Hvað gerir forsetinn? - Fundað með leiðtogum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur kallað leiðtoga flokkanna á sinn fund í dag. Myndun nýrrar ríkisstjórnar fer svo fram

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, fundar í dag með leið­togum flokk­anna á Alþingi og er fyrsti fund­ur­inn með Bjarna Bene­dikts­syni klukkan 10:00. Á eftir honum hittir Guðni Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna. 

Ljóst er að nokkuð flóknar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður eru nu að fara í gang, þó ómögu­legt sé að segja til um hversu langan tíma þarf til að mynda nýja rík­is­stjórn. 

Afar erf­ið­lega gekk að koma saman rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, með Sjálf­stæð­is­flokki, Bjartri fram­tíð og Við­reisn, en hún sprakk innan við ári eftir að hún var mynd­uð, eins og frægt er orð­ið.

Auglýsing

Hún var mynduð eftir margar til­raunir flokk­anna til að koma saman stjórn og stóð tæpta frá fyrsta degi, með 32 þing­menn á móti 31 þing­manni stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna.

Þessi þrír flokkar töp­uðu 12 þing­mönnum í kosn­ing­unum á laug­ar­dag­inn; Björt fram­tíð þurrk­að­ist næstum alveg út og tap­aði öllum sínum fjórum þing­mönn­um, Við­reisn tap­aði 3 en er ennþá með fjóra, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­aði 5 þing­mönn­um, og er með 16. 

Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir bættu við sig einum manni og eru nú með 32 þing­menn. Vinstri græn bættu einum við sig og eru nú með 11 í þing­flokki, Fram­sókn­ar­flokkur hélt sínum átta þing­mönn­um, Sam­fylk­ingin bætti við sig fjórum mönnum en Píratar töp­uðu fjórum og eru með 6 þing­menn nú.

Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eru svo með ell­efu þing­menn, Mið­flokkur 7 og Flokkur fólks­ins 4.

Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafa báðir talað fyrir því að vilja fá umboðið til þess að mynda stjórn, og það sama hefur Katrín Jak­obs­dóttir gert. „Traust rík­is­stjórnar er ekki mælt í fjölda flokka eða í þing­styrk,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, spurð hvort hún treysti sér til að leiða rík­is­stjórn­ nú­ver­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokka, í Morg­un­blað­inu í dag. „Mér finnst það skyn­sam­legt að við ­förum yfir það í okkar her­búð­u­m hvort við metum það sem væn­legan ­kost,“ segir Katrín í við­tali við Morg­un­blað­ið.

Fundir Guðna eru í þess­ari röð:

Fundur for­­seta og Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, for­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, verður klukkan 10. 

Fundur for­­seta og Katrínar Jak­obs­dótt­­ur, for­­manns Vinstri hreyf­­ing­­ar­inn­­ar – græns fram­­boðs, verður klukkan 11. 

Fundur for­­seta og Sig­­urðar Inga Jóhanns­­son­­ar, for­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, verður klukkan 12.

Fundur for­­seta og Loga Más Ein­­ar­s­­son­­ar, for­­manns Sam­­fylk­ing­­ar­inn­­ar, verður klukkan 13. 

Fundur for­­seta og Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar, for­­manns Mið­­flokks­ins, verður klukkan 14.

Fundur for­­seta og Þór­hildar Sunnu Ævar­s­dótt­­ur, full­­trúa Pírata, verð­­ur klukkan 15.

Fundur for­­seta og Ingu Sæland, for­­manns Flokks fólks­ins, verður klukkan 16.

Fundur for­­seta og Þor­­gerðar Katrínar Gunn­­ar­s­dótt­­ur, for­­manns Við­reisn­­­ar, verður klukkan 17.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent