Afskrifuðu Fáfni Viking

Fáfnir Offshore hefur fært niður fjárfestingu í olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag.

skipin.jpg
Auglýsing

Stjórn Fáfnis Offs­hor­e hefur afskrifað rúm­lega 1,1 millj­arð króna fjár­fest­ingu í hálf­kláraða olíu­þjón­ustu­skip­in­u ­Fáfni Vik­ing. 

Fyr­ir­tæk­ið, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra líf­eyr­is­sjóða, var rekið með 244 millj­óna króna tapi í fyrra en tekj­ur þess juk­ust um 27 pró­sent milli ára og námu 626 millj­ón­um. 

Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag, og er vitnað til árs­reikn­ings félags­ins fyrir síð­asta ár.

Auglýsing

Norska skipa­smíða­stöðin Havy­ar­d AS rifti í árs­byrjun samn­ing­i frá mars 2014 við Fáfni Offs­hore, sem rekur sér­út­búna olíu­þjón­ustu­skip­ið Pol­ar­sys­sel, um smíði Fáfnis Vik­ing ­sem var þá metið á um fimm millj­arða króna. 

Afhend­ingu þess hafð­i þá verið seinkað tví­vegis sök­um verk­efna­skorts hjá íslenska fyr­ir­tæk­in­u ­sem rekja mátti til mik­ill­ar ­lækk­unar olíu­verðs. Smíði skips­ins var síðar færð í dótt­ur­fé­lag Fáfn­is Offs­hore, einka­hluta­fé­lagið Pol­ar Ma­riti­me, að kröfu sýslu­manns­emb­ætt­is­ins á Sval­barða sem hef­ur ­leigt Pol­ar­sys­sel í níu mán­uði á ári og þannig skapað eina verk­efni Fáfn­is. „Sam­kvæmt nýjum árs­reikn­ing­i ­fyr­ir­tæk­is­ins fyrir 2016, sem Frétta­blað­ið hefur undir hönd­um, greidd­i ­Fáfnir jafn­virði 169 millj­óna króna til Havy­ard þegar afhend­ing­u ­skips­ins var frestað í annað sinn og smíðin færð í dótt­ur­fé­lag­ið. Þar heitir skipið ekki lengur Fáfn­ir Vik­ing heldur Hull 126 eða Skips­skrokk­ur 126. Hafði fyr­ir­tækið áður­ greitt Havy­ard 965 millj­ónir króna. Norska skipa­smíða­stöðin yfir­tók ­Fáfni Vik­ing þegar samn­ingnum var rift 2. jan­úar síð­ast­lið­inn,“ segir í frétt Frétta­blaðs­ins.

Á ýmsu hefur gengið í sögu Fáfnis, frá því Stein­grímur Erlings­son stofn­aði félag­ið. Greint var frá því í sumar að hann hefði stefnt félag­inu og viljað fá sex mán­aða upp­­­sagna­frest og orlof, eftir upp­sögn. Núver­andi stjórn­­endur Fáfnis höfn­uðu þessu og gerðu gagn­­kröfu á Stein­grím. 

Þeir telja að hann hafi ekki staðið við skyldur sínar á upp­­sagn­­ar­fresti. Stein­grímur hafi brotið trún­­að­­ar­­skyldu og tekið með sér tölvu í eigu Fáfnis án leyfis þegar hann hætti störf­­um.

Síðla árs 2014 þótti Fáfn­ir Offs­hore afar áhuga­verður fjár­­­fest­inga­­kost­­ur. Íslenskir fjár­­­­­fest­­­ar, aðal­­­­­lega líf­eyr­is­­­sjóðir í gegnum fram­taks­­­sjóði, keppt­ust við að fjár­­­­­festa í fyr­ir­tæk­inu fyrir millj­­­arða króna. Það var „hiti“ í kringum fyr­ir­tækið og menn létu það ekk­ert mikið á sig fá þótt heims­­­mark­aðs­verð á olíu hefði hrunið úr um 115 dölum á tunnu sum­­­­­arið 2014 í um 60 dali í jan­úar 2015. Her­­­mann Þór­is­­­son, fram­­­kvæmda­­­stjóri Horns II, tal­aði meira að segja um það í við­tali við Mark­að­inn, fylg­i­­­blað Frétta­­­blaðs­ins um efna­hags­­­mál og við­­­skipti, í þeim mán­uði að Fáfnir væri „fyr­ir­tæki sem mjög áhuga­vert væri að sjá fara á mark­að. Vissu­­­lega eru erf­iðar mark­aðs­að­­­stæður í olíu­­­­­geir­­­anum akkúrat í dag, en þær voru mjög góðar fyrir sex mán­uð­u­m.“ Her­­­mann sagði að ef ytri aðstæður myndu batna þá gæti Fáfn­ir Offs­hore vel verið nógu stórt til að fara á mark­að.

Ári síðar var heims­­­mark­aðs­verð á olíu komið niður í 26,7 dali á tunnu. Það er tæp­­­lega fjórð­ungur þess sem það var sum­­­­­arið 2014. Þum­al­putta­reglan er sú að til að olíu­­­vinnsla á norð­lægum slóðum borgi sig þurfi heims­­­mark­aðs­verð á olíu að vera að minnsta kosti 60 dalir á tunnu. Tugir skipa sem gera út á sama markað og Fáfn­ir Offs­hore hefur verið lagt og fyr­ir­tækin sem eiga þau glíma nú við mik­inn rekstr­­­ar­­­vanda. Þá hefur olíu­­­­­borpöllum í Norð­­­ur­­­sjó fækkað mik­ið.Meira úr sama flokkiInnlent