Björt Ólafsdóttir vill verða formaður Bjartrar framtíðar

Nichole Leigh Mosty vill verða stjórnarformaður. Aukaársfundur flokksins fer fram á morgun.

7DM_0346_raw_2091.JPG
Auglýsing

Björt Ólafs­dóttir sæk­ist eftir því að verða nýr for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, en auka­árs­fundur flokks­ins fer fram á morgun á Hótel Cabin.

Nichole Leigh Mosty sæk­ist eftir því að verða for­maður stjórnar flokks­ins. Björt er starf­andi umhverf­is­ráð­herra, og var þing­maður Bjartrar fram­tíðar ásamt Nichole Leigh fram síð­ustu kosn­ing­um, en Björt fram­tíð þurrk­að­ist út af þingi þar sem flokk­ur­inn náði ekki 5 pró­sent lág­mark­inu.

Á auka­árs­fund­inum mun verða unnið að sveit­ar­stjórn­ar­málum en Björt Fram­tíð er í meiri­hluta í þremur sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­vík, Kópa­vogi og Hafn­ar­firði.

Auglýsing

Meira úr sama flokkiInnlent