Afskrifuðu Fáfni Viking

Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

skipin.jpg
Auglýsing

Stjórn Fáfnis Offs­hor­e hefur afskrifað rúm­lega 1,1 millj­arð króna fjár­fest­ingu í hálf­kláraða olíu­þjón­ustu­skip­in­u ­Fáfni Vik­ing. 

Fyr­ir­tæk­ið, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, var rekið með 244 millj­óna króna tapi í fyrra en tekj­ur þess juk­ust um 27 pró­sent milli ára og námu 626 millj­ón­um. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag, og er vitnað til árs­reikn­ings félags­ins fyrir síð­asta ár.

Auglýsing

Norska skipa­smíða­stöðin Havy­ar­d AS rifti í árs­byrjun samn­ing­i frá mars 2014 við Fáfni Offs­hore, sem rekur sér­út­búna olíu­þjón­ustu­skip­ið Pol­ar­sys­sel, um smíði Fáfnis Vik­ing ­sem var þá metið á um fimm millj­arða króna. 

Afhend­ingu þess hafð­i þá verið seinkað tví­vegis sök­um verk­efna­skorts hjá íslenska fyr­ir­tæk­in­u ­sem rekja mátti til mik­ill­ar ­lækk­unar olíu­verðs. Smíði skips­ins var síðar færð í dótt­ur­fé­lag Fáfn­is Offs­hore, einka­hluta­fé­lagið Pol­ar Ma­riti­me, að kröfu sýslu­manns­emb­ætt­is­ins á Sval­barða sem hef­ur ­leigt Pol­ar­sys­sel í níu mán­uði á ári og þannig skapað eina verk­efni Fáfn­is. „Sam­kvæmt nýjum árs­reikn­ing­i ­fyr­ir­tæk­is­ins fyrir 2016, sem Frétta­blað­ið hefur undir hönd­um, greidd­i ­Fáfnir jafn­virði 169 millj­óna króna til Havy­ard þegar afhend­ing­u ­skips­ins var frestað í annað sinn og smíðin færð í dótt­ur­fé­lag­ið. Þar heitir skipið ekki lengur Fáfn­ir Vik­ing heldur Hull 126 eða Skips­skrokk­ur 126. Hafði fyr­ir­tækið áður­ greitt Havy­ard 965 millj­ónir króna. Norska skipa­smíða­stöðin yfir­tók ­Fáfni Vik­ing þegar samn­ingnum var rift 2. jan­úar síð­ast­lið­inn,“ segir í frétt Frétta­blaðs­ins.

Á ýmsu hefur gengið í sögu Fáfnis, frá því Stein­grímur Erlings­son stofn­aði félag­ið. Greint var frá því í sumar að hann hefði stefnt félag­inu og viljað fá sex mán­aða upp­­­sagna­frest og orlof, eftir upp­sögn. Núver­andi stjórn­­endur Fáfnis höfn­uðu þessu og gerðu gagn­­kröfu á Stein­grím. 

Þeir telja að hann hafi ekki staðið við skyldur sínar á upp­­sagn­­ar­fresti. Stein­grímur hafi brotið trún­­að­­ar­­skyldu og tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis án leyfis þegar hann hætti störf­­um.

Síðla árs 2014 þótti Fáfn­ir Offs­hore afar áhuga­verður fjár­­­fest­inga­­kost­­ur. Íslenskir fjár­­­­­fest­­­ar, aðal­­­­­lega líf­eyr­is­­­sjóðir í gegnum fram­taks­­­sjóði, keppt­ust við að fjár­­­­­festa í fyr­ir­tæk­inu fyrir millj­­­arða króna. Það var „hiti“ í kringum fyr­ir­tækið og menn létu það ekk­ert mikið á sig fá þótt heims­­­mark­aðs­verð á olíu hefði hrunið úr um 115 dölum á tunnu sum­­­­­arið 2014 í um 60 dali í jan­úar 2015. Her­­­mann Þór­is­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Horns II, tal­aði meira að segja um það í við­tali við Mark­að­inn, fylg­i­­­blað Frétta­­­blaðs­ins um efna­hags­­­mál og við­­­skipti, í þeim mán­uði að Fáfnir væri „fyr­ir­tæki sem mjög áhuga­vert væri að sjá fara á mark­að. Vissu­­­lega eru erf­iðar mark­aðs­að­­­stæður í olíu­­­­­geir­­­anum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir sex mán­uð­u­m.“ Her­­­mann sagði að ef ytri aðstæður myndu batna þá gæti Fáfn­ir Offs­hore vel verið nógu stórt til að fara á mark­að.

Ári síðar var heims­­­mark­aðs­verð á olíu komið niður í 26,7 dali á tunnu. Það er tæp­­­lega fjórð­ungur þess sem það var sum­­­­­arið 2014. Þum­al­putta­reglan er sú að til að olíu­­­vinnsla á norð­lægum slóðum borgi sig þurfi heims­­­mark­aðs­verð á olíu að vera að minnsta kosti 60 dalir á tunnu. Tugir skipa sem gera út á sama markað og Fáfn­ir Offs­hore hefur verið lagt og fyr­ir­tækin sem eiga þau glíma nú við mik­inn rekstr­­­ar­­­vanda. Þá hefur olíu­­­­­borpöllum í Norð­­­ur­­­sjó fækkað mik­ið.Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent