Hvað gerir forsetinn? - Fundað með leiðtogum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur kallað leiðtoga flokkanna á sinn fund í dag. Myndun nýrrar ríkisstjórnar fer svo fram

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, fundar í dag með leið­togum flokk­anna á Alþingi og er fyrsti fund­ur­inn með Bjarna Bene­dikts­syni klukkan 10:00. Á eftir honum hittir Guðni Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna. 

Ljóst er að nokkuð flóknar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eru nu að fara í gang, þó ómögu­legt sé að segja til um hversu langan tíma þarf til að mynda nýja rík­is­stjórn. 

Afar erf­ið­lega gekk að koma saman rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, með Sjálf­stæð­is­flokki, Bjartri fram­tíð og Við­reisn, en hún sprakk innan við ári eftir að hún var mynd­uð, eins og frægt er orð­ið.

Auglýsing

Hún var mynduð eftir margar til­raunir flokk­anna til að koma saman stjórn og stóð tæpta frá fyrsta degi, með 32 þing­menn á móti 31 þing­manni stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna.

Þessi þrír flokkar töp­uðu 12 þing­mönnum í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn; Björt fram­tíð þurrk­að­ist næstum alveg út og tap­aði öllum sínum fjórum þing­mönn­um, Við­reisn tap­aði 3 en er ennþá með fjóra, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­aði 5 þing­mönn­um, og er með 16. 

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir bættu við sig einum manni og eru nú með 32 þing­menn. Vinstri græn bættu einum við sig og eru nú með 11 í þing­flokki, Fram­sókn­ar­flokkur hélt sínum átta þing­mönn­um, Sam­fylk­ingin bætti við sig fjórum mönnum en Píratar töp­uðu fjórum og eru með 6 þing­menn nú.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eru svo með ell­efu þing­menn, Mið­flokkur 7 og Flokkur fólks­ins 4.

Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafa báðir talað fyrir því að vilja fá umboðið til þess að mynda stjórn, og það sama hefur Katrín Jak­obs­dóttir gert. „Traust rík­is­stjórnar er ekki mælt í fjölda flokka eða í þing­styrk,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, spurð hvort hún treysti sér til að leiða rík­is­stjórn­ nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka, í Morg­un­blað­inu í dag. „Mér finnst það skyn­sam­legt að við ­förum yfir það í okkar her­búð­u­m hvort við metum það sem væn­legan ­kost,“ segir Katrín í við­tali við Morg­un­blað­ið.

Fundir Guðna eru í þess­ari röð:

Fundur for­­seta og Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, verður klukkan 10. 

Fundur for­­seta og Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, for­­manns Vinstri hreyf­­ing­­ar­inn­­ar – græns fram­­boðs, verður klukkan 11. 

Fundur for­­seta og Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, for­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, verður klukkan 12.

Fundur for­­seta og Loga Más Ein­­ar­s­­son­­ar, for­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, verður klukkan 13. 

Fundur for­­seta og Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, for­­manns Mið­­flokks­ins, verður klukkan 14.

Fundur for­­seta og Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, full­­trúa Pírata, verð­­ur klukkan 15.

Fundur for­­seta og Ingu Sæland, for­­manns Flokks fólks­ins, verður klukkan 16.

Fundur for­­seta og Þor­­gerðar Katrínar Gunn­­ar­s­dótt­­ur, for­­manns Við­reisn­­­ar, verður klukkan 17.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það sem sjávarútvegurinn þarf að gera til að byggja upp traust
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Yfir helmingur landsmanna styður verkfallsaðgerðir Eflingar
Í nýrri könnun Maskínu kemur fram að 59 prósent Íslendinga segjast styðja Eflingu í yfirstandandi launadeilu við Reykjavíkurborg og 56 prósent eru hlynnt verkfallsaðgerðum.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Yfir fimm þúsund hryssur notaðar í blóðmerahald á síðasta ári
Hægt er að vinna hormón úr blóði hryssa á ákveðnu tímabili meðgöngu og vinna úr því frjósemislyf. Hestahald þar sem framkvæmd er blóðtaka úr hrossum til framleiðslu afurða var stundað á vegum 95 aðila árið 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Nordic Visitor á Terra Nova
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól. Kaupverðið er trúnaðarmál.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent