Fráfarandi stjórn: Meginmarkmiðið er að koma félaginu í þrot

Mikil barátta hefur verið um eignarhald og stjórn á fjölmiðlafyrirtækinu Pressunni. Ný stjórn tók við í dag.

Björn Ingi Hrafnsson, aðaleigandi og útgefandi DV
Auglýsing

Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður Pressunn­ar, segir í yfir­lýs­ingu að meg­in­mark­miðið hjá Dalnum ehf., sá tæp­lega 70 pró­sent hlut í Press­unni, virð­ist vera það að koma fyr­ir­tæk­inu þrot. 

Hann segir mikið hafa gengið á í rekstri félags­ins og eigna­haldi, en að for­svar­menn Dals­ins hafi ekki staðið við orð sín, þegar var verið að reyna að styrkja fjár­hag félags­ins eða bjarga hon­um.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld, þá hefur ný stjórn tekið við stjórn­ar­taumunum hjá Press­unni. Hana skipa Ómar Valdi­mars­son hdl., Matth­ías Björns­son og Þor­varður Gunn­ars­son.

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu frá stjórn­inni segir hún að grunur sé uppi um mis­ferli í starf­semi félags­ins og að kröfu­höfum hafi verið mis­mun­að. Þá eru enn miklar ógreiddar skuldir við Toll­stjóra vegna opin­berra gjalda í van­skil­um.

Í yfir­lýs­ingu frá fyrr­ver­andi stjórn, kemur meðal ann­ars fram að frétta­flutn­ingur af fjár­hags­stöðu bágri fjár­hags­stöðu félags­ins hafi komið sér illa og gert félag­inu erfitt um vik í leit að fjár­magni.

Yfir­lýs­ing frá fyrr­ver­andi stjórn, fer hér að neðan í heild sinni:

„Síð­asta hálfa árið eða svo hafa reglu­lega birst fréttir í fjöl­miðlum af mál­efnum Pressunnar ehf. Er það full­kom­lega eðli­legt enda hefur mikið gengið á hjá félag­inu, bæði hvað varðar rekstur þess og eign­ar­hald.  Í flestum þess­ara frétta hefur hins vegar að miklu leyti verið sagt rangt frá, vænt­an­lega á grund­velli rangra upp­lýs­inga frá heim­ilda­mönnum í ákveðnum til­gangi.

Stjórn Pressunnar ákvað fyrir nokkru að hafa ekki frum­kvæði að frétta­flutn­ingi um félagið og tjá sig sem minnst um mál­efni þess enda var staðan við­kvæm. Við það hefur stjórnin staðið en hefur þó nokkrum sinnum haft sam­band við blaða­menn og bent á rang­færslur sem fram hafa kom­ið.

Að loknum hlut­hafa­fundi nú í dag hafa enn á ný birst fréttir með röngum upp­lýs­ingum um félag­ið, bæði voru eldri rang­færslur end­ur­teknar auk þess sem nýjum villum var bætt við. Af þeim sökum telur frá­far­andi stjórn Pressunnar nú rétt að leið­rétta opin­ber­lega þessar villur og lýsa í leið­inni í grófum dráttum þeirri skraut­legu atburða­rás sem leiddi að lokum til þess að Pressan seldi stóran hluta eigna sinna til Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar.

Helstu atriði

Því hefur ítrekað verið haldið fram í fjöl­miðlum síð­ustu mán­uði að Fjár­fest­inga­fé­lagið Dal­ur­inn („Dal­ur­inn“) hafi fyrst eign­ast stóran hlut í Press­unni í lok ágúst 2017 með umbreyt­ingu lána í hluta­fé. Það er ekki rétt, Dal­ur­inn keypti hluti í Press­unni í jan­úar 2017 og varð þá 88,38% eig­andi í félag­inu. Var það gert í kjöl­far skoð­unar óháðs end­ur­skoð­anda á fjár­hag félags­ins.

Um svipað leyti stýrði Dal­ur­inn að eigin ósk söfnun fleiri fjár­festa í stóra hluta­fjár­aukn­ingu Pressunn­ar. Í apríl til­kynnti Pressan í fjöl­miðl­um, að frum­kvæði for­svars­manna Dals­ins, að hluta­fjár­aukn­ingin hefði gengið eft­ir.

Í þeirri til­kynn­ingu kom jafn­framt fram að kosin hefði verið ný stjórn Pressunnar og voru nafn­greindir fimm ein­stak­lingar sem myndu þaðan í frá stýra félag­inu. Fyrrum stjórn­end­ur, þeir Björn Ingi Hrafns­son og Arnar Ægis­son, myndu stíga til hliðar bæði úr stjórn og fram­kvæmda­stjórn. Nýr fram­kvæmda­stjóri skyldi taka við Press­unni.

Á sama tíma til­kynntu for­svars­menn Dals­ins toll­stjóra að öll opin­ber gjöld Pressunnar yrðu „þurrkuð upp“ á næst­unni sam­kvæmt greiðslu­á­ætlun sem for­svars­menn Dals­ins sömdu um við toll­stjóra fyrir hönd Pressunn­ar.

Ný stjórn, en samt ekki

Við tók und­ar­legt ástand í rekstri Pressunn­ar. Björn Ingi og Arnar stigu til hliðar og Karl Steinar Ósk­ars­son hóf störf sem fram­kvæmda­stjóri. Nýja stjórnin virð­ist hins vegar aldrei hafa komið saman til að ákveða næstu skref. Press­una rak því áfram í reiði­leysi næstu vik­ur, án stjórnar og stefnu.

Þegar fram í sótti virð­ist sem for­svars­menn Dals­ins hafi farið að hugsa upp leiðir til að draga hina til­kynntu hluta­fjár­aukn­ingu til baka. Þeir voru komnir með annað plan.

Í byrjun maí gerði Pressan tvo und­ar­lega lög­gern­inga. Á þeim tíma var búið að til­kynna um nýja stjórn í fjöl­miðl­um og semja um starfs­lok  Björns Inga og Arn­ars. Þeir voru þó ennþá form­lega skráðir hjá fyr­ir­tækja­skrásem stjórn­ar­menn Pressunnar og þurftu því að und­ir­rita papp­írana fyrir hönd Pressunn­ar. Á þeim tíma vissu þeir ekki annað en að fyr­ir­huguð hluta­fjár­aukn­ing myndi ganga eft­ir.

Þann 10. maí létu for­svars­menn Dals­ins lög­mann sinn útbúa sam­eig­in­legt rift­un­ar­bréf vegna rift­unar á kaupum Pressunnar á Útgáfu­fé­lag­inu Birt­ingi („Birt­ing­ur“), sem höfðu átt sér stað um hálfu ári fyrr. Við und­ir­ritun skjals­ins bentu Björn Ingi og Arnar á að ekk­ert til­efni væri til rift­unar kaupanna, það sem átti að hafa verið greitt á þeim tíma vegna kaupanna hafði verið greitt. Birni Inga og Arn­ari var þá bent á að rift­un­ar­skjalið væri aðeins útbúið til mála­mynda, það yrði geymt hjá lög­manni Dals­ins og yrði aðeins dregið upp ef þess þyrfti í því skyni að sýna kröfu­höfum Pressunnar að félagið ætti enga eign í Birt­ingi. Björn Ingi og Arnar urðu því við óskum for­svars­manna Dals­ins, enda varla í stöðu til ann­ars, og rit­uðu undir rift­un­ar­skjalið sem skráðir stjórn­ar­menn Pressunn­ar. Það gerðu einnig for­svars­menn Birt­ings.

Sama dag létu for­svars­menn Dals­ins lög­mann sinn útbúa 185 m.kr. skulda­bréf, þar sem Dal­ur­inn myndi lána Press­unni umrædda fjár­hæð. Virð­ist þá sem Dal­ur­inn hafi verið búinn að ákveða að ekki yrði af hluta­fjár­aukn­ing­unni að sinni en að félagið myndi þess í stað lána Press­unni fjár­muni. Til trygg­ingar lán­inu skyldi Pressan gefa út trygg­ing­ar­bréf að fjár­hæð 200 m.kr., þar sem allir útgáfutitlar Pressunnar og DV skyldu lagðir að veði.  Björn Ingi og Arnar und­ir­rit­uðu þessi skjöl í góðri trú en með fyr­ir­vara um að fá frek­ari skýr­ingar á hvernig lánið yrði greitt.

Síð­ari umræður um 185 m.kr. skulda­bréfið leiddu til að hætt var við útgáfu þess og lánið var því ekki veitt. Óskaði Björn Ingi í fram­hald­inu eftir að öllum skjölum í tengslum við lánið yrði eytt og sagð­ist lög­maður Dals­ins munu verða við því. Það gerði hann hins vegar ekki nema að hluta til, skulda­bréfið fór í tæt­ar­ann en trygg­ing­ar­bréfin ekki, þrátt fyrir að lánið hafi ekki verið veitt.

Raunar bætti Dal­ur­inn um betur og lét þing­lýsa trygg­ing­ar­bréf­unum í lausa­fjár­bók Pressunnar og DV án þess að upp­lýsa sér­stak­lega um það, eins og vikið er að hér síð­ar.

Hluta­fjár­aukn­ing dregin til baka, rift­un­ar­bréf dregið uppúr skúff­unni

Degi síð­ar, þann 11. maí, til­kynntu for­svars­menn Dals­ins Birni Inga og Arn­ari að ekk­ert yrði af fyr­ir­hug­aðri hluta­fjár­aukn­ingu Pressunn­ar, Dal­ur­inn myndi ekki taka þátt og lík­lega ekki aðrir aðilar sem áður höfðu lýst áhuga. Jafn­framt til­kynnti Dal­ur­inn að félagið myndi ekki leggja frek­ari fjár­muni til Pressunnar og að hin áður til­kynntu stjórn­ar­skipti yrðu ekki fram­kvæmd. Eða eins og for­svars­menn Dals­ins orð­uðu það við stjórn­ina: „Nú er bolt­inn kom­inn til ykk­ar“. Nú væri það í höndum Björns Inga og Arn­ars að reyna að finna nýja fjár­festa og koma hluta­fjár­aukn­ing­unni aftur á kopp­inn.

Að kvöldi sama dags birt­ist frétt í Kjarn­anum um að hluta­fjár­aukn­ingin væri í upp­námi, skuldir sam­stæð­unnar næmu 700 millj­ónum og að ekki stæði „steinn yfir steini“ í rekstri henn­ar. Með frétt­inni voru öll tæki­færi Björns Inga og Arn­ars til að end­ur­lífga hluta­fjár­aukn­ing­una kæfð í fæð­ingu.

Fréttin kom sér því afar illa fyrir Press­una og leit­uðu Björn Ingi og Arnar eftir því við for­svars­menn Dals­ins hvort að þeir vissu hvaðan Kjarn­inn hefði sínar upp­lýs­ingar og heim­ild­ir. Svar for­svars­manna Dals­ins var að „okkur myndi ekki detta í hug að ræða við Kjarn­ann.“

Kjarn­inn birti þó aðra frétt örfáum dögum síð­ar, þess efnis að kaupum Pressunnar á Birt­ingi hefði verið rift, sökum bágrar fjár­hags­stöðu Pressunn­ar, m.a. með orð­unum „Rekstur Pressunnar er í mol­u­m.“

Þessi frétt kom stjórn­ar­mönnum Pressunnar í opna skjöldu enda höfðu þeir ekk­ert heyrt annað en að rift­un­ar­yf­ir­lýs­ingin yrði geymd í skúffu í var­úð­ar­skyni fyrir Dal­inn. Hvorki for­svars­menn Dals­ins né Birt­ings sáu ástæðu til að upp­lýsa stjórn Pressunnar um að rift­un­ar­bréfið hefði verið dregið uppúr skúff­unni. Gátu nú stjórn­ar­menn Pressunnar séð að þeir höfðu verið plat­aðir til að skrifa undir skjalið og að til stæði hjá Dalnum og Birt­ingi að þvinga Press­una í gjald­þrot. Þaðan virð­ist ætlun for­svars­manna Dals­ins hafa verið að hirða upp útgáfutitl­ana á grund­velli trygg­ing­ar­bréfs sem einnig var fengið fram með svik­sam­legum hætti.

Þess má geta að Dal­ur­inn, sem nú er eig­andi Birt­ings, hóf nýverið útgáfu­starf­semi í sam­starfi við Kjarn­ann.

Beðið eftir gjald­þroti Pressunnar

Frá þessum tíma­punkti tók stjórn Pressunn­ar, Björn Ingi og Arn­ar, aftur við stjórn og rekstri félags­ins. Staðan var hins vegar svo gott sem von­laus. Fjár­hags­staðan var erfið og tekju­mögu­leikar litlir með sum­ar­tíma framund­an. Þá hafði stærsti hlut­haf­inn, Dal­ur­inn, til­kynnt að hann myndi ekki aðstoða við bar­átt­una, hvorki með fjár­fram­lagi né aðstoð að öðru leyti.

Á sama tíma hélt áfram frétta­flutn­ingur um afleita stöðu Pressunnar sem gerði stjórn­inni mjög erfitt að afla nýs hluta­fjár eða láns­fjár til að halda lífi. Starfs­menn sam­stæð­unnar voru jafn­framt í upp­námi, þeim hafði nokkrum vikum áður verið til­kynnt um nýja og bjart­ari tíma með nýja eig­endur og stjórn­end­ur. Nú hins vegar þurftu þeir að þola mik­inn nið­ur­skurð enda ekki annað í boði.

Svo virð­ist sem for­svars­menn Dals­ins hafi látið sér það í léttu rúmi liggja. Áfram hélt frétta­flutn­ingur um að Pressan ætti sér ekki við­reisnar von, skuld­irnar væru óyf­ir­stíg­an­leg­ar.

Dal­ur­inn hafði aldrei sam­band um sum­arið við stjórn­ina um stöðu mála eða hvernig hún hugð­ist ná til lands. Stjórnin las hins vegar um það í fjöl­miðlum í júní að Dal­ur­inn hefði keypt Birt­ing. Í til­kynn­ingu Dals­ins um þau við­skipti kom fram að Pressan hafði áður ætlað að kaupa Birt­ing en að þeim kaupum hefði verið rift „vegna afleitrar fjár­hags­stöðu Pressunn­ar“.

Af þessum fréttum og öðrum frá svip­uðum tíma mátti ætla að Dal­ur­inn hefði ætlað að kaupa hluti í Press­unni en hætt við og keypt hluti í Birt­ing í stað­inn. Sann­leik­ur­inn er bara allt ann­ar. Á þessum tíma átti Dal­ur­inn hvorki meira né minna en 68% hlut í Press­unni, félagi sem Dal­ur­inn hik­aði ekki við að tala niður í fjöl­miðl­um. Þann 30. ágúst birt­ist til dæmis enn frétt um slæma stöðu Pressunnar þar sem Hall­dór Krist­manns­son, einn for­svars­manna Dals­ins sagði að „staða Vef­pressunnar og dótt­ur­fé­laga er þung og stjórn­endur hafa óskað eftir svig­rúmi í sumar til að leita nýrra hlut­hafa til að bjarga rekstr­inum en það hefur ekki gengið eft­ir.“

Um það gat Hall­dór þó lítið vitað á þeim tíma því hvorki hann né nokkur annar for­svars­manna Dals­ins hafði haft nokk­urt sam­band við stjórn­endur Pressunnar í rúm­lega þrjá mán­uði.

Eignir Pressunnar seldar með aðkomu Dals­ins

Þegar leið að hausti blasti við að Pressan yrði gjald­þrota í byrjun sept­em­ber að óbreyttu. Tek­ist hafði að halda lífi yfir sum­ar­mán­uð­ina með lán­um, en stórum kröfum þurfti að sinna fyrir dómi í byrjun sept­em­ber. Stjórn Pressunnar hafði allt sum­arið reynt að leita leiða til að fá nýja aðila inn í félagið með hlutafé eða að afla félag­inu láns­fjár en frétta­flutn­ingur um félagið gerði það ómögu­legt. Var þá í raun aðeins ein leið fær til að mæta kröf­un­um, það var að selja eignir félags­ins.

Það gekk loks eftir að finna mögu­legan kaup­anda og fá fram til­boð. Stjórnin hafði þá upp­götvað að á Press­unni hvíldu fyrr­greind trygg­ing­ar­bréf Dals­ins, þar sem allir titlar Pressunnar og DV voru veð­settir Daln­um. Hafði það komið stjórn­inni á óvart enda hafði þeim verið til­kynnt að þeim bréfum hefði verið eytt þar sem það lán sem lá til grund­vallar bréf­unum hafði ekki verið veitt. Þeim hafði hins vegar ekki verið eytt, heldur hafði þeim verið þing­lýst í lausa­fjár­bók Pressunn­ar.

Í trygg­ing­ar­bréf­unum var meðal ann­ars kveðið á um að Press­unni væri óheim­ilt að selja titl­ana. Í sam­ræmi við það ákvæði til­kynnti stjórn Pressunnar Dalnum að til­boð væri komið fram um kaup á öllum titl­um, með fyr­ir­vara um að trygg­ing­ar­bréf­unum yrði aflétt. Með öðrum orð­um, kaupin gátu ekki gengið í gegn nema Dal­ur­inn aflétti trygg­ing­ar­bréf­un­um.

Í kjöl­farið fóru fram við­ræður milli Pressunn­ar, Frjálsrar Fjöl­miðl­unar og Dals­ins um upp­gjör á trygg­ing­ar­bréf­un­um. Voru þau mál leyst með sam­komu­lagi milli Frjálsrar fjöl­miðl­unar og Dals­ins sem nam tugum millj­óna króna. Jafnframt þving­aði Dal­ur­inn Björn Inga til að takast aft­ur­virkt á hendur sjálf­skuld­ar­á­byrgð á 50 m.kr. láni Dals­ins til félags í eigu Björns Inga. Í fram­hald­inu afhentu for­svars­menn Dals­ins umrædd trygg­ing­ar­bréf og þar með gátu kaupin gengið í gegn.

Við þetta tæki­færi var sér­stak­lega rætt að Björn Ingi hafði tekið að láni fjár­magn í sumar og end­ur­lánað Press­unni til þess að fleyta henni áfram meðan unnið væri að lausn mála. Dal­ur­inn var að fullu upp­lýstur um þessi mál áður en gengið var frá sölu titl­anna, en lætur nú nýja stjórn fjalla um þau mál eins og ný tíð­indi sem þurfi sér­stakrar rann­sóknar við. Og setja ekki einu sinni fram réttar tölur í þessu sam­hengi.

Þrátt fyrir þetta sendi Dal­ur­inn út til­kynn­ingu til fjöl­miðla í fram­hald­inu um að „kaup­samn­ingur Frjálsrar Fjöl­miðl­unar um kaup á nán­ast öllum eignum Pressunnar og tengdum félögum var kynntur fyrir eig­endum Dals­ins eftir að hann var frá­geng­inn.“

Sú yfir­lýs­ing var eins og margar aðrar gefin gegn betri vit­und enda hefðu kaupin ekki verið frá­gengin án aðkomu Dals­ins eins og fyrr var lýst.

Hlut­hafa­fundur og við­ræður um sölu Dals­ins á hlutum félags­ins í Press­unni

Síð­ustu vikur hefur verið enn verið fjallað um mál­efni Pressunnar í fjöl­miðl­um. Hefur því verið lýst þar að Dal­ur­inn vilji að hald­inn verði hlut­hafa­fundur í Press­unni til að Dal­ur­inn geti tekið við stjórn Pressunn­ar. Þar vísa for­svars­menn Dals­ins því jafn­framt á bug að Dal­ur­inn hafi átt í við­ræðum um sölu hlutar félags­ins í Press­unni.

Þar er enn og aftur farið með rangt mál. Hið rétta er að þegar gengið var frá sölu eigna Pressunnar í sept­em­ber, með aðkomu Dals­ins eins og fyrr grein­ir, viðr­uðu for­svars­menn Dals­ins þá hug­mynd hvort að stjórn­ar­menn Pressunnar vildu yfir­taka eða kaupa hluti Dals­ins í Press­unni.

Má í því sam­bandi einnig benda á að í til­kynn­ingu for­svars­manna Dals­ins í kjöl­far söl­unnar sagði:

„Dal­ur­inn er áfram eig­andi að 68% hlut í Press­unni og ekki er ákveðið hvað verður um þann eign­ar­hlut. En í ljósi umræddra við­skipta má telja að sá hlutur hafi lítið verð­mæti þar sem eignir hafa verið seldar úr félag­in­u.“

Í októ­ber fund­aði full­trúi Pressunnar með for­svars­manni Dals­ins um þetta atriði og var þá jafn­framt skýrt hvernig sölu­and­virði eigna Pressunnar hafði verið ráð­staf­að.

Í kjöl­farið áttu sér stað við­ræður um sölu Dals­ins á hlut félags­ins í Press­unni. Eins og að ofan greinir hafði Dal­ur­inn sjálfur lýst því yfir opin­ber­lega að hlutur þeirra hefði „lítið verð­mæt­i“. Hafa samn­inga­við­ræður einkum snú­ist um verð­mætið en ekki náð­ust samn­ing­ar.

Hlut­hafa­fundur var svo hald­inn í dag og ný stjórn sett yfir Press­una, að kröfu Dals­ins. Virð­ist jafn­ljóst og fyrr, að meg­in­mark­miðið er að koma félag­inu í þrot hið fyrsta og þyrla upp mold­viðri um rekstur þess og stjórn­end­urna, sem hafa róið líf­róður um margra mán­aða skeið.

Það er hins vegar mik­ill mis­skiln­ingur að kröfu­höfum Pressunnar hafi verið mis­munað með því að Frjáls fjöl­miðlun hafi tekið yfir ein­stakar kröf­ur. Að sjálfs­sögðu gat það félag sem kaup­andi haft um það að segja, hvaða kröfur væru teknar yfir og hverjar ekki.“

Meira úr sama flokkiInnlent