Byggja upp traust með því að miðla upplýsingum milli almennings og stjórnvalda

Tilgangur vefsins Betra Ísland er að skapa umræðugrundvöll milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu og að byggja upp traust þar á milli. Framkvæmdastjóri vefsins skorar á öll framboð sem enn eru ekki búin að setja inn stefnur að taka þátt.

iceland-protest_16823101682_o.jpg
Auglýsing

Ný vef­síða hefur nú litið dags­ins ljós sem ber nafnið Betra Ísland. Til­gang­ur­inn er að tengja saman almenn­ing og þing­menn, hvetja til góðrar rök­ræðu og að fá fólk til að tala saman og byggja upp traust. Þetta segir Róbert Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúa ses. Hann segir að það taki tíma að byggja upp vef með þessum hætti en hann sé þó að smella sam­an. 

Vef­ur­inn er tengdur inn á Kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans þar sem finna má hinar ýmsu upp­lýs­ingar um fram­bjóð­end­ur, nýj­ustu kosn­inga­spána og umfjall­an­ir. 

Pírat­ar, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ing eru búin að setja stefnur flokk­anna inn á vef­inn og segir Róbert að til standi hjá VG og Mið­flokknum að setja sínar stefnur inn seinna í dag. Von­ast hann til að hinir flokk­arnir fylgi á eft­ir. 

Auglýsing

Nýta netið til að koma hug­myndum á fram­færi

Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúa ses.Róbert segir að hug­myndin hafi komið upp og henni hrundið af stað nokkrum vikum eftir efna­hags­hrunið 2008. For­sprakkar hennar hafi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að nýta netið til að koma hug­myndum frá almenn­ingi og fólk­inu í land­inu til stjórn­mála­manna. Útkoman hafi verið slíkur umræðu­vett­vang­ur.

Hug­mynda­fræði vefs­ins er sú sama og hjá Betri Reykja­vík þar sem íbúar borg­ar­innar geta tekið þátt í umræðum og jafn­vel haft áhrif á ákvarð­ana­töku stjórn­mála­manna. „Við viljum gefa almenn­ingi sterk­ari rödd inn í stjórn­kerf­in­u,“ segir Róbert um til­gang vefs­ins. Hann bendir á að hér áður fyrr hafi fólk mætt á kjör­staði og kosið full­trúa í fjögur ár í senn. Hann segir að þetta kerfi sé úrelt og að gott sé fyrir þjóð­fé­lagið að almenn­ingur komi að ákvarð­ana­töku í gegnum kjör­tíma­bil­ið, ekki bara í kringum eða rétt fyrir kosn­ing­ar. 

Hug­bún­að­ur­inn not­aður um allan heim

Verk­efnið er ekki nýtt af nál­inni en vel hefur gengið að virkja almenn­ing á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Róbert segir að útgáfa af vefnum hafi verið notuð í um 20 öðrum lönd­um. Í Eist­landi hafi kerfið verið notað þegar for­seti lands­ins kall­aði eftir hug­myndum hvernig hægt væri að breyta lögum í land­inu eftir röð skandala. Hann lagði á end­anum fram fimmtán laga­frum­vörp eftir hug­mynda­vinnu frá almenn­ingi og sjö af þeim urðu að lög­um. 

Hug­bún­að­ur­inn var einnig not­aður á Möltu í kosn­ingum síð­asta sum­ar. Um 15 til 20 pró­sent íbúa á Möltu fóru á síð­una og yfir 2 pró­sent tóku beinan þátt í umræðum á henn­i. 

Róbert segir að Betra Ísland byggi á opnum hug­bún­aði, þ.e. hver sem er geti nýtt hann og hafi margir unnið að því í sam­ein­ingu. Hann segir að borg­arar lands­ins vilji taka þátt í málum sem þá varða og því sem ger­ist í kringum þá. Þess vegna hafi íbúa­kosn­ingar verið vin­sæl­ar. Mikil gróska sé í gras­rót­ar­vinnu sem þess­ari og áhugi. Það eigi ekki ein­ungis við um Ísland heldur úti um allan heim, eins og sýni sig í notkun hug­bún­að­ar­ins.  

Vilja fá mál­efna­legar umræður

Vef­ur­inn opn­aði fyrir tveimur vikum en aðstand­endur hans opn­uðu vef með sama sniði fyrir kosn­ing­arnar í fyrra. Að sögn Róbert gengur mun betur í ár að tengja saman fram­bjóð­endur og almenn­ing en um 15.000 manns hafa heim­sótt vef­inn síðan hann opn­aði.

Vef­ur­inn gengur út á að fólk setji inn hug­myndir og rök með og á móti. Róbert segir að rök­ræð­urnar fari með öðrum hætti fram en til dæmis á Face­book. Ekki sé um spjall­þráð að ræða og með því að biðja fólk að setja fram mótrök við hug­myndir þá náist mál­efna­legri umræð­ur. 

Betra Ísland skorar á öll fram­boð sem enn eru ekki búin að setja inn stefnur að taka þátt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent