Janet Yellen hættir með stolti

Yellen var fyrsta konan til að gegna stöðu seðlabankastjóra í Bandaríkjunum. Hún þykir hafa staðið sig afburðavel í starfi.

Janet Yellen
Janet Yellen
Auglýsing

Janet Yellen, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, hefur til­kynnt um að hún hætti störfum sem seðla­banka­stjóri í febr­ú­ar, en Jer­ome H. Powell mun taka við af henni. Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hefur þegar til­kynnt um þetta.

Í afsagn­ar­bréfi sínu, til stjórnar Seðla­banka Banda­ríkj­anna, seg­ist hún stolt af því að hafa tekið þátt í árang­urs­miklu starfi Seðla­banka Banda­ríkj­ana. Hún segir fjár­mála­kerfi lands­ins standa betur nú en fyrir ára­tug, þegar mikið end­ur­reisn­ar­starf hófst í Banda­ríkj­un­um, eftir fjár­málakrepp­una. 

„Ég er mjög stolt af því að hafa unnið með mörgum tryggum og hæfum konum og körlum, sér­stak­lega for­vera mínum í stóli banka­stjóra, Ben S. Bern­anke, en for­ysta hans í fjár­málakrepp­unni og eft­ir­leik hennar var lyk­il­þáttur í að reisa við fjár­mála­kerfi lands­ins og efna­hags­líf­ið,“ segir Yellen í opin­beru afsagn­ar­bréfi sínu.

AuglýsingYellen tók við sem for­maður stjórnar Seðla­bank­ans árið 2014. Hún var fyrsta konan í sög­unni til að gegna stöð­unni, en hún hefur í meira en þrjá ára­tugi unnið fyrir Seðla­bank­ann. Hún er með dokt­ors­próf í hag­fræði frá Yale og lauk því árið 1971. Hún lauk BS próf frá Brown háskóla 1967.

Yellen er fædd 1946 og 71 árs göm­ul. Hún er alin upp í Brook­lyn í New York. 

Hún er ekki síst þekkt fyrir afar mikla hæfi­leika í hag­rann­sóknum og hefur rann­sak­aða atvinnu­þátt­töku kvenna í Banda­ríkj­unum meira en flestir aðrir hag­fræð­ingar í Banda­ríkj­un­um. 

Meira úr sama flokkiErlent