Gengisstyrking krónunnar dregur niður afkomu Össurar

Greining Capacent gerir ráð fyrir að markaðsvirði Össurar sé töluvert lægri en markaðsvirði nú gefur til kynna.

Össur stoðtækin
Auglýsing

Upp­gjör Öss­urar á þriðja árs­fjórð­ungi var nokkru undir vænt­ingum grein­ingar Capacent, sem verð­metur félagið nú á 1.428 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 147 millj­örðum króna. Það er langt undir mark­aðsvirði félags­ins, sem nam um 202 millj­örðum króna við lokun mark­aða í gær, eða sem nemur 55 millj­örðum hærra verði en grein­ing Capacent gerir ráð fyrir í sinni grein­ingu á rekstri félags­ins. 

Síð­ustu við­skipti með hluta­bréf Öss­urar í íslensku Kaup­höll­inni verða í dag, en eft­ir­leiðis fara við­skipti með bréf félags­ins ein­göngu fram í kaup­höll­inni í Kaup­manna­höfn. 

Í grein­ingu Capacent kemur fram að verð­myndun með bréf félags­ins í íslensku Kaup­höll­inni hafi ekki verið góð og oft nærri 5 pró­sent munur milli kaup- og sölu­til­boða, auk þess sem að miklar sveiflur hafi verið í gengi bréf­anna milli daga. 

Auglýsing

Stærsti eig­andi hluta­bréfa í Öss­uri er danska félagið William Dem­ant sem á 42,1 pró­sent í félag­inu. „Að mati Capacent hefur gengi Öss­urar á mark­aði verið of hátt og hefur verð bréfa félags­ins end­ur­speglað yfir­töku­á­lag vegna áhuga William Dem­ant á félag­in­u,“ segir í grein­ingu Capacent.

Í grein­ingu Capacent á rekstri félags­ins, á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins, segir að geng­is­styrk­ing krón­unnar hafi komið niður á arð­semi félags­ins. Sala og fram­legð hafi verið „í lægri kanti þess sem vænt­ingar Capacent stóðu til en kostn­aður og kostn­að­ar­hlut­föll voru mun hærri. Ástæða meiri kostn­aðar liggur fyrst og fremst í styrk­ingu krón­unn­ar, auk þess sem að Össur hefur verið að fjár­festa mikið í rann­sóknum það sem af er árs,“ segir í grein­ing­unni.

Rekstur Öss­urar hefur gengið vel und­an­farin ár, að því er fram hefur komið máli Jóns Sig­urð­ars­son­ar, for­stjóra Öss­ur­ar, í til­kynn­ingum til kaup­hall­ar. Í fyrra nam hagn­aður félags­ins ríf­lega 50 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur 5,2 millj­örðum króna. 

Eignir félags­ins námu í lok árs í fyrra 746,3 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 75 millj­örðum króna. Eigið fé félags­ins var 467 millj­ónir Banda­ríkja­dala, eða um 48 millj­arðar króna. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent