Þurfa að selja Fréttablaðið eða hlut í Vodafone innan 30 mánaða

Samkeppniseftirlitið setti skilyrði fyrir því að Fjarskipti, móðurfélag Vodafone, fengi að kaupa fjölmiðla út úr 365 miðlum. Eitt þeirra var sú að eigendur 365 selji annað hvort Fréttablaðið og tengda vefi eða þorra eignarhlutar síns í Fjarskiptum.

365 miðlar
Auglýsing

Eig­endur 365 miðla þurfa að selja annað hvort Frétta­­blaðið eða hlut sinn í Fjar­­skipt­um, móð­ur­fé­lagi Voda­fone á Íslandi, innan 30 mán­aða frá því að sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið vegna kaupa Fjar­skipta á til­teknum eignum og rekstri 365 miðla var und­ir­rit­uð. Skrifað var undir hana 8. októ­ber síð­ast­lið­inn og því hafa eig­endur 365 miðla nú 29 mán­uði til að losa um aðra hvora eign­ina.

Langstærsti eig­andi 365 miðla er Ingi­björg S. Pálma­dótt­ir. Sam­an­lagt eiga félög á vegum hennar 74,3 pró­sent eign­ar­hlut í fyr­ir­tæk­inu. Áður en Ingi­björg varð aðal­eig­andi 365 miðla var það að mestu í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar, eig­in­manns henn­ar.

Sátt um rof á eig­enda­tengslum

Um miðjan mars 2017 var skrifað undir kaup Fjar­skipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að und­an­skildu Frétta­blað­inu og tíma­rit­inu Gla­mour.

Þeir miðlar sem selja átti yfir frá 365 miðlum voru Stöð 2 og tengdar sjón­­­varps­­­stöðv­­­­­ar, útvarps­­­­­rekstur fyr­ir­tæk­is­ins (t.d. Bylgj­an, X-ið og FM957) og frétta­vef­­­ur­inn Vís­ir.is. Frétta­­­stofa 365 fylgdi með í kaup­un­um, en hún er ein stærsta frétta­­­stofa lands­ins og sú eina sem heldur úti dag­­­legum sjón­­­varps­frétta­­­tíma utan frétta­­­stofu RÚV. Kaupin voru gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Kaup­verðið var á bil­inu 7.725-7.875 millj­­ónir króna. Það átti að greið­ast í reið­u­­fé, með útgáfu nýrra hluta í Fjar­­skiptum og yfir­­­töku á 4,6 millj­­arða króna skuld­­um.

Miðað við það hlutafé sem átti að skipta um hendur lá fyrir að félög í eigu Ingi­bjargar S. Pálma­dóttur yrðu stærsti ein­staki einka­fjár­festir­inn í Fjar­skiptum eftir að við­skiptin yrðu frá­geng­in, með um átta pró­sent beinan eign­ar­hlut í félag­inu, sem er skráð í Kaup­höll.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti sam­runa Fjar­skipta og flestra miðla 365 með skil­yrðum í byrjun októ­ber síð­ast­lið­ins. Til stendur að hinar keyptu eignir fær­ist yfir til Fjar­skipta 1. des­em­ber næst­kom­andi.

Auglýsing
Í sátt sem 365 miðlar og Sam­keppn­is­eft­ir­litið und­ir­rit­uðu vegna þessa er meðal ann­ars sett skil­yrði um að eigna­tengsl 365 miðla og Fjar­skipta, sem verða keppi­nautar á fjöl­miðla­mark­aði eftir sam­run­ann, verði rof­in. Það á að ger­ast með því að 365 miðlar skuld­binda sig annað hvort til að selja rekstur Frétta­blaðs­ins og tveggja vef­síðna sem fyr­ir­hugað er að setja í loftið (frett.is/fretta­bla­did.is) eða þorra eign­ar­hlutar síns í Fjar­skiptum (hann þarf að fara niður fyrir tvö pró­sent til að skil­yrði sátt­ar­innar falli nið­ur)  til óskylds þriðja aðila. Í því skjali sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti um sátt­ina var sá tímara­mmi sem 365 fékk til að losa um aðra hvora eign­ina felldur út þar sem um trún­að­ar­upp­lýs­ingar væri að ræða. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er tímara­mm­inn 30 mán­uð­ir.

Sam­starf milli Frétta­blaðs og Vísis stytt

Í tengslum við sam­run­ann var líka gerður sam­­starfs­­samn­ingur milli 365 miðlar og Fjar­skipta . Í honum fólst að efni Frétta­­­blaðs­ins, sem er ekki hluti af kaup­un­um,ætti áfram birt­­­ast á Vísi.is í 44 mán­uði eftir að kaupin ganga í gegn. Það þýddi að Vís­ir.is, sem verður þá í eigu Fjar­­­skipta, myndi geta birt allt efni Frétta­­­blaðs­ins að morgni í tæp fjögur ár þrátt fyrir að fjöl­mið­l­­­arnir verði ekki lengur í eigu sama aðila.

Þegar sam­run­inn var sam­þykktur af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu með skil­yrðum kom fram að eft­ir­litið hefði talið að gild­is­tími þessa samn­ings væri of lang­ur. Eftir við­ræður eft­ir­lits­ins við Fjar­skipti þá var ákveðið að stytta gild­is­tím­ann. Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ingar um hversu mik­ið.Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent