Janet Yellen hættir með stolti

Yellen var fyrsta konan til að gegna stöðu seðlabankastjóra í Bandaríkjunum. Hún þykir hafa staðið sig afburðavel í starfi.

Janet Yellen
Janet Yellen
Auglýsing

Janet Yellen, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, hefur til­kynnt um að hún hætti störfum sem seðla­banka­stjóri í febr­ú­ar, en Jer­ome H. Powell mun taka við af henni. Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hefur þegar til­kynnt um þetta.

Í afsagn­ar­bréfi sínu, til stjórnar Seðla­banka Banda­ríkj­anna, seg­ist hún stolt af því að hafa tekið þátt í árang­urs­miklu starfi Seðla­banka Banda­ríkj­ana. Hún segir fjár­mála­kerfi lands­ins standa betur nú en fyrir ára­tug, þegar mikið end­ur­reisn­ar­starf hófst í Banda­ríkj­un­um, eftir fjár­málakrepp­una. 

„Ég er mjög stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og hæfum konum og körlum, sér­stak­lega for­vera mínum í stóli banka­stjóra, Ben S. Bern­anke, en for­ysta hans í fjár­málakrepp­unni og eft­ir­leik hennar var lyk­il­þáttur í að reisa við fjár­mála­kerfi lands­ins og efna­hags­líf­ið,“ segir Yellen í opin­beru afsagn­ar­bréfi sínu.

AuglýsingYellen tók við sem for­maður stjórnar Seðla­bank­ans árið 2014. Hún var fyrsta konan í sög­unni til að gegna stöð­unni, en hún hefur í meira en þrjá ára­tugi unnið fyrir Seðla­bank­ann. Hún er með dokt­ors­próf í hag­fræði frá Yale og lauk því árið 1971. Hún lauk BS próf frá Brown háskóla 1967.

Yellen er fædd 1946 og 71 árs göm­ul. Hún er alin upp í Brook­lyn í New York. 

Hún er ekki síst þekkt fyrir afar mikla hæfi­leika í hag­rann­sóknum og hefur rann­sak­aða atvinnu­þátt­töku kvenna í Banda­ríkj­unum meira en flestir aðrir hag­fræð­ingar í Banda­ríkj­un­um. 

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiErlent