Spánn gefur Katalóníu fimm daga frest

Stjórnvöld á Spáni hafa stillt Katalóníu upp við vegg, og gefið stjórnvöldum fimm daga frest til að eyða öllum hugmyndum um sjálfstæði héraðsins.

Katalónía Spánn sjálfstæðisbarátta
Auglýsing

Mari­ano Rajoy for­sæt­is­ráð­herra Spánar hefur gefið Carles Puig­demont for­seta Kata­lóníu fimm daga frest til þess að gefa svar um það hvort hann ætli að lýsa yfir sjálf­stæði Kata­lón­íu. 

Frá þessu greinir breska rík­is­út­varpið BBC, en í frétt­inni segir einnig að ef hann stað­festi fyrir næst­kom­andi mánu­dag að hann ætli að gera það, þá muni hann fá þrjá daga til við­bótar til að draga sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu til baka.

Rajoy hefur sýnt mikla hörku í sam­skiptum við Kata­línu, og hefur sagt að hann sé til­bú­inn að beita 155. grein spænsku stjórn­ar­skrár­innar til að svipta hér­að­inu sjálf­stjórn­ar­rétt­indum sín­um, en stjórn hér­aðs­ins færi þá til spænskra stjórn­valda.

AuglýsingPuig­demont skrif­aði undir sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­ingu Kata­lóníu í gær, en frestaði jafn­framt fram­kvæmd­inni til að veita svig­rúm til við­ræðn­a. 

Mikil óvissa hefur ríkt á Spáni eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una í Kata­lóníu þann 1. októ­ber síð­ast­lið­inn sem hefur verið dæmd ógild af stjórn­laga­dóm­stól Spán­ar.

Rajoy segir að nauð­syn­legt sé að binda enda á stöð­una í Kata­lóníu til að tryggja öryggi í Barcelona og eyða öllum efa­semdum að Spánn standi eftir - þrátt fyrir þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una um sjálf­stæði - sam­ein­að­ur. Allir aðrir mögu­leikar séu óásætt­an­leg­ir.

Meira úr sama flokkiErlent