Arion banki: Við töldum verðið ásættanlegt

Bakkavör verður skráð á markað í London á fimmtudaginn. Verðmiðinn á félaginu er meira en þrefalt hærri en Arion banki fékk fyrir sína hluti í fyrirtækinu.

bakkavör 3.11.2017
Auglýsing

Arion banki telur að verðið sem bank­inn fékk fyrir eign­ar­hluti í Bakka­vör hafi veri ásætt­an­legt, miðað við aðstæður á þeim tíma sem við­skiptin fóru fram. Þá segir hann einnig, að það hafi komið til greina að skrá félagið á mark­að, og losa þannig um eign­ar­hlut­ina, en um það hafi ekki verið sam­staða meðal hluta­hafa.

Þetta kemur fram í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Bakka­vör verður skráð á markað í London á fimmtu­dag­inn, og er virði félags­ins ríf­lega einn millj­arður punda, eða sem nemur um 143 millj­örðum króna. 

Í byrjun árs í fyrra seldi Arion banki, ásamt íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, eign­ar­hluti sína í Bakka­vör þar sem miðað var við verð­miða á félag­inu upp á 319 millj­ónir punda, eða sem nemur um 43 millj­örðum króna. Það er innan við þriðj­ungur af verð­inu sem fæst fyrir félagið núna, ríf­lega einu og hálfu ári síð­ar. „Bank­inn taldi það verð sem fékkst fyrir hlut­inn í Bakka­vör í jan­úar 2016 vel ásætt­an­legt. Salan var nið­ur­staða sölu­ferlis sem var í umsjón breska bank­ans Barclays. Síðan eru liðin tæp tvö ár og hefur bæði afkoma félags­ins og mark­aðs­að­stæður batnað á þeim tíma sem lið­inn er. Það kom vissu­lega til greina af hálfu Arion banka að skrá Bakka­vör á markað á sínum tíma. Aðrir hlut­hafar voru ekki til í það á þeim tíma og því ekki hægt að ráð­ast í þá veg­ferð,“ segir í svari Arion banka.

Auglýsing

Eig­endur Bakka­var­­ar, Ágúst og Lýður Guð­­munds­­synir ásamt vog­un­­ar­­sjóðn­­um Baupost, munu fá greiddar 158 millj­­ónir punda þeg­ar ­fé­lagið verður skráð á mark­að, jafn­­virð­i 21 millj­­arðs króna

Fjár­­­festum býðst um fjórð­ungs­hlutur í fyr­ir­tæk­inu en Ágúst og Lýður eiga 59 pró­­sent hlut í félag­inu en Baupost Group 41 pró­­sent. Sé mið tekið af þeim hlut­­föllum fara um 12,7 millj­­arðar í hlut Ágúst og Lýðs.

Skrán­ingin markar tíma­­mót í sögu Bakka­var­­ar, en á þessu ári eru 31 ár frá því að Ágúst og Lýður stofn­uðu félag­ið. Und­an­farin ár hafa verið mikil rús­sí­­ban­­areið fyrir fyr­ir­tækið og hlut­hafa þess, eins og rakið hefur verið í frétta­­skýr­ingum á vef Kjarn­ans.

Óhætt er að segja að Ágúst og Lýð­­ur, ásamt Baupost, hafi náð að gera sér mun meiri verð­­mæti úr hlutnum í Bakka­vör en Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir gerðu eftir hrun­ið. 

Þeir nýttu meðal ann­ars fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands til að fá hag­stætt gengi á fjár­muni, sem síðan voru nýttir til þess, meðal ann­ars, að kaupa hluta­bréf í Bakka­vör af íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um.

Þá teygir við­skipta­veldi þeirra til fjölda félaga í skatta­skjól­um, og komu fram upp­lýs­ingar um þau í Panama­skjöl­un­um.

Í jan­úar 2016 var send til­­kynn­ing til fjöl­miðla um að BG12 ehf., félag í eig­u ­Arion ­banka, Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna, Gildi líf­eyr­is­­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­­sjóða og fag­fjár­­­festa hefði selt 46 pró­­sent hlut sinn í Bakka­vör til félags sem er í eigu bræðranna Ágúst­ar og Lýðs og banda­rískra fjár­­­fest­inga­­sjóða í stýr­ingu hjá Baupost Group L.L.C. 

Kaup­verðið nam 147 millj­­ónum punda, um 20 millj­­örðum króna. 

Sam­ein­aði líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn og dótt­­ur­­fé­lag Klakka seldu jafn­­framt sinn fimm pró­­sent hlut í Bakka­vör Group og má ætla að kaup­verðið hafi verið um þrír millj­­arðar króna. 

Kaup­endur skuld­bundu sig til að leggja fram kauptil­­boð í alla aðra útistand­andi hluti í félag­inu, rétt um ell­efu pró­­sent, á sömu kjörum, og gerðu þeir það að lok­­um.

Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Brett Kavanaugh
Konan sem sakar Brett Kavanaugh um kynferðisbrot ber vitni á fimmtudaginn
Vitnisburður Christine Bla­sey Ford fer fram næstkomandi fimmtudag gegn Brett Kavanaugh. Önnur kona hefur nú stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot.
Kjarninn 24. september 2018
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Segir þvingunaraðgerðir Icelandair aðför að kvennastétt
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt en Icelandair setti flug­freyjum og flug­þjónum þá afar­kosti á dögunum að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna.
Kjarninn 24. september 2018
Læknar deila við Svandísi
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sent yfirlýsingu frá ráðuneytinu þar sem hún sér sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar í grein þriggja lækna sem halda því fram að ráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna inn á göngudeildir.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent