Fjöldi þeirra sem standa utan trúfélaga hefur tvöfaldast frá 2010

Tæpur þriðjungur landsmanna, alls 111 þúsund manns, standa nú utan þjóðkirkjunnar. Þar af eru tæplega 22 þúsund skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga.

Þeim sem eru meðlimir í ríkistrúnni fækkar ár frá ári.
Þeim sem eru meðlimir í ríkistrúnni fækkar ár frá ári.
Auglýsing

Fjöldi þeirra íbúa á Íslandi sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga hefur rúmlega tvöfaldast frá því í byrjun árs 2010. Þá voru þeir sem voru skráðir utan slíkra félaga 10.336 talsins. Um síðustu áramót var sú tala komin upp í 20.500 og á fyrstu níu mánuðum ársins 2017 bættust 1.021 manns við sem stóðu utan trú- og lífskoðunarfélaga. Heildarfjöldi þeirra í dag er því orðinn 21.521. Alls eru 111.042 íbúar utan þjóðkirkjunnar, eða 32 prósent allra landsmanna.

Þetta má sjá úr tölum Hagstofu Íslands og Þjóðskrár um breytingar á trú- og lífskoðunarfélagsaðild.

Fækkun frá 2009

Umræddar tölur taka til allra skráðra einstaklinga hvort sem þeir eru með búsetu á Íslandi eða erlendis. Erlendir ríkisborgarar sem skrá sig inn í kerfið hérlendis flokkast sem ótilgreindir, en ekki sérstaklega skráðir í trú- eða lífskoðunarfélög eða utan þeirra.

Auglýsing

Á sama tíma og fjöldi þeirra sem kjósa að standa utan trú- og lífsskoðunarfélaga eykst ár frá ári þá fækkar sífellt þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna. Árið 1992 voru 92,2 pró­­­sent lands­­­manna skráðir í hana. Sex árum síðar var hlutfallið komið undir 90 prósent en fjöldi einstaklinga sem voru í þjóðkirkjunni hélt samt sem áður áfram að vaxa fram til ársins 2009. Þá náði fjöldi þeirra sem í hana eru skráðir hámarki, en þá voru 253.069 manns í Þjóðkirkjunni.  Það sama ár fór hins vegar hlutfall þjóðarinnar sem fylgdi ríkistrúnni í fyrsta sinn  undir 80 prósent.

Þeim sem standa utan þjóðkirkju fjölgað um 80 þúsund

Frá árinu 2009 hefur fjöldi þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjunni dregist saman á hverju einasta ári. Um síðustu áramót voru þeir 236.481 talsins, sem þýddi að undir 70 prósent þjóðarinnar væri í kirkjunni.

Það sem af er árinu 2017 hafa 1.261 gengið úr þjóðkirkjunni en 488 verið skráðir í hana. Þeim sem í kirkjunni eru hefur því fækkað um 773 á fyrstu níu mánuðum ársins í ár, og eru skráðir meðlimir því 235.708 talsins. Í lok september bjuggu 346.750 manns á Íslandi. Það þýðir því að 111.042 landsmenn standi utan þjóðkirkjunnar, eða 32 prósent þeirra. Um síðustu aldarmót var fjöldi þeirra sem stóðu utan þjóðkirkjunnar 30.700. Þeim hefur því fjölgað um 80.342 síðan þá.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent