við starfs­fólk, og hvert væri mark­mið þess fyr­ir­komu­lags sem var fyrir hend­i. 

„Fjár­mála­eft­ir­litið telur að almennt séð sé starfs­mönnum fjár­mála­fyr­ir­tækja, öðrum en ­starfs­mönnum innri end­ur­skoð­un­ar, heim­ilt að fjár­festa í hluta­bréfum við­kom­and­i fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Sömu­leiðis er við­ur­kennt að starfs­menn sem fjár­festa í fjár­mála­fyr­ir­tæki sem þeir starfa hjá eigi almennt séð kröfu til arðs af fjár­fest­ing­um sín­um, án þess að arð­greiðsl­urnar þurfi endi­lega að telj­ast til kaupauka. 

Í því máli sem hér var til skoð­unar taldi Fjár­mála­eft­ir­litið þó ýmis atriði valda því að rétt væri að telja arð­greiðslur vegna B, C og D hluta í Arct­ica til kaupauka í skiln­ingi 57. gr. a fftl. og í skiln­ingi reglna nr. 700/2011 og 388/2016: 

Í fyrsta lagi mætti ráða að engir aðrir en starfs­menn Arct­ica hefðu fengið að kaupa hluta­bréf í umræddum flokkum og þá aðeins í þeim flokki sem tengdur væri afkomu ­deild­ar­innar sem starfs­mað­ur­inn starf­aði í. 

Í öðru lagi hefði verið veru­legur munur á fjár­fest­ingu starfs­mann­anna og þeirri hagn­að­ar­von sem þeir hefðu getað gert til hluta­bréf­anna væri horft til arð­greiðslna til­ hlut­hafa í B, C og D flokki á árunum 2011 til 2017, sem námu sam­tals 715.043.691 krón­um. Af því mætti ráða að veru­legur munur væri á þeirri fjár­hags­legu áhættu sem hlut­hafar B, C og D flokks hefðu tekið með fjár­fest­ingum sínum og hagn­að­ar­von­ar þeirra. 

Í þriðja lagi kveða sam­þykktir Arct­ica á um að við starfs­lok hjá félag­inu skuli hlut­hafi í B, C og D flokki sæta inn­lausn á fram­reikn­uðu nafn­verði. Sú litla fjár­hags­lega áhætta ­sem hlut­hafar hefðu tekið með fjár­fest­ingu í bréf­unum hefði orðið enn minni við það að þeir gátu verið vissir um að við starfs­lok fengju þeir bréfin inn­leyst á sama gengi og þeir keyptu þau á. Arct­ica hefur gengið lengra við starfs­lok starfs­manna og bætt við ­nafn­verðið fjár­hæð sem svar­aði til hlut­deildar hinna seldu hluta í þeim arði sem við­kom­andi flokkur átti rétt til á því tíma­marki sem starfs­lok við­kom­andi starfs­manns áttu sér stað. Fjár­mál­eft­ir­litið taldi síð­ast­nefnda atriðið sýna að félagið hefði sjálft ­með­höndlað arð­greiðsl­urnar sem hluta af launum starfs­mann­anna. 

Í fjórða lagi kemur fram í ráðn­ing­ar­samn­ingum Arct­ica, við þá starfs­menn ­eign­ar­stýr­ing­ar­sviðs sem jafn­framt voru hlut­hafar í C flokki, undir liðnum „Laun“ að hlut­höf­unum sé tryggð greiðsla frá félag­inu ef nýr aðili eign­ast meiri­hlut­ann í Arct­ica. Taldi Fjár­mála­eft­ir­litið þetta sýna að líta bæri á hand­höfn a.m.k. C hlut­anna sem lið í launa­kjörum starfs­manna, frekar en fjár­fest­ingu í félag­in­u. 

Fjár­mála­eft­ir­litið taldi að ofan­greind atriði yllu því að ekki væri unnt að leggja arð­greiðslur til hlut­hafa B, C og D flokka að jöfnu við venju­legar arð­greiðslur af fjár­fest­ingum í hluta­bréf­um. Arð­greiðslur til hlut­hafa B, C og D flokks fólust í greiðslum í reiðu­fé. End­an­lega fjár­hæð var ekki unnt að sjá fyr­ir­fram með nákvæmum hætti, enda var fjár­hæðin ákvörðuð eft­ir ­reikni­reglu sem tók til­lit til rekstr­ar­ár­ang­urs þeirrar deild­ar, sem við­kom­andi flokkur var tengdur við og hlut­hafar störf­uðu í. Af fyr­ir­liggj­andi gögnum varð ekki ráðið að greiðsl­urnar hefðu verið þáttur í föstum starfs­kjörum starfs­manna félags­ins,“ í til­kynn­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent