Arion banki: Við töldum verðið ásættanlegt

Bakkavör verður skráð á markað í London á fimmtudaginn. Verðmiðinn á félaginu er meira en þrefalt hærri en Arion banki fékk fyrir sína hluti í fyrirtækinu.

bakkavör 3.11.2017
Auglýsing

Arion banki telur að verðið sem bank­inn fékk fyrir eign­ar­hluti í Bakka­vör hafi veri ásætt­an­legt, miðað við aðstæður á þeim tíma sem við­skiptin fóru fram. Þá segir hann einnig, að það hafi komið til greina að skrá félagið á mark­að, og losa þannig um eign­ar­hlut­ina, en um það hafi ekki verið sam­staða meðal hluta­hafa.

Þetta kemur fram í svari bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Bakka­vör verður skráð á markað í London á fimmtu­dag­inn, og er virði félags­ins ríf­lega einn millj­arður punda, eða sem nemur um 143 millj­örðum króna. 

Í byrjun árs í fyrra seldi Arion banki, ásamt íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um, eign­ar­hluti sína í Bakka­vör þar sem miðað var við verð­miða á félag­inu upp á 319 millj­ónir punda, eða sem nemur um 43 millj­örðum króna. Það er innan við þriðj­ungur af verð­inu sem fæst fyrir félagið núna, ríf­lega einu og hálfu ári síð­ar. „Bank­inn taldi það verð sem fékkst fyrir hlut­inn í Bakka­vör í jan­úar 2016 vel ásætt­an­legt. Salan var nið­ur­staða sölu­ferlis sem var í umsjón breska bank­ans Barclays. Síðan eru liðin tæp tvö ár og hefur bæði afkoma félags­ins og mark­aðs­að­stæður batnað á þeim tíma sem lið­inn er. Það kom vissu­lega til greina af hálfu Arion banka að skrá Bakka­vör á markað á sínum tíma. Aðrir hlut­hafar voru ekki til í það á þeim tíma og því ekki hægt að ráð­ast í þá veg­ferð,“ segir í svari Arion banka.

Auglýsing

Eig­endur Bakka­var­­ar, Ágúst og Lýður Guð­­munds­­synir ásamt vog­un­­ar­­sjóðn­­um Baupost, munu fá greiddar 158 millj­­ónir punda þeg­ar ­fé­lagið verður skráð á mark­að, jafn­­virð­i 21 millj­­arðs króna

Fjár­­­festum býðst um fjórð­ungs­hlutur í fyr­ir­tæk­inu en Ágúst og Lýður eiga 59 pró­­sent hlut í félag­inu en Baupost Group 41 pró­­sent. Sé mið tekið af þeim hlut­­föllum fara um 12,7 millj­­arðar í hlut Ágúst og Lýðs.

Skrán­ingin markar tíma­­mót í sögu Bakka­var­­ar, en á þessu ári eru 31 ár frá því að Ágúst og Lýður stofn­uðu félag­ið. Und­an­farin ár hafa verið mikil rús­sí­­ban­­areið fyrir fyr­ir­tækið og hlut­hafa þess, eins og rakið hefur verið í frétta­­skýr­ingum á vef Kjarn­ans.

Óhætt er að segja að Ágúst og Lýð­­ur, ásamt Baupost, hafi náð að gera sér mun meiri verð­­mæti úr hlutnum í Bakka­vör en Arion banki og íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir gerðu eftir hrun­ið. 

Þeir nýttu meðal ann­ars fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands til að fá hag­stætt gengi á fjár­muni, sem síðan voru nýttir til þess, meðal ann­ars, að kaupa hluta­bréf í Bakka­vör af íslenskum líf­eyr­is­sjóð­um.

Þá teygir við­skipta­veldi þeirra til fjölda félaga í skatta­skjól­um, og komu fram upp­lýs­ingar um þau í Panama­skjöl­un­um.

Í jan­úar 2016 var send til­­kynn­ing til fjöl­miðla um að BG12 ehf., félag í eig­u ­Arion ­banka, Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna, Gildi líf­eyr­is­­sjóðs, fleiri minni líf­eyr­is­­sjóða og fag­fjár­­­festa hefði selt 46 pró­­sent hlut sinn í Bakka­vör til félags sem er í eigu bræðranna Ágúst­ar og Lýðs og banda­rískra fjár­­­fest­inga­­sjóða í stýr­ingu hjá Baupost Group L.L.C. 

Kaup­verðið nam 147 millj­­ónum punda, um 20 millj­­örðum króna. 

Sam­ein­aði líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn og dótt­­ur­­fé­lag Klakka seldu jafn­­framt sinn fimm pró­­sent hlut í Bakka­vör Group og má ætla að kaup­verðið hafi verið um þrír millj­­arðar króna. 

Kaup­endur skuld­bundu sig til að leggja fram kauptil­­boð í alla aðra útistand­andi hluti í félag­inu, rétt um ell­efu pró­­sent, á sömu kjörum, og gerðu þeir það að lok­­um.

Meira úr sama flokkiInnlent