Auglýsingatekjur fjölmiðla helmingi minni en árið 2007

Auglýsingamarkaðurinn hérlendis sker sig í veigamiklum atriðum úr því sem gerist á öðrum Norðurlöndum og víðar. Hljóðvarp og fréttablöð taka til sín stærri hluta af auglýsingatekjum á sama tíma og hlutur vefmiðla er næsta rýr við það sem víðast gerist.

Hátt í önnur hver króna sem greidd var fyrir birtingu og flutning auglýsinga í íslenskum fjölmiðlum árið 2015 rann til prentmiðla, þ.e. fréttablaða og tímarita.
Hátt í önnur hver króna sem greidd var fyrir birtingu og flutning auglýsinga í íslenskum fjölmiðlum árið 2015 rann til prentmiðla, þ.e. fréttablaða og tímarita.
Auglýsing

Aug­lýs­inga­tekjur íslenskra fjöl­miðla voru að raun­virði helm­ingi minni árið 2015 en árið 2007 þegar best lét. Frá þessu er greint á vef Hag­stof­unnar.

Tekjur fjöl­miðla af aug­lýs­ingum árið 2015 námu tæpum 12 millj­örðum króna. Það sam­svarar um 36 þús­und krónum á hvern lands­mann. Í frétt Hag­stof­unnar segir að frétta­blöð séu mik­il­væg­asti aug­lýs­inga­mið­ill­inn hér á landi en í þeirra hlut hafi nær önnur hver króna fallið af aug­lýs­inga­tekjum árið 2015. 

Hlutur vef­miðla rýr

Aug­lýs­inga­mark­að­ur­inn hér­lendis sker sig í mik­il­vægum atriðum úr því sem ger­ist á öðrum Norð­ur­löndum og víð­ar. Hljóð­varp og frétta­blöð taka til sín stærri hluta af aug­lýs­inga­tekjum á sama tíma og hlutur vef­miðla er næsta rýr við það sem víð­ast ger­ist. 

Auglýsing

Lægri upp­hæð er jafn­framt varið hér á landi til aug­lýs­inga­kaupa í fjöl­miðlum en á Norð­ur­löndum hvort heldur reiknað er á íbúa eða sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu, sam­kvæmt Hag­stof­unn­i. 

Hátt í önnur hver króna sem greidd var fyrir birt­ingu og flutn­ing aug­lýs­inga í íslenskum fjöl­miðlum árið 2015 rann til prent­miðla, þ.e. frétta­blaða og tíma­rita. Dag­blöð og viku­blöð, sem flokk­ast undir frétta­blöð, voru mik­il­væg­asti aug­lýs­inga­mið­ill­inn en 43 pró­sent aug­lýs­inga­tekna fjöl­miðla féll þeim í skaut. Sjón­varp kom næst að mik­il­vægi með 21 pró­sent hlut, segir í frétt Hag­stof­unn­ar. 

Því næst kom hljóð­varp með ríf­lega 15 pró­sent og vef­miðlar með 13 pró­sent. Hlut­deild ann­arra miðla í aug­lýs­inga­tekjum var tals­vert lægri en sex af hundraði tekn­anna féllu til tíma­rita ásamt blaða sem gefin eru út sjaldnar en viku­lega og tæp tvö pró­sent runnu til kvik­mynda­húsa ásamt útgáfu og dreif­ingu mynddiska.

Tekjur hafa auk­ist síðan 2010
Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008 féllu aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla um 27 af hundraði, reiknað á verð­lagi hvers árs. Frá árinu 2010 hafa tekj­urnar auk­ist nær jafnt og þétt mælt á breyti­legu verð­lagi og er svo komið að sam­an­lagðar aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla eru ívið hærri en þegar best lét árið 2007 þegar þær voru hæst­ar. 

Reiknað í raun­virði á verð­lagi árs­ins 2015 féllu aug­lýs­inga­tekj­urnar um 68 af hundraði milli áranna 2007 og 2009 en þær hafa síðan vaxið lít­il­lega og eru nú 53 af hundraði lægri en þegar þær voru hæst­ar. Tekjur fjöl­miðla af aug­lýs­ingum árið 2015 voru nær þær sömu og árið 2000, reiknað á raun­virð­i. 

Sam­dráttur áþekkur í sumum Norð­ur­land­anna

Jafn­framt kemur fram hjá Hag­stof­unni að sam­dráttur í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla hér á landi frá 2008 sé næsta áþekkur því sem orðið hefur á sumum Norð­ur­landa. Á ára­bil­inu 2008 til 2015 dróg­ust aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla reikn­aðar á föstu verð­lagi árs­ins 2008 saman um 22 af hundraði í Dan­mörku, í Finn­landi nam sam­drátt­ur­inn 25 af hundraði, í Nor­egi 15 af hundraði og aðeins fjórum af hundraði í Sví­þjóð. Sam­bæri­legar tölur fyrir Ísland eru 23 af hundraði.Frá 1996 að telja hefur skipt­ing aug­lýs­inga­tekna milli ein­stakra flokka fjöl­miðla tekið nokkrum breyt­ing­um. Það á einkum við um prent­miðla, þ.e. frétta­blöð og tíma­rit, en hlutur þeirra hefur fallið úr 60 í 49 af hundraði. Mestu munar þar um þverr­andi hlut frétta­blaða en hlut­deild þeirra hefur fallið úr góðum helm­ing í ríf­lega 40 af hundrað­i. 

Þetta má að tals­verðu leyti rekja til tveggja sam­hang­andi þátta, sam­kvæmt Hag­stof­unni, ann­ars vegar til­komu og útbreiðslu vef­miðla og hins vegar til sam­dráttar í útbreiðslu og lestri blaða í kjöl­far­ið. Í frétt­inni segir að framan af hafi hlut­deild vef­miðla í aug­lýs­inga­tekjum verið næsta tak­mörk­uð, eða innan við fimm af hundrað­i. 

Það sem liðið er af þessum ára­tug hefur hlutur þeirra vaxið hægt en örugg­lega og er nú svo komið að þrett­ánda hver króna sem varið er til aug­lýs­inga í fjöl­miðlum rennur til þeirra. Árið 2015 runnu tæpar sex af hverjum tíu krónum aug­lýs­inga­tekna á vefnum til vefja í tengslum við hefð­bundna fjöl­miðla. 

Mik­il­vægi sjálf­stæðra vef­miðla fer vax­andi

Hag­stofan greinir enn fremur frá því að mik­il­vægi sjálf­stæðra vef­miðla hafi farið jafnt og þétt vax­andi und­an­farin ár. Árið 2015 öfl­uðu sjálf­stæðir vef­miðlar fjórðu hverrar krónu sem varið var til aug­lýs­inga­kaupa í vef­miðl­um. Inni í tölum um aug­lýs­inga­tekjur vef­miðla eru ekki tekjur útlendra vef­miðla af íslenskum aug­lýs­ing­um. Sam­kvæmt Hag­stof­unni má ætla að sú upp­hæð, sem runnið hefur árlega til útlendra vefja fyrir greiðslu á birt­ingu íslenskra aug­lýs­inga, sé tals­vert lægri en það sem íslenskir vefir bera úr bít­um, eða innan við fjórð­ungur af tekjum þeirra, sé miðað við upp­lýs­ingar Fjöl­miðla­nefndar frá birt­ing­ar­húsum um skipt­ingu birt­ing­ar­fjár 2015 og 2016.Þann sam­drátt sem orðið hefur í aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla hér á landi frá því 2008 má frekar greina með því að skoða aug­lýs­inga­tekjur sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu. Aug­lýs­inga­tekjur sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu hafa lækkað nokkuð frá því á árunum fyrir hrun, en árið 2015 var hlut­fallið komið niður 0,5 pró­sent sam­an­borið við 0,8 af hundraði að jafn­aði á tíma­bil­inu 1996-2008.

Þetta er tals­vert lægra hlut­fall en ger­ist víð­ast á Vest­ur­löndum þar sem aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla hafa um tals­vert skeið verið í kringum eitt pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu. Árið 2015 var hlut­fallið 0,8 af hundraði í Dan­mörku og Sví­þjóð og 0,7 í Finn­landi, 0,6 í Nor­egi, eða að jafn­aði 0,7 á Norð­ur­lönd­um.

Sam­an­lagðar tekjur fjöl­miðla af birt­ingu og flutn­ingi aug­lýs­inga reiknað í Evrum á íbúa er næst lægst hér á landi af Norð­ur­lönd­um, litlu hærri en í Finn­landi.

Hlut­deild frétta­blaða og hljóð­varps hærri en víð­ast

Sér­kenni íslensks aug­lýs­inga­mark­aðar eru tals­verð þegar litið er til hlut­falls­legar skipt­ingar aug­lýs­inga­tekna milli mis­mun­andi teg­unda fjöl­miðla. Hlut­deild frétta­blaða og hljóð­varps er hér hærri en víð­ast ger­ist. Sömu­leiðis sker Ísland sig úr frá hinum nor­rænu ríkj­unum og öðrum löndum varð­andi rýran hlut vef­miðla í aug­lýs­inga­tekj­um. Hlut­deild frétta­blaða í aug­lýs­inga­tekjum hér á landi ásamt í Finn­landi er með því hæsta. Hljóð­varp tekur hvergi til sín hærra hlut­fall af aug­lýs­inga­tekjum fjöl­miðla en hér á landi. Þessu er á þver­öfugan veg farið með vef­miðla, en hér er hlutur þeirra miklum mun rýr­ari en ann­ars stað­ar.

Hag­stofan bendir á að slá verði ákveð­inn varnagla við fjöl­þjóð­legum sam­an­burði sem þessum þar sem aðferðir við söfnun upp­lýs­inga sé á afar mis­jafnan veg farið eftir löndum og umfang aug­lýs­inga­mark­að­ar­ins bygg­ist víð­ast að tals­verðu leyti á mati.

Upp­lýs­ingar um aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla eru fengnar úr árs­reikn­ingum og sam­kvæmt upp­lýs­ingum rekstr­ar­að­ila til Fjöl­miðla­nefndar frá 2011 og áður Hag­stofu Íslands. Í þeim til­fellum þegar upp­lýs­ingar frá rekstr­ar­að­ilum skortir eru aug­lýs­inga­tekjur áætl­aðar út frá virð­is­auka­skatti. Sam­kvæmt Hag­stof­unni verður að hafa hug­fast að tölur um aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla eru að nokkru áætl­að­ar. Það á einkum við um tekjur hefð­bund­inna fjöl­miðla af vef. Tölur Hag­stof­unnar um aug­lýs­inga­tekjur fjöl­miðla taka ekki til umhverf­is­aug­lýs­inga, vöru­lista og skráa, né til tekna útlendra vefja af birt­ingu íslenskra aug­lýs­inga.Bára Huld Beck
#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?
Kjarninn 24. júní 2018
Rut Guðnadóttir
Viltu vera memm?
Kjarninn 24. júní 2018
Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi
Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.
Kjarninn 24. júní 2018
Fanney Birna Jónsdóttir
Fjórflokkur Dags
Kjarninn 24. júní 2018
Gamla ráðhúsið í Randers
Danskur eftirlíkingarmiðbær í Kína
Er nokkuð 1. apríl sagði Anne Mette Knattrup framkvæmdastjóri ferðamála í Randers á Jótlandi þegar hún frétti að í Kína stæði til að reisa nákvæma eftirlíkingu miðbæjarins í Randers. En þetta var ekki 1. aprílfrétt og Kínverjum er full alvara.
Kjarninn 24. júní 2018
Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent