Notkun þunglyndislyfja á Íslandi tvöfalt meiri en almennt hjá OECD-ríkjum

Íslendingar notuðu 130 dagskammta árið 2015 á hverja þúsund íbúa á dag eða meira en tvöfalt meira en að meðaltali í hinum OECD-ríkjunum.

Árið 2015 var notkun sykursýkislyfja á Íslandi þriðja minnst miðað við önnur OECD-ríki.
Árið 2015 var notkun sykursýkislyfja á Íslandi þriðja minnst miðað við önnur OECD-ríki.
Auglýsing

Notkun þung­lynd­is­lyfja var lang­mest hér á landi miðað við önnur OECD-­ríki árið 2015. Íslend­ingar not­uðu 130 dag­skammtar á hverja þús­und íbúa á dag eða meira en tvö­falt meiri en að með­al­tali í OECD-­ríkjum sem var 60 dag­skammt­ar. 

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar. Efna­hags- og fram­fara­stofn­unin í París (OECD) hefur gefið út ritið „Health at Glance 2017, OECD Ind­icator­s“. Í rit­inu má finna marg­vís­legar upp­lýs­ingar um heil­brigð­is­mál í aðild­ar­ríkjum stofn­un­ar­innar sem nú eru 35 tals­ins auk fleiri landa.

Enn fremur segir í frétt­inni að hér á landi fjár­magni hið opin­bera 38 pró­sent af lyfja­út­gjöldum í smá­sölu en heim­ilin 58 pró­sent (aðrir 4 pró­sent) árið 2015. Aðeins í Lett­landi og Pól­landi hafi hlutur heim­il­anna verið hærri. Á hinum Norð­ur­lönd­unum var hlut­fallið 42 til 51 pró­sent. 

Auglýsing

Í þeim 30 OECD-­ríkjum sem upp­lýs­ingar náðu til var hlutur hins opin­bera og skyldu­trygg­ingar 57 pró­sent að með­al­tali en hlutur heim­il­anna 39 pró­sent. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni hefur lyfja­notkun farið ört vax­andi og er notk­unin breyti­leg milli landa.

Árið 2015 var notkun syk­ur­sýkis­lyfja á Íslandi þriðja minnst miðað við önnur OECD-­ríki. Notkun lyfja við háþrýst­ingi og blóð­fitu­lækk­andi lyfja var hér undir með­al­tali OECD.

Rit OECD byggir á gagna­grunni stofn­un­ar­innar um heil­brigð­is­mál en einnig ýmsum öðrum gögn­um. Segir enn fremur í frétt Hag­stof­unnar að mik­il­vægt sé að hafa í huga að sam­an­burður milli landa á þann hátt sem kemur fram í riti OECD er aðeins mögu­legur í þeim til­vikum þar sem upp­lýs­ingar eru aðgengi­leg­ar. Að auki þurfi alltaf að hafa í huga að óvissa kann að ríkja um sam­an­burð­ar­hæfi gagna frá mis­mun­andi lönd­um, til dæmis vegna ólíkra skil­grein­inga eða aðferða við útreikn­ing.Meira úr sama flokkiInnlent