Hvað gerir forsetinn? - Fundað með leiðtogum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur kallað leiðtoga flokkanna á sinn fund í dag. Myndun nýrrar ríkisstjórnar fer svo fram

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, fundar í dag með leið­togum flokk­anna á Alþingi og er fyrsti fund­ur­inn með Bjarna Bene­dikts­syni klukkan 10:00. Á eftir honum hittir Guðni Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna. 

Ljóst er að nokkuð flóknar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eru nu að fara í gang, þó ómögu­legt sé að segja til um hversu langan tíma þarf til að mynda nýja rík­is­stjórn. 

Afar erf­ið­lega gekk að koma saman rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, með Sjálf­stæð­is­flokki, Bjartri fram­tíð og Við­reisn, en hún sprakk innan við ári eftir að hún var mynd­uð, eins og frægt er orð­ið.

Auglýsing

Hún var mynduð eftir margar til­raunir flokk­anna til að koma saman stjórn og stóð tæpta frá fyrsta degi, með 32 þing­menn á móti 31 þing­manni stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna.

Þessi þrír flokkar töp­uðu 12 þing­mönnum í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn; Björt fram­tíð þurrk­að­ist næstum alveg út og tap­aði öllum sínum fjórum þing­mönn­um, Við­reisn tap­aði 3 en er ennþá með fjóra, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­aði 5 þing­mönn­um, og er með 16. 

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir bættu við sig einum manni og eru nú með 32 þing­menn. Vinstri græn bættu einum við sig og eru nú með 11 í þing­flokki, Fram­sókn­ar­flokkur hélt sínum átta þing­mönn­um, Sam­fylk­ingin bætti við sig fjórum mönnum en Píratar töp­uðu fjórum og eru með 6 þing­menn nú.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eru svo með ell­efu þing­menn, Mið­flokkur 7 og Flokkur fólks­ins 4.

Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafa báðir talað fyrir því að vilja fá umboðið til þess að mynda stjórn, og það sama hefur Katrín Jak­obs­dóttir gert. „Traust rík­is­stjórnar er ekki mælt í fjölda flokka eða í þing­styrk,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, spurð hvort hún treysti sér til að leiða rík­is­stjórn­ nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka, í Morg­un­blað­inu í dag. „Mér finnst það skyn­sam­legt að við ­förum yfir það í okkar her­búð­u­m hvort við metum það sem væn­legan ­kost,“ segir Katrín í við­tali við Morg­un­blað­ið.

Fundir Guðna eru í þess­ari röð:

Fundur for­­seta og Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, verður klukkan 10. 

Fundur for­­seta og Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, for­­manns Vinstri hreyf­­ing­­ar­inn­­ar – græns fram­­boðs, verður klukkan 11. 

Fundur for­­seta og Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, for­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, verður klukkan 12.

Fundur for­­seta og Loga Más Ein­­ar­s­­son­­ar, for­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, verður klukkan 13. 

Fundur for­­seta og Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, for­­manns Mið­­flokks­ins, verður klukkan 14.

Fundur for­­seta og Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, full­­trúa Pírata, verð­­ur klukkan 15.

Fundur for­­seta og Ingu Sæland, for­­manns Flokks fólks­ins, verður klukkan 16.

Fundur for­­seta og Þor­­gerðar Katrínar Gunn­­ar­s­dótt­­ur, for­­manns Við­reisn­­­ar, verður klukkan 17.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent