Breskur vogunarsjóður kaupir sex prósent hlut í Vodafone

Breski vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Lans­dow­ne Partners hef­ur keypt 6,05% hlut í Fjar­­skipt­um, móð­ur­­­fé­lagi Voda­­fo­ne á Ísland­i.

Vodafone-007.jpg
Auglýsing

Breski vog­un­­ar­­sjóð­ur­­inn Lans­dow­ne Partners hef­ur keypt 6,05% hlut í Fjar­­skipt­um, móð­ur­­­fé­lagi Voda­­fo­ne á Ísland­i. 

Til­­kynn­ing þar um barst í gegn­um Kaup­höll Íslands í gær­kvöldi.

Fram kem­ur í til­­kynn­ing­unni að við­skipt­in hafi gengið í gegn þann 9. októ­ber, sama dag og til­­kynnt var um að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefði sam­þykkt kaup Fjar­­skipta á stærst­um hluta 365 miðla. 

Auglýsing

Gera má ráð fyr­ir að um sé að ræða við­skipti upp á rúm­an einn millj­­arð króna, sé miðað við mark­aðsvirði félags­ins nú. 

Á und­an­förnu ári hefur mark­aðsvirði félags­ins auk­ist um ríf­lega 30 pró­sent, sem langt umfram með­al­tal mark­að­ar­ins, en á und­an­förnu ári hefur vísi­tala íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins lækkað um rúm­lega þrjú pró­sent.

Mark­aðsvirði Voda­fone var við lokun mark­aða í gær 17,6 millj­arðar króna. Stærstu hlut­hafar félags­ins eru Gildi líf­eyr­is­sjóður með 13,25 pró­sent hlut og Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna með 11,82 pró­sent hlut. Fyrir utan líf­eyr­is­sjóði var Ursus ehf., félag Heið­ars Guð­jóns­son­ar, stærst meðal einka­fjár­festi með 6,4 pró­sent hlut.

Meira úr sama flokkiInnlent