Birting á neyðarlánasímtalinu tekin til skoðunar í vikunni

Seðlabanki Íslands mun taka birtingu afrits af símtali Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde, þar sem þeir ræða 500 milljón evra lánveitingu til Kaupþings, til skoðunar í vikunni. Afritið var birt í fjölmiðli sem Davíð stýrir á laugardag.

Kaupþing
Auglýsing

Birting Morgunblaðsins á afriti af símtali milli Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra, og Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þar sem þeir ræða um neyðarlánsveitingu til Kaupþings þann 6. október 2008, hefur ekki verið kærð til héraðssaksóknara eða Fjármálaeftirlitsins af Seðlabanka Íslands. Engin rannsókn hefur farið fram á því hvort að Davíð Oddsson, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins, hafi tekið mér sér trúnaðargögn úr Seðlabankanum þegar hann lét af störfum þar, en bankinn hefur árum saman neitað að afhenda fjölmiðlum afrit af umræddu símtali á grundvelli þagnarskylduákvæðis laga um starfsemi hans.

Í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn Kjarnans um málið segir að birting afritsins af símtalinu verði tekin til skoðunar eftir helgi og að ekki yrði hægt að svara því til hvaða aðgerða bankinn ætlar að grípa vegna hennar fyrr en niðurstaða þeirrar skoðunar liggi fyrir.


Morg­un­blaðið birti á laugardag afrit af umræddu símtali. Í sím­tal­inu ræða þeir neyð­ar­lána­lán­veit­ingu til Kaup­þings upp á 500 millj­ónir evra, sem kost­aði íslenska skatt­greið­endur á end­anum 35 millj­arða króna í tap.

Auglýsing
Að­ilar máls hafa hingað til ekki viljað birta sím­tal­ið, sem fór fram fyrir rúmum níu árum síðan og er um einn þýð­ing­­ar­­mesta atburð í nútíma hag­­sögu sem hefði haft í för með sér afdrifa­­ríkar afleið­ingar fyrir íslenskan almenn­ing.

Kjarn­inn mið­l­­ar, móð­­ur­­fé­lag Kjarn­ans, stefndi í síð­asta mán­uði Seðla­­banka Íslands og fór fram á að ógilt yrði með dómi sú ákvörðun bank­ans að hafna kröfu Kjarn­ans um aðgang að hljóð­­ritun og afritum af sím­tal­inu. Í ljósi þess að Morgunblaðið hefur birt afrit af símtalinu var krafa um að fá upptöku af símtalinu og afrit af því afhent endurtekin. Ekki hefur borist efnislegt svar við þeirri kröfu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent