Þurfa að selja Fréttablaðið eða hlut í Vodafone innan 30 mánaða

Samkeppniseftirlitið setti skilyrði fyrir því að Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, fengi að kaupa fjölmiðla út úr 365 miðlum. Eitt þeirra var sú að eigendur 365 selji annað hvort Fréttablaðið og tengda vefi eða þorra eignarhlutar síns í Fjarskiptum.

365 miðlar
Auglýsing

Eig­endur 365 miðla þurfa að selja annað hvort Frétta­­blaðið eða hlut sinn í Fjar­­skipt­um, móð­ur­fé­lagi Voda­fone á Íslandi, innan 30 mán­aða frá því að sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupa Fjar­skipta á til­teknum eignum og rekstri 365 miðla var und­ir­rit­uð. Skrifað var undir hana 8. októ­ber síð­ast­lið­inn og því hafa eig­endur 365 miðla nú 29 mán­uði til að losa um aðra hvora eign­ina.

Langstærsti eig­andi 365 miðla er Ingi­björg S. Pálma­dótt­ir. Sam­an­lagt eiga félög á vegum hennar 74,3 pró­sent eign­ar­hlut í fyr­ir­tæk­inu. Áður en Ingi­björg varð aðal­eig­andi 365 miðla var það að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, eig­in­manns henn­ar.

Sátt um rof á eig­enda­tengslum

Um miðjan mars 2017 var skrifað undir kaup Fjar­skipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­skildu Frétta­blað­inu og tíma­rit­inu Gla­mour.

Þeir miðlar sem selja átti yfir frá 365 miðlum voru Stöð 2 og tengdar sjón­­­varps­­­stöðv­­­­­ar, útvarps­­­­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins (t.d. Bylgj­an, X-ið og FM957) og frétta­vef­­­ur­inn Vís­ir.is. Frétta­­­stofa 365 fylgdi með í kaup­un­um, en hún er ein stærsta frétta­­­stofa lands­ins og sú eina sem heldur úti dag­­­legum sjón­­­varps­frétta­­­tíma utan frétta­­­stofu RÚV. Kaupin voru gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Kaup­verðið var á bil­inu 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það átti að greið­ast í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Miðað við það hlutafé sem átti að skipta um hendur lá fyrir að félög í eigu Ingi­bjargar S. Pálma­dóttur yrðu stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í Fjar­skiptum eftir að við­skiptin yrðu frá­geng­in, með um átta pró­sent beinan eign­ar­hlut í félag­inu, sem er skráð í Kaup­höll.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa Fjar­skipta og flestra miðla 365 með skil­yrðum í byrjun októ­ber síð­ast­lið­ins. Til stendur að hinar keyptu eignir fær­ist yfir til Fjar­skipta 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsing
Í sátt sem 365 miðlar og Sam­keppn­is­eft­ir­litið und­ir­rit­uðu vegna þessa er meðal ann­ars sett skil­yrði um að eigna­tengsl 365 miðla og Fjar­skipta, sem verða keppi­nautar á fjöl­miðla­mark­aði eftir sam­run­ann, verði rof­in. Það á að ger­ast með því að 365 miðlar skuld­binda sig annað hvort til að selja rekstur Frétta­blaðs­ins og tveggja vef­síðna sem fyr­ir­hugað er að setja í loftið (frett.is/fretta­bla­did.is) eða þorra eign­ar­hlutar síns í Fjar­skiptum (hann þarf að fara niður fyrir tvö pró­sent til að skil­yrði sátt­ar­innar falli nið­ur)  til óskylds þriðja aðila. Í því skjali sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti um sátt­ina var sá tímara­mmi sem 365 fékk til að losa um aðra hvora eign­ina felldur út þar sem um trún­að­ar­upp­lýs­ingar væri að ræða. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er tímara­mm­inn 30 mán­uð­ir.

Sam­starf milli Frétta­blaðs og Vísis stytt

Í tengslum við sam­run­ann var líka gerður sam­­starfs­­samn­ingur milli 365 miðlar og Fjar­skipta . Í honum fólst að efni Frétta­­­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um,ætti áfram birt­­­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýddi að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­­­skipta, myndi geta birt allt efni Frétta­­­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­mið­l­­­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila.

Þegar sam­run­inn var sam­þykktur af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu með skil­yrðum kom fram að eft­ir­litið hefði talið að gild­is­tími þessa samn­ings væri of lang­ur. Eftir við­ræður eft­ir­lits­ins við Fjar­skipti þá var ákveðið að stytta gild­is­tím­ann. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hversu mik­ið.Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent