Byggja upp traust með því að miðla upplýsingum milli almennings og stjórnvalda

Tilgangur vefsins Betra Ísland er að skapa umræðugrundvöll milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu og að byggja upp traust þar á milli. Framkvæmdastjóri vefsins skorar á öll framboð sem enn eru ekki búin að setja inn stefnur að taka þátt.

iceland-protest_16823101682_o.jpg
Auglýsing

Ný vef­síða hefur nú litið dags­ins ljós sem ber nafnið Betra Ísland. Til­gang­ur­inn er að tengja saman almenn­ing og þing­menn, hvetja til góðrar rök­ræðu og að fá fólk til að tala saman og byggja upp traust. Þetta segir Róbert Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúa ses. Hann segir að það taki tíma að byggja upp vef með þessum hætti en hann sé þó að smella sam­an. 

Vef­ur­inn er tengdur inn á Kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans þar sem finna má hinar ýmsu upp­lýs­ingar um fram­bjóð­end­ur, nýj­ustu kosn­inga­spána og umfjall­an­ir. 

Pírat­ar, Björt fram­tíð og Sam­fylk­ing eru búin að setja stefnur flokk­anna inn á vef­inn og segir Róbert að til standi hjá VG og Mið­flokknum að setja sínar stefnur inn seinna í dag. Von­ast hann til að hinir flokk­arnir fylgi á eft­ir. 

Auglýsing

Nýta netið til að koma hug­myndum á fram­færi

Róbert Bjarnason, framkvæmdastjóri Íbúa ses.Róbert segir að hug­myndin hafi komið upp og henni hrundið af stað nokkrum vikum eftir efna­hags­hrunið 2008. For­sprakkar hennar hafi velt því fyrir sér hvernig hægt væri að nýta netið til að koma hug­myndum frá almenn­ingi og fólk­inu í land­inu til stjórn­mála­manna. Útkoman hafi verið slíkur umræðu­vett­vang­ur.

Hug­mynda­fræði vefs­ins er sú sama og hjá Betri Reykja­vík þar sem íbúar borg­ar­innar geta tekið þátt í umræðum og jafn­vel haft áhrif á ákvarð­ana­töku stjórn­mála­manna. „Við viljum gefa almenn­ingi sterk­ari rödd inn í stjórn­kerf­in­u,“ segir Róbert um til­gang vefs­ins. Hann bendir á að hér áður fyrr hafi fólk mætt á kjör­staði og kosið full­trúa í fjögur ár í senn. Hann segir að þetta kerfi sé úrelt og að gott sé fyrir þjóð­fé­lagið að almenn­ingur komi að ákvarð­ana­töku í gegnum kjör­tíma­bil­ið, ekki bara í kringum eða rétt fyrir kosn­ing­ar. 

Hug­bún­að­ur­inn not­aður um allan heim

Verk­efnið er ekki nýtt af nál­inni en vel hefur gengið að virkja almenn­ing á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu. Róbert segir að útgáfa af vefnum hafi verið notuð í um 20 öðrum lönd­um. Í Eist­landi hafi kerfið verið notað þegar for­seti lands­ins kall­aði eftir hug­myndum hvernig hægt væri að breyta lögum í land­inu eftir röð skandala. Hann lagði á end­anum fram fimmtán laga­frum­vörp eftir hug­mynda­vinnu frá almenn­ingi og sjö af þeim urðu að lög­um. 

Hug­bún­að­ur­inn var einnig not­aður á Möltu í kosn­ingum síð­asta sum­ar. Um 15 til 20 pró­sent íbúa á Möltu fóru á síð­una og yfir 2 pró­sent tóku beinan þátt í umræðum á henn­i. 

Róbert segir að Betra Ísland byggi á opnum hug­bún­aði, þ.e. hver sem er geti nýtt hann og hafi margir unnið að því í sam­ein­ingu. Hann segir að borg­arar lands­ins vilji taka þátt í málum sem þá varða og því sem ger­ist í kringum þá. Þess vegna hafi íbúa­kosn­ingar verið vin­sæl­ar. Mikil gróska sé í gras­rót­ar­vinnu sem þess­ari og áhugi. Það eigi ekki ein­ungis við um Ísland heldur úti um allan heim, eins og sýni sig í notkun hug­bún­að­ar­ins.  

Vilja fá mál­efna­legar umræður

Vef­ur­inn opn­aði fyrir tveimur vikum en aðstand­endur hans opn­uðu vef með sama sniði fyrir kosn­ing­arnar í fyrra. Að sögn Róbert gengur mun betur í ár að tengja saman fram­bjóð­endur og almenn­ing en um 15.000 manns hafa heim­sótt vef­inn síðan hann opn­aði.

Vef­ur­inn gengur út á að fólk setji inn hug­myndir og rök með og á móti. Róbert segir að rök­ræð­urnar fari með öðrum hætti fram en til dæmis á Face­book. Ekki sé um spjall­þráð að ræða og með því að biðja fólk að setja fram mótrök við hug­myndir þá náist mál­efna­legri umræð­ur. 

Betra Ísland skorar á öll fram­boð sem enn eru ekki búin að setja inn stefnur að taka þátt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent