Breskur vogunarsjóður kaupir sex prósent hlut í Vodafone

Breski vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Lans­dow­ne Partners hef­ur keypt 6,05% hlut í Fjar­­skipt­um, móð­ur­­­fé­lagi Voda­­fo­ne á Ísland­i.

Vodafone-007.jpg
Auglýsing

Breski vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Lans­dow­ne Partners hef­ur keypt 6,05% hlut í Fjar­­skipt­um, móð­ur­­­fé­lagi Voda­­fo­ne á Ísland­i. 

Til­­kynn­ing þar um barst í gegn­um Kaup­höll Íslands í gær­kvöldi.

Fram kem­ur í til­­kynn­ing­unni að við­skipt­in hafi gengið í gegn þann 9. októ­ber, sama dag og til­­kynnt var um að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði sam­þykkt kaup Fjar­­skipta á stærst­um hluta 365 miðla. 

Auglýsing

Gera má ráð fyr­ir að um sé að ræða við­skipti upp á rúm­an einn millj­­arð króna, sé miðað við mark­aðsvirði félags­ins nú. 

Á und­an­förnu ári hefur mark­aðsvirði félags­ins auk­ist um ríf­lega 30 pró­sent, sem langt umfram með­al­tal mark­að­ar­ins, en á und­an­förnu ári hefur vísi­tala íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins lækkað um rúm­lega þrjú pró­sent.

Mark­aðsvirði Voda­fone var við lokun mark­aða í gær 17,6 millj­arðar króna. Stærstu hlut­hafar félags­ins eru Gildi líf­eyr­is­sjóður með 13,25 pró­sent hlut og Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 11,82 pró­sent hlut. Fyrir utan líf­eyr­is­sjóði var Ursus ehf., félag Heið­ars Guð­jóns­son­ar, stærst meðal einka­fjár­festi með 6,4 pró­sent hlut.

Blockchain mun breyta fjölmiðlum
Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.
Kjarninn 19. júní 2018
Aðalgeir Þorgrímsson
Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar
Kjarninn 19. júní 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytinu skipt upp í tvennt
Forsætisráðuneytið mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um skiptingu velferðarráðuneytisins í tvö ráðuneyti.
Kjarninn 19. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
Kjarninn 19. júní 2018
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund
Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.
Kjarninn 19. júní 2018
Róhingjar á flótta.
Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum
Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.
Kjarninn 19. júní 2018
Dagur B. Eggertsson.
Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.
Kjarninn 19. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
Kjarninn 19. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent